Jæja!

Góðan daginn kæra dagbók Wink ekki er nú prinsessan að láta heyrast of mikið frá sér, kannski að hún hafi áhyggjur af því að það rugli hárgreiðsluna FootinMouth.

Lífið er nokk í föstum skorðum hjá prinsessunni þar sem hún fylgir kærastanum í gegnum meðferðir og skreppur svo frá ef veður leyfir og fær sér kaffi eða verslar í matinn. Núna er kærustuparið á sjúkrahúsinu en hefur undanfarna daga verið með annan fótinn heima og fengið "sjúkrunarkonur"  heim til að gefa lyf Smile en það er ótrúlegur lúksus.

Málum er þannig háttað að allir gestir sem koma til kærustuparsins á sjúkrahúsið og hjúkrunarfólk sem annast kærastann verða að klæðast gulum sloppum og vera með einnota hanska. Slopparnir eru vel merktir "Eign þvottahúss spítalannna" og síðan eru þeir númeraðir eftir stærð, vanalega eru hér sloppar númer 3 og 4 einstaka sinnu hefur prinsessan séð sloppa merkta með númerinu 2 en þá eru líka  nettar og smágerðar hjúkrunarkonur í þeim en slopp merktan með númerinu 1 hefur prinsessan bara einu sinni séð. Það var þegar góður vinur kærustuparsins kom í heimsókn LoL Þessi vinur er að svipaðri hæð og kærstinn og eitthvað framstæðari, þó ekki sé um brjóstkassasig að ræða. Hingað mætti sem sé vinurinn þægur og góður klæddi sig í sloppinn sem lá á borðinu fyrir utan stofuna og í hanska og kom svo inni og heilsaði kærustuparinu og leit út eins og strengdur kettlingur sat hér hress og kátur og gat aldrei lagt handleggina að síðum það sem saumarinr héldu þeim uppi og enn sér prinsessan þetta fyrir sér og getur ekki varist brosi. Þessi vinur hefur kíkt oftar en þá notað aðra sloppa, hann á langa sögu sem fjölskylduvinur og vinur kærastans frá barnæsku. Eitthvað gékk afkvæmum kærustuparsins illa að muna nafn þessa vinar. Þegar þau voru yngri og höfðu hitt vininn og áttu að skila kveðju þá kom kannski  "Ég hitti hann vin ykkar og hann bað rosa vel að heilsa" "Hver?" "Þessi sem kyssir alltaf mömmu" Sem sé þessi vinur, sem kyssir alltaf mömmu hefur komið nokkru sinnum og er alltaf hress og hlýr. Fleiri hafa nú komið en hafa þá farið í sloppa númer þrjú og fjögur Cool.

Í hádeginu í dag skaust prinsessan ásamt dóttur sinni á kaffihús og þar sem þær sátu og biðu eftir kaffinu þá fann prinsessan allt í einu eitthvað strjúkast mjúkt við fætur sér og lítur niður og er þá ekki kominn "rauðhærður" köttur að leita eftir athygli. Kötturinn var vel merktur og heitir Bjartur og hann var svo bjartur að þegar dóttirin stóð upp til að sækja kaffið þá stökk hann upp og kom sér vel fyrir í sætinu ofan á kápu dótturinnar og lagði sig Whistling. Þar lá Bjartur í góðu yfirlæti og fékk klapp og klór frá mæðgunum á meðan þær drukku kaffið og skoðuðu tískublöð. Þegar mæðgurnar hugðu á brottför var náttúrulega nauðsynlegt fyrir dótturina að fá kápuna sína aftur en Bjartur var ekki alveg á því, læsti klónum í kápuna og hélt fast, meira segja mjálmaði en prinsessan var bara ákveðin og dró kápuna undan Bjarti sem skrönglaðist á lappir og var virkilega misboði Sideways. Það síðasta sem mæðgurnar sáu til Bjarts var að hann sat á gólfinu á kaffihúsinu/bókabúðinni og velti vöngum yfir því hvort hann ætti að halda til sín heima eða að finna önnur fórnarlömb sem hann gæti platað til að klapp sér og klóra Joyful.

Kærustuparið veit enn ekkert um framhaldið, veit ekki einu sinni hvort kærastinn fær eitthvað að koma heim á næstunni en vita þó að nú er hann "penískur" og þá er að bíða eftir að hvítu blókornin fari að koma fram aftur og þá fer kannski eitthvað að skírast en það eru alla vega tvær eða þrjár vikur í það Woundering.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

o það hefði verið gaman að fá að sjá vininn í sloppnum . Baráttukveðjur áfram og hlakka til að sjá ykkur. Ps. fer ekki að koma tími á okkur og Eddu að taka smá´spjall ??? getum meira að segja komið á kaffihúsið á spítalanum ef sjúklingurinn vill fá pásu frá þér hehehheh knús á ykkur!!

Sandra Jonasdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 812

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband