5.6.2009 | 07:16
Komin til útlanda!
Kæra dagbók nú fengum við kærustuparið bara smá þef í gær, af því að vera í útlöndum . Við fengum lánaðann bílinn á Ronald McDonald og fórum í smá bíltúr. Þar sem ég er svo hlíðin og stillt stúlka þá fór ég í einu og öllu eftir tilmælum tengdamóður minnar og ók varlega og passaði mig að vera alltaf á löglegum hraða
. Við vorum ekki búin að aka lengi þegar við tókum eftir því að hver bifreiðin á fætur annarri hraðaði sér fram úr, hvar vorum við á Íslandi eða hvað var eiginlega að gerast. Ég ákvað í snarhasti að ég hefði lesið vitlaust á skiltið með hraðatakmörkunum og jók ferðina í 80 km á klst enn héldu bifreiðarnar áfram að fara fram úr. Þá sá ég nýtt skilti og það stóð 70 á því, hvað var eigninlega að gerast? Okkar kenning er sú að það sé alltaf verið að prófa Svíana í stærðfræði og að þeir eigi að bæta 20 við og aka á þeim hraða en samt sem áður komumst við að því að þeir eru misgóðir í samlagningu því einhverjir voru á 100 og jafnvel yfir. Við létum þetta ekki slá okkur út af laginu og höfðum orð hennar tengdamóður minnar í heiðri og héldum okkur á þeim hraða sem skiltin sögðu, enda gékk þessi bílferð mjög vel og var skemmtileg
.
Sömu sögu er ekki að segja af "út að borða" ferðinni . Við ákváðum nefnilega að frúin þyrfti nú eitthvað í svanginn áður en hún færi að urra og þá sáum við gult hús sem óneitanlega minnti á Emil nokkurn í Kattholti, því það líktist stórbýli úr þáttunum. Utan á húsinu stóð "Kök og pizza" sem gefur náttúrulega góð fyrirheit . Við skelltum okkur inn og ég pantaði mér pizzu og var boðið á salatborð á undan. Í salatfötunum voru tangir sem áttu að auðvelda manni að færa salatið á eigin disk en þetta hentaði henni mér ekki sérlega vel því "blobbs" tönginn hrökk upp og opnaðist og salatið fór út um allt, nú er búið að setja upp skilti á veitingastaðnum og á því stendur "Rannveigar bannaðar" þannig að kæra dagbók ef þú átt leið um Svíþjóð og ætlar að næra þig þá skaltu segast vera frá Finnlandi
. Pizzan var hinsvegar mjög góð og ég mæli með staðnum
.
Nú hinsvegar kæra dagbók fer ég að rúlla út á flugvöll að sækja litla barnið mitt sem ætlar að gleðja foreldra sína með nærveru sinni næstu vikuna .
Bless bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og vonandi verður gott veður þar hér er nefnilega að bresta á með bongoblíðu.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi verður bongóblíða hjá ykkur alla vikuna, Bestu kveðjur darlingar
Mamma og pabbi í sveitinni
inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 12:50
Komið þið sæl, mikið er gaman fyrir ykkur að fá dúlluna til ykkar. Rannveig mín passaðu þig á að keyra ekki neinn niður, haltu þig á veginum.
Kveðja til ykkar,
Anna Stína.
Anna Kristín (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 15:34
Sæl Rannveig.
Bloggið þitt er einstaklega skemmtilegt, gangi ykkur vel í baráttunni og til hamingju með duglegu börnin ykkar.
Kveðjur, Anna Björg.
Anna Björg (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.