Meiri endurheimtur?

Kæra dagbók nú fór prinsessan á bauninni bæjarferð í gær en kom heim smellulaus þó að smellukaup hafi verið grunnástæða ferðarinnar FootinMouth. Þar sem alltaf er hægt að skreyta bæjarferðir með ónauðsynjum þá ákvað prinsessan að kanna vöruúrvalið í "fínni" búðum Stokkhólms, merkjabúðum og svona "Sævar Karl" búðum. Þarna voru útsölur eins og annarsstaðar, prinsessunni til mikillar undrunar sá hún engin föt eða skó sem freistuðu hennar, kannski vegna þess að þetta var allt saman útsölugóss og prinsessur klæðast náttúrulega ekki í "last season" föt. Það sem prinsessan sá var hins vegar góður arftaki "galdratöskunnar" sem hefur fylgt henni stíft undanfarin ár sérstaklega á ferðalögum Cool. Arftakinn var taska frá "Miu Miu" sem hafði kostað 13250 krónur en var nú á 50% afslætti, sem sé á 6525 krónur en prinsessunni fannst peiningunum betur varið í annað, hvað svo sem þetta "annað" er Woundering. Næst hélt prinsessan á kaffihús og fékk sér kaffi og eina sæta og ákvað að hringja í kærastann, smá eftirlit, athuga hvort hann hefði tekið lyfin og borðað eitthvað Blush. Prinsessan hefur náttúrulega beðið, hálf kvíðin, eftir persónuleikabreytingum sem maður hefur heyrt af hjá þeim sem farið hafa gegnum merggjöf og líffætagjöf. Við fréttum af einum sem fór að sækja svo í að fá sér eitt rauðvínsglas að kvöldi og síðar kom í ljós að gjafinn var vínplantekrueigandi frá Ítalíu og fleiri slíkar sögur höfum við lesið og heyrt af Errm. Þar sem Eyjólfur fékk stofnfrumurnar frá Þjóðverja mátti búast við bjórdrykkju, mikilli skipulagningu fram í tímann (hefur reyndar verið til staðar) og það sem hefur valdir prinsessunni mestum kvíða en það er aðhaldssemi á fé Crying. Þar sem kærastinn hefur alla tíð verið afar rausnarlegur á það sem væri fyrir prinsessuna, föt, skartgripi og skemmtun, þá hefur örlað á smá óöryggi hjá prinsessunni þegar kærustuparið hefur farið í verslanir. Ekkert hefur borið á aðhaldsemi þvert á móti, prinsessan þarf aðeins að stíga á bremsunrnar. Nema hvað þegar prinsessan var að ræða við kærastann í símann á kaffihúsinu nefndi hún svona í framhjáhlaupi töskuna flottu og hagkvæmu og sleppti ekki verðinu. Kærastinn átti ekki orð yfir aðhaldseminni W00tog fór fram á að prinsessan snéri við og festi kaup á þessari fínu tösku. Einhverjar vöflur komu á prinsessuna, reyndar gerðist hið ótrúlega, hún átti ekki orð en stundi "ég nenni ekki að fara til baka, ég bara geymi þetta" Errm.

Eftir að prinsessan skakklappaðist heim dró hún kærastann út á smá göngu og á "café" þar settist parið niður að svala þorstann og taskann góða barst aftur í tal, kærastinn enn hneykslaður á aðhaldssemi prinsessunnar og hún að afsaka sig Frown og sagðist bara ekki geta hugsað sér að eyða svona miklu í eina tösku það væri svo margt annað hægt að gera við peningana, "hva þú ert jafn fátæk fyrir sexþúsund kall" sem sé kærastinn hélt allan tímann að prinsessan væri að tala um íslenskar krónur sem hún hélt að væru löngu úreltar eftir þriggja mánaðar dvöl með sænskar krónur Tounge.

Nú er bara að skella sér á sjúkrahúsið því Eyjólfur er að fara í blóðprufu og svo á kaffihús á eftir. Hér rigndi eins og hellt væri úr föru í nótt en nu er komið fínt veður, það má sko rigna allar nætur fyrir mér og svo vil ég útivistarveður á daginn og er nokkur ástæða til að neita prinsessu Halo.

Bless kæra dagbók og gaman að fá allar þessar góðu kveðjur að heiman og áfram með góða veðrið heima!! Smile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Rannveig mín.

Gaman að heyra hvað allt gengur vel og þið ánægð. Þið hafið verið heppin með íbúð og örugglega staðsetningu. Fylgist með ykkur á blogginu þegar ég kem heim úr sveitinni annars slagið. Bestu kveðjur til ykkar beggja.

Margrét Böðvars.

Margrét Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 09:11

2 identicon

Smá kveðja héðan.

Mikið er ég sammála þér með að það eigi að rigna á nóttunni. Hér kvikna skógareldar vegna þurrka, eða trúlega vegna heimskra manna. Ertu að tala um 100 þúsund kr tösku á tilboðinu? Það má kaupa nokkra kaffibolla fyrir það og til hvers að eiga tösku sem í er tómt peningaveski. Mikið ertu skynsöm.

Guðríður Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 10:53

3 identicon

Komið þið sæl, já af hverju ekki kaupa töskuna!!!! Rétt hjá þér Rannveig mín þú getur gert fullt fyrir peninginn, ekkert smá verð fyrir tösku.  Rannveig, það er búð í Gamla Stan sem heitir Gudrun Södrer að mig minnir, þú ættir að kíkja þangað, skemmtileg búð, hún er sænsk.  Hér er farið að kólna aðeins, prinsinn minn fór Laugarveginn í dag og kemur heim á þriðjudaginn.  Þar sem hann hefur verið að bera út moggann í sumar kemur það í hlut foreldrana að bera hann út og þurfum við því að vakna snemma  en við látum okkur hafa það.  Annars bara allt gott að frétta af okkur.  Gott að allt gengur vel hjá ykkur, góðir hlutir gerast hægt.

Kveðja frá okkur á Völlunum,

Anna Stína.

Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 21:58

4 identicon

hæhæ nótt núna en vaknaði og kíkti á hitastigið 6 gráður kl. 1 ekki sátt farin að sofa aftur, gott að heyra að Eyjólfur MÁ FÁ SÉR BJÓR gangi honum bara vel og ykkur báðum...KV. Sigurlaug og Sigurjón mamma þín hefur það gott.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 832

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband