23.6.2009 | 07:17
Umhverfisfræðsla!
Kæra dagbók þá er góður sumardagur runninn upp og veðurútlitið gott næstu dagana.
Ég skrapp í gær í íbúðina og þegar ég geri það þá kanna ég alltaf umhverfið í smá göngutúr og líst alltaf betur og betur á staðinn . Í gær fann ég fyrsta safnið sem við kærustuparið skoðum saman. Safnið er í innan við 5 mínútna göngufæri og heitir "Vin og spiritus museum" og finnst mér nauðsynlegt fyrir okkar reynsluheim að skoða þetta safn vel og vandlega .
Beint á móti safninu er gömul lestarstöð sem skipt hefur um hlutverk og þar er stór stórglæsileg matvöruverslun með gífurlegt úrval af mat- og hreinlætisvörum fyrir heimilið, annað eins hef ég aldrei séð og hef þó víða farið . Kjötið, fiskurinn, grænmetið, ávextirnir, ostarnir, nýbakaða bakrísbrauðið og bara allt vakti lukku hjá mér og mig langaði bara að fara að elda en það gerist nú ekki oft.
Þarna á "lestarstöðinni" er líka veslun sem selur golf-vörurnar sem ekki seldust í fyrra. Liturinn frá því í fyrra, veit náttúrulega ekki hvort hægt er að láta sjá sig með "dótið" frá í fyrra eða í fötunum en verðið er að minnsta kosti mjög gott og mér sem finnst allt dýrt í Svíþjóð .
Professor Olle kom og talaði við okkur Eyjólf í gær og vill bara að fara að útskrifa kappann á næstu dögum sem er óneitanlega mjög góðar fréttir því Eyjólfur hefur verið mjög duglegur að fara ótroðnar slóðir í sínum veikindum. Við bíðum spennt eftir að komast í íbúðina og svo er von á góðu fólki í heimsókn. Vigfús kemur 29. júní og ætlar að vera hjá okkur í vikur. Sama dag koma Inga og Siggi (t/foreldrarnir) þau verða á hóteli og fara svo í heimsókn til vinafólks sem býr hér sunnar í Svíþjóð en koma svo aftur til okkar 10. eða 12. júlí og verða með okkur í þrjá eða fjóra daga. Þetta allt saman finnst okkur mjög spennandi og hlökkum til .
Bless kæra dagbók og takk fyrir allar kveðjurnar sem koma með þér að heiman.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komið þið sæl. Gott að heyra að það sé farið að ganga betur hjá Eyjólfi. Já Rannveig nú er bara að fara í viðhald og fylla upp í hrukkurnar!!!! Við förum í fyrramálið og verðum í sólinni í tvær vikur. Hreinn og Hrafnhildur ætla að gifta sig 18. júli þannig að við verðum brún og sæt í veislunni. Annarst bara allt gott að frétta héðan.
Gangi ykkur vel.
Kveðja,
Anna Stína.
Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:23
hæ hæ ! frábært að heyra að það eigi að fara að útskrifa Eyjólf. Hafið það sem best. Það verður ekki leiðinlegt að fá stuðpinnann hana Ingu tengdu og Sigga í heimskókn. kær kveðja frá Stebbu og Snorra
Stefanía Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.