Liðleikar!!

Kæra dagbók þá er prinsessan búin í "pilates" leikfimistíma, þetta voru mjög góðar æfingar og vel farið í öll atriði. Eitthvað hefur nú prinsessan tapað af sínum fyrri liðleika, kannski misminnir hana, axlirnar orðnar stirðari og ekki eins auðvelt að beygja sig saman. Allt gékk þó vel og prinsessan varð líklega ekki sjálfri sér né landi og þjóð til mikillar skammar en eitt er víst að í þessa tíma ætlar prinsessan að mæta vel og reglulega til að verða jafn liðug sjötug og konan í bleika dressinu Cool.

Í gær dag fékk prinsessan sér langan göngutúr meðfram strandlengjunni fór svo og keypti kerti og endaði á kaffihúsi en klikkaði á því að biðja um kaffið í bolla eins og hún gerir vanalega og fékk auðvitað glas sem var lífsins ómögulegt að halda á sökum hita. Prinsessan reyndi að vefja servettu utan um glasið jafnvel fleiri sérvettum en ekkert dugði svo hún endaði á að láta kaffið aðeins kólna, því miður Shocking. Þarna var gott að sitjna í sólinni og fylgjast með fólki sem gékk hjá. Síðan dreif prinsessan sig heim og setist út á pall með tölvuna í fanginu til að fylgjast með handboltanum en netsambandið var afleitt svo að leikurinn hikstaðist áfram en prinsessan þrjóskaðist við og kláraði leikinn glöð í bragði. Svo er bara að sjá hvað gerist á sunnudaginn, alvega væri óskandi að hafa betra netsamband.

Eftir að prinsessan snæddi þennan líka góða heimaeldaða kjúkling kveikti hún á nýju kertunum og eftir að hafa reynt að fylgjst aðeins með fréttunum á spænsku skellti hún annari seríu af "Sex and The City" í spilararnn og horfði á fjóra þætti í röð. Svo skemmtilega vill til að prinsessan sá aldrei aðra seríu heima á sínum tíma þannig að þetta er hin besta afþreying, kannski að prinsessan versli sér bara popp fyrir kvöldið.

Bless kæra dagbók og vonandi gengur lífiði vel á Íslandi þrátt fyrir fjarveru prinsessunnar, hún sendir allavega bestu kveðjur og þúsund kossa Kissing.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leikfimi, göngutúr meðfram strandlengjunni, kjúklingur og kaffi þetta hljómar eins og í draumi (fyrir utan kaffið...væri meira til í Irish Coffee) héðan er allt gott að frétta og spennandi að sjá leikinn á morgun! Ég er að vinna til kl 13 og leikur byrjar kl 13  svo útihlaup verða að bíða þar til eftir leikina:-))) hafðu þ.að sem allra best kkv SJ

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband