Vanræksla á hæsta stigi!

Kæra dagbók nú hefur þú verið vanrækt alltof lengi og átt örugglega voða erfitt en nú ætlar prinsessan að gera bragabót á og setjast aftur við að segja þér fréttir af sér og nánasta umhverfi Smile.

Á ýmsu hefur gengið síðan síðast. Það fyrsta er að prinsessan var svo óánægð með fataskápinn, sem reyndar var hurðarlaust gargan. Gofbuxurnar hlupu í honum í sumar og áður en í óefni væri komið ákvað prinsessan að versla nýjan skáp til að forða öðrum prinsessu fatnaði frá sömu örlögum Blush. Prinsessan hentist stað úr stað og leitaði tilboða í fataskáp fyrir sig og kærastann, mörg tilboð fengust en þau voru öll eitthvað svo 2007 að prinsessan dreif sig í IKEA og leitaði lausna. Þar fékk prinsessan skáp(a) sem passa ekki alveg í bilið en þar sem prinsessan er mjög útsjónasöm kona þá verður 19 sentimetra bilið líka nýtt en kostnaðurinn verður nær einn þriðji af lægsta tilboði svo prinsessan er sátt og kemst oft út að borða fyrir sparnaðinn Wink. Svo undarlega vill til að fataskápurinn er enn hurða- og skúffu laus, þar sem að enn eru fjórar vikur í þá sendingu, "aldrei" gerst áður hjá IKEA.

Meðan prinsessan og kærastinn dvöldi erlendir var skipt um parket á neðri hæð hússins þeirra en svo illa vildi til í fyrra að bæði rör og ofn sprungu í  í fyrra. Parketskiptin voru svolítið söguleg í ljósi ástands fyrirtækja í landinu en höfðust að lokum rétt áður en kærustuparið mætti á frón. Síðan var drifið í málingavinnu, laga skemmdir eftir lekann og síðan miklu fleiri misfellur lagaðar og nú er svo komið að húsið hæfir prinsessunni og kærastanum Grin. Í málingarvinnuna var fenginn frændi prinsessunnar, hann hýtur þá að vera prins, og félagar hans. Prinsessan naut sín sko með fullt af karlmönnum í húsinu, alveg eins og uppeldisárin, ekkert nema strákar eitthvað að bardúsa Tounge. Prinsessan er mjög ánægð með alla málingar vinnunna og er með sir bróður í fullri vinnu við að bora göt til að hengja upp hillur, ljós og fleiri muni Sideways.

Bless kæra dagbók og nú færðu oftar fréttir af mér því það er svo mikið að gerast og kærastinn hressist smá saman en afar hægt sem er nú kannski ekki alveg í takti við æðubunugang prinsessunnar en hún hefur tekið upp þann sið að taka alltaf tvær til þrjár vikur í viðmiðunartölurnar.  Þannig að miði hún þrjár vikur aftur í tímann þá gengur hann mun hraðar í dag þó hraðinn hafi verið töluvert meiri á árum áður Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 810

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband