Jafntefli, hvað er nú það!

Kæra dagbók vegna lélegs internetssambands innandyra situr prinsessan yfirleitt úti með tölvuna í fanginu þegar hún er á netinu. Hins vegar er hægt að hlaða inn eitthvað úti og skoða inni og stundum vill svo vel til að hægt er að skoða léttari síður innan dyra. Það var einmitt það sem kærustuparið var að gera í gær, voru með stillt á mbl.is og fylgdust þar með leiknum en síðan var uppfærð á einnar mínútnu fresti og á 59. mínútu voru Íslendingar tveimur mörkum yfir og svo kom 60. mínúta! Vá hvað gerðist kannski var bara eins gott að fá þetta í einnar mínútu skömmtum Sick.

Kærustuparið fór niður í bæ í gær í þessu líka fína gönguveðri, spókuðu sig á strandgötunni fóru á kaffihús þar sem prinsessan gat aldeilis slegið um sig og pantað sér kaffi með mjólk og ostaköku með jarðarberjum auk þess að panta samloku og bjór handa kærastanum Grin. Þegar svo þjóninn kom með pöntunina að borðinu kom hann kærustuparinu alveg á óvart því hann færði þeim nákvæmlega það sem prinsessan taldi sig hafa pantað og brosti sínu blíðasta þannig að kærustuparið klikkti út með að segja "Gracias" og þá var þjónninn enn ánægðari, kærustuparið var bara farið að halda að það fengi engan reikning fyrir frábæra frammi stöðu, en nei 8,20€. Það var laveg í lagi því kærastinn borgaði. Prinsessan er nefnilega svo ánægð með Spánverjana þeir rétta alltaf herranum reikningin án þess að spyrja, heima virðist þetta eitthvað vafamál þá er alltaf spurt "hver borgar" nema á fínni stöðunum þá fær herrann reikningin. Kannski að þetta sé ástæðan fyrir því hvað prinsessan sækir frekar í fínni staðina FootinMouth.

Kærustuparið fékk þetta fína símtal í kærkvöldi og er meðal annars búið að komast að því að þrjár mjög skemmtilegar skvísur mæta  vel og reglulega í "World Class" í Hafnarfirði, að vísu ein að vinna en hinar tvær vinna ekki minna í sínum æfingum. Mikið rosalga hlýtur að vera gaman þarna og mikið helgið Smile.

Bless kæra dagbók og vonandi fauk enginn í gær í rokinu en allir fá kveðjur frá kærustuparinu í sólinniKissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ turtildúfur! héðan er allt ágætt að frétta viðð Hrönn hlupum í morgun en náðum að halda okkur í snertingu við malbikið þrátt fyrir mikinn vind Hlaupið hafði svo góð áhrif á mig að ég fór í Kringluna og tók smá kast í búðunum eftir smjög langa pásu

Jú þær eru duglegar að hreyfa sig skvísurnar í WC það er engin spurning!

Nú ætla ég að henda í mig kvöldmatnum fyrir leikinn og hrinja í það ef Íslendingar vinna og skella mér á ball í Mosó hehehheh knús í hús!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 833

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband