Matur eða MATUR!

Kæra dagbók þá er prinsessan vöknuð eiturhress og strengjalaus þökk sé pilates-tímanum Smile.

Eftir leikfimina í gær átti prinsessan rólegan dag, verslaði í matinn, tók sér góðan göngutúr og skúraði pallinn og sat aðeins úti í sólinni.  Þá tók prinsessan stóra ákvörðun, já nú var tími til kominn að prófa matinn á Mangó bar! Væri maturinn eitthvað líkur vertunum þá mætti sko ekki missa af honum. Prinsessan dreif sig í bifreiðina og ók af stað í fallegu veðri en sólin var orðin ansi sigin á himninum og allt að taka á sig bleikan óraunveruleika blæ. Maturinn á staðnum var í stíl við sólarlagið eða óraunverulega góður. Prinsessan hélt að hún eldaði bara ágætan kjúkling en þess var einhvern veginn ennþá betri og meðlætið frábært, skammturinn að vísu of stór fyrir prinsessuna sem þó er átvagl. Prinsessan fékk meira að segja félagskap við "átið" því "vertynjan"snæddi með prinsessunni sem var sko góður félagsskapur og skemmtilegur svo ekki sé talað um lúksusinn að geta talað á ástkæra móðurmálinu. Hér talar prinsessan mest ensku, svolítla dönsku og reynir svo að bögglast við kaffipantanir og þakkir í búðum á spænsku. Ef Mango bar auglýsir lokun á næstunni verður það vegna ofsóknar prinsessunnar á staðinn FootinMouth.

Í dag er auglýst að íslendingar á svæðinu ætli að koma saman og horfa á handboltann í dag svo að prinsessan ætlar að drífa sig á staðinn og vonar að allavega útsendingin verði betri en í gegnum tölvuna og ekki sakar að heyra fagnaðarlæti í öðrum en Dolla W00t.

Bless  kæra dagbók og bestu kveðjur heim og njótið þess sem þið hafið Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  • Það er nú dálítið erfitt að lenda alltaf í stærðfræðiþraut áður en hægt er að takast á við athugasemdir við blogginu þínu-en þetta hefur nú yfirleitt tekist að lokum
  • Ég væri nú alveg til í að heimsækja þennan dásemdar matsölustað sem þú gefur svona góða einkunn en því miður sé ég ekki fram á að það verði að raunveruleika á næstunni
  • En þaðer gaman að lesa um það hvernig þú eyðir tímanum við mannlífsrannsóknir og neyslu góðs matar og góðra drykkja-og svo auðvitað að skúra pallinn þinn- bara frábært
  • Vona að þú eigir skemmtilegan dag með fjörugum, skemmtilegum og áhugaverðum Íslendingum í dag og að þú fáir ástæðu til að fagna vel og innilega að leik loknum eins og við hér heima.
  • Ég er búin að vera að passa litla kút alla vikuna eins og aðrar vikur á þessu ári, svo var sá eldri hjá mér í nótt og er enn (mamman í Kolaportinu) og í kvöld ætlum við að hafa hátíðarfjölskyldugrill því litla barnið mitt verður 30 ára á mánudaginn
  • Hafðu það gott skvízípæ, hs

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 10:40

2 identicon

Elsku dúllan mín ! Þú heldur uppteknum hætti sé ég og ert dugleg við að hugsa um pallinn þinn og svoleiðs. Hmm ég held ég hafi aldrei skúrað minn pall, stundum sprautað yfir hann og sópað Held nú samt að það sé meiri hiti núna hjá þér heldur en á mínum palli, við Margrét  sátum samt í pottinum langt fram eftir nóttu í gær og höfðum það mjög notalegt. Það snýst allt um STRÁKANA OKKAR þessa dagana og mér finnst það geggjað gaman. Þú ert í sama gír og Tryggvi , hann ætlar að vera með samlöndum að horfa á leikinn, en hann er búinn að vera í mikilli hættu að verða rekinn af hostelinu sem hann gistir á sökum ofsafenginar hegðunar á meðan leik okkar manna stendur. En elsku dúllan mín nú er að fara að undirbúa sig fyrir leik, verðum í bandi.

Risaknús yfir á pallinn þinn 

Ásta 

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 11:43

3 identicon

Jájá njóttu vel.....

sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 833

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband