Umhverfisfræðsla!

Kæra dagbók þá er góður sumardagur runninn upp og veðurútlitið gott næstu daganaSmile.

Ég skrapp í gær í íbúðina og þegar ég geri það þá kanna ég alltaf umhverfið í smá göngutúr og líst alltaf betur og betur á staðinn Grin. Í gær fann ég fyrsta safnið sem við kærustuparið skoðum saman. Safnið er í innan við 5 mínútna göngufæri og heitir "Vin og spiritus museum" og finnst mér nauðsynlegt fyrir okkar reynsluheim að skoða þetta safn vel og vandlega Wink.

Beint á móti safninu er gömul lestarstöð sem skipt hefur um hlutverk og þar er stór stórglæsileg matvöruverslun með gífurlegt úrval af mat- og hreinlætisvörum fyrir heimilið, annað eins hef ég aldrei séð og hef þó víða farið Cool. Kjötið, fiskurinn, grænmetið, ávextirnir, ostarnir, nýbakaða bakrísbrauðið og bara allt vakti lukku hjá mér og mig langaði bara að fara að elda en það gerist nú ekki oft.

Þarna á "lestarstöðinni" er líka veslun sem selur golf-vörurnar sem ekki seldust í fyrra. Liturinn frá því í fyrra, veit náttúrulega ekki hvort hægt er að láta sjá sig með "dótið" frá í fyrra eða í fötunum en verðið er að minnsta kosti mjög gott og mér sem finnst allt dýrt í Svíþjóð Tounge.

Professor Olle kom og talaði við okkur Eyjólf í gær og vill bara að fara að útskrifa kappann á næstu dögum sem er óneitanlega mjög góðar fréttir því Eyjólfur hefur verið mjög duglegur að fara ótroðnar slóðir í sínum veikindum. Við bíðum spennt eftir að komast í íbúðina og svo er von á góðu fólki í heimsókn. Vigfús kemur 29. júní og ætlar að vera hjá okkur í vikur. Sama dag koma Inga og Siggi (t/foreldrarnir) þau verða á hóteli og fara svo í heimsókn til vinafólks sem býr hér sunnar í Svíþjóð en koma svo aftur til okkar 10. eða 12. júlí og verða með okkur í þrjá eða fjóra daga. Þetta allt saman finnst okkur mjög spennandi og hlökkum til GrinLoL.

Bless kæra dagbók og takk fyrir allar kveðjurnar sem koma með þér að heiman.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl.  Gott að heyra að það sé farið að ganga betur hjá Eyjólfi.  Já Rannveig nú er bara að fara í viðhald og fylla upp í hrukkurnar!!!!  Við förum í fyrramálið og verðum í sólinni í tvær vikur.  Hreinn og Hrafnhildur ætla að gifta sig 18. júli þannig að við verðum brún og sæt í veislunni.  Annarst bara allt gott að frétta héðan.

Gangi ykkur vel.

Kveðja,

Anna Stína.

Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:23

2 identicon

hæ hæ ! frábært að heyra að það eigi að fara að útskrifa Eyjólf. Hafið það sem best. Það verður ekki leiðinlegt að fá stuðpinnann hana Ingu  tengdu og Sigga  í heimskókn.  kær kveðja frá Stebbu og Snorra    

Stefanía Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband