Prinsessustælar!

Góðan daginn kæra dagbók þá er prinsessan búin að senda kærasta heim til ástkæra ylhýra og "litlu barnanna". Prinsessan situr út í sólinn, það passar þeir spáðu rigningu Smile.

Eitt er það sem er alveg að gera útaf við prinsessuna, enda er hún nú einu sinni prinsessa en það er fólkið sem kemur og rótar í ruslafötunum. Hér eru tveir stórir dallar fyrir götuna og eru þeir tæmdir mjög oft en það kemur ekki í veg fyrir það að á hverjum degi kemur fólk og hverfur hálft ofan í rusluð og rífur í sundur fínu plastpokana og leitar í þeim, af hverju veit prinsessan ekki. Hins vegar er prinsessan búin að sjá það að hér er ruslið flokkað og endurnýtt en á allt annan hátt en á Íslandi.

Í göngutúrum kærustuparsins hafa þau oft rekið augun í söluskylti á húsum "Se Vende" og bara hér í nágrenninu er ógrynni húsa til sölu og í gær fór eitt svona skilti á hliðið á leiguhúsnæði prinsessunna. Bretarnir eru víst að selja vegna óhagstæðs gengis pundsins gangvart Evrunni. Þeir höfðu selt sína eignir heima hjá sér, keypt hér og ætlað svo að lifa á líferyrinum hér og kom það bara vel út fyrir þá en nú er öldin önnur. Íslendingar eru líka eitthvað að selja og mest er það vegna þess hve óhagstæð krónan er gagnvert Evrunni og því hafa afborganirnar af lánunum hækkað gífurlega. Spánverjarnir rífast svo og skammast yfir því að hafa tekið upp Evruna því þeir væru mun betur settir með Pesetana sem þeir hefðu þá getað fellt gengið á núna í kreppunni. Spurningin er þá hvað með Evruna?

Jæja kærastinn ætti að fara að lenda í London og koma svo seint í kvöld til Íslands og þá á hann sko skilið að fá að sofa út í fyrramálið því prinsessan vill endurheimta hann eins fljótt og auðið er, kannski að  læknarnir hleypi honum út fyrir landssteinana í mars. Prinsessan verður nú ekki ein þennan tíma því hún er svo heppin að eiga stór systur sem ætlar að koma 3. feb. og vera til 17. feb. Systirinn veit náttúrulega ekkert hvað prinsessan er erfið í sambúð en hún hefur breitt bak og hefur sýnt að hún þolir ýmislegt. Hér verða því bara 4 rúm laus frá 3.-17. febrúar en 5 til 3. feb og svo eftir 17. feb. eða þar til einhver ákveður að það sé bara miklu nær "að sitj´undir pálma í sólskini" .

Bless kæra dagbók og bestu kvejur heim og áfram Ísland Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl mín kæra, alltaf jafn gaman hjá þér.  Hér er bara rok og rigning.  Gott að vita af rúmunum hjá þér, maður getur a.m.k. látið sig dreyma.

Kveðja til þín og njóttu þess að vera í sólinni.

Anna Stína.

Anna Kristína (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband