Að vita!!

Góðan daginn kæra dagbók Wink prinsessan er við góða heilsu og til marks um það þá hefur hún mætt þrjá síðustu dagana í ræktina Cool. Já rosalega er prinsessan að verða fitt GetLost.

Prinsessan er mjög ánægð með veðrið þessa dagana þó svo að skíðamenn og aðrir "snjó-leikarar" séu ekki kátir Blush.

Kærastinn hefur ekkert fengið að fara í "heimsókn" heim í viku enda er hann alltaf með hitavellu, ríkur upp og síðan fer hitinn niður. Hann fær sýklalyf og aðra viðeigandi meðferðir en nú finnst prinsessunni nóg komið og vill að þessar hitasveiflur fari að hætta svo kærastinn komist aðeins út þó ekki væri nema í bíltúr Sick.

Prinsessan er mikið spurð um kærastann og það er gott að finna umhyggjuna en þó getur prinsessan ekki fært neinar fréttir þar sem enn er verið að bíða eftir áframhaldinu og það verður ekki ljóst alveg á næstunni Pinch. Prinsessan væri þá alveg til í að geta hringt í "Vitamálastjóra" en hann er "gamall vinur". Þannig er að prinsessan átti föður sem hún elti á röndum þegar hún var lítil og þegar hann var ekki í vinnu þá var hann alltaf eitthvað að "bardúsa", var með trillu og átti herbergi í kjallaranum sem var fullt af allavegana smíðaverkfærum. Þessum verkfærum var raðað af mikilli nákvæmni og átti hver hlutur sinn stað í herberginu, skrúfum, nöglum og róm var raðað eftir stærð í lítil sérútbúin hólf í skúffunum, öll verkfærin voru máluð rauð, pabbinn átti rauðu verkfærin. Prinsessan á þrjá eldri bræður sem stundum þurftu "nauðsynlega" að fá eitthvert verkfærið að "láni" en þeir voru ekki alveg eins gjarnir á að setja verkfærin á réttan stað, þó að teiknað væri á veggina útlínur hvers verkfæris sem þar skildi hanga Sideways. Einhverju sinni þegar prinsessan var á hælum föður síns í kjallaranum segir hann "hvar skildi nú kúluhamarinn minn vera, veist þú það?" prinsessan var fljót til svars, alltaf tilbúin að aðstoða; "nei! en þú getur hringt í vitamálastjóra" Smile "Ha! hvern, vitamálastjóra, afhverju". Prinsessan var nú bara hissa á að pabbi sem allt vissi, þekkti ekki til vitamálastjóra, "Jú, pabbi! hann veit allt! Það er alltaf sagt frá honum í útvarpinu og hann lætur vita hvaða viti logar ekki, svona "Garðskaga viti logar ekki, vitamálastjóri" hann veit örugglega líka hvar hamarinn er". Prinsessan man enn svipinn  á pabbanum sem klappaði á kollinn á prinsessunni og sagði "ætli það sé ekki auðveldara að spyrja strákana". Allavega er prinsessan svolítið að velta því fyrir sér núna hvort nú sé ekki kominn tími á að trufla "Vitamálastjóra" og í framhaldi af því ´að vita eitthvað´Tounge

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Rannveig mín, mikið væri gott að við gætum séð fram í tímann.  Það er spurning með Vitamálastjórann??

Gangi ykkur vel, hugsa stíft til ykkar.

Anna Stína.

Anna Stína (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 20:15

2 identicon

ójá frænka stundum væri gott að geta spjallað við vitamálastjórann ja eða bara pabbann þinn (",) fór nú að brosa yfir þessu með verkfærin, Bóbó frændi og afa hafa semsagt haft þetta svona svipað með verkfærin (",)

knús á ykkur

kveðja

Agla

Agla (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 21:26

3 identicon

Kveðja til ykkar.  Ef þú skyldir hitta Vitamálatjórann þá er ég með eina spurningu líka.

Edda (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 812

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband