Veðurfréttir eða veðurspá!!

Kæra dagbók í gær var lífinu tekið með mikilli ró hjá kærustuparinu Smile. Í veðurfréttum hafði komið fram að það ætti að rigna svo þetta átti að vera tilvalinn dagur til hvíldar, prjónsköpunar (já er að semja), tónlistariðkunar já og bara vera inni og gera ekkert sérstakt. Nei nei þetta var allt saman smá misskilningur hjá prinsessunni, þetta voru víst ekki veðurfréttir heldur veðurspá. Það er nefnilega mikill munur á spá og fréttum eins og Íslendingum ætti að vera velkunnugt um núna. Fréttst hefur af Íslenskum hagsýniskonum að hella í sig rauðvíni til að forða því frá skemmdum í "spáðum" jarðskjálfta og svo bara kom hann ekki Sick. Sama gerðist hér; prinsessan dreif sig út fyrir allar aldir og fór í könnunar leiðangur um landareignina (heitur skokk hjá henni), flýtti sér svo út í búð að byrgja sig upp af matvælum fyrir rigninguna og á heimleiðinni er ekki frá því að tveir dropar hafi fallið Errm svo var sest að prjónaskap og lagst í sófann og beðið eftir rigningunni. Um sexleytið hafði enn ekki rignt en komin sól og blíða svo prinsessan dreif sig í göngutúr. Þar sem hún var ein á ferð ákvað hún að drífa sig í "fjallgöngu" en þetta gífurlega "fjall" er hér handan við hornið og heitir "Vanadislunden" en Vanadís var eitt af heitum Freyju sem var ein gyðjan í ásatrúnni. Hæðin á þessu "fjalli" er líklega svipuð og á Hamrinum í Hafnarfirði, norðvestannmegin frá (þar er hærra) en hér er malbikaður vegur upp svo þetta gékk vel á opnum Ecco sandölum. útsýnið af toppnum er alveg frábært og vel þess virði að leggja þessa "fjallgöngu" á sig þó maður sé prinsessa Kissing. Þarna í "fjallshlíðinni" er sundstaður mjög skemmtilega hannaður og eftlaust frábært að vera þarna í góðu veðri en nú er ekkert vatn í lauginni og enginn starfsemi í gangi og hefur eftlaust ekki verið í sumar, það finnst prinsessunni fúlt Frown því þarna væri gott að sóla sig og njóta lífsins á góðviðrisdögum.

Eftir "fjallgönguafrekið" var "tabas" kvöldverður yfir sjóvarpsfréttum en prinsessan býður öðru hvoru upp á "tabas" enda vel sigld og gott að nýta svona flott nafn á afganga Cool.

Þessa stundina er kærastinn að ryksuga því það er ekki prinsessuverk, hún passar sig þó á því að vera ekki fyrir og hefur fætur upp í sófa. Prinsessan þarf nefnilega nauðsynlega að blogga en kærastinn á að æfa sig með því að gera "dagleg verk" og undir það hlýtur ryksugun að falla, ekki bara að standa upp og ná sér í kók eða ganga bara um íbúðina Blush.

Bless kæra dagbók og nú er bara að drífa sig og endurnýja þær byrgðar sem eru uppurðar eftir spáðann jarðskjálfta Wink.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ,,,,alltaf góðar með sig prinsessurnar,en það er bara í góðu lagi ef einhver möguleiki er á því, þá er bara að nýta sér það, hafið góðan dag kæru vinir hahaha. Kv. S og SV.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 10:02

2 identicon

Hæ hæ, frábært að hafa FJALL í svona mikilli nálægð þú ert semsagt komin í utanvegahlaup.....spurning um að hlaupahópurinn komi og kanni þessa leið!!!!! Mér finnst þú nú vera frekar góð af prinsessu að vera að lyfta fótunum upp fyrir Eyjólf en hann duglegur!! ég ætla sko að segja kallinum frá þessu þegar ég kem heim..hann er nefnilega svo mikill keppnismaður að hann gerir örugglega gott betur en að ryksuga ef ég segi honum þetta já þetta með rauðvínið, ég nðáttúrulega fattaði að eftir að ALLAR flöskur höfðu klárast að þá væri ráð að kaupa bara rauðvín í kassa ef maður skyldi lifa jarðskjálftann af hagsýn!!! eins og prinsessan. Frábært að nefna matinn tapas í stað topp tíu eins og ég hef vanist hahhahh have a nice day snillingar!!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 13:03

3 identicon

Hæ bæði tvö.  Frábært að Eyjólfur er kominn á ryksuguna.  Svo þegar að þrekið er orðið meira getur hann jafvel gripið rykið áður en það fellur á gólf og aðra muni. Þá þarf prinsessan heldur ekkert að vera að hugsa um að fæturnar hennar séu fyrir.  Það er örugglega góð æfing sko að grípa rykið.  Ekki það að ég hafi prófað.  En eiginmaðurinn hefur áhyggjur af því að þú prinsessa missir niður hæfileika á að ryksuga.  Honum finnst mjög varasamt að þú látir hann um þetta starf.  Við fórum á sænska bíómynd í gærkvöldi.  Karlar sem hata konur.  Ein að betri myndum sem ég hef séð og þær eru ekki fáar.

Bestu kveðjur til ykkar beggja

Edda (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 831

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband