Meira túristað!

Kæra dagbók hér opnuðust gáttir himins í nótt og það rigndi svo rosalega að við vöknuðum við lætin Errm en  nú hefur stytt upp og við erum á útleið. Í gær var yndislegt veður til að skoða borgina, lítil sól en hlýtt. Við fengum okkur hjól og hjóluðum um 1000 metra eða heilan kílómetra, það finnst mér mjög gott og miklar framfarir Smile reyndar allt svona frekar niður á við, en... Við lögðum hjólunum ekki langt frá sjó og komum auga á bátana sem fara með "túristana" í ferðir. Þar með var það ákveðið við skyldum í ferð, alltaf svo skipulögð kærustuparið. Við völdum svona "On and off" ferð og miðinn gildir í sólarhring. Við kláruðum hringinn, það tók nærri klukkutíma. Þar sem við erum svo hagsýn Sick þá ætlum við að nýta miðann á eftir og fara að skoða Vasaskipið, báturinn stoppar við það. Eyjólfur verður að skoða þetta merkilega fyrirbæri já fyrirbæri því þetta lítur nú ekki út fyrir að vera gott sjóskip GetLost skrýtið. Nú er bara að vona að ekki hafi fréttst af ákvörðun okkar svo fólk fari ekki að flykkjast á safnið til að sjá okkur því Eyjólfur á ekki að vera í mannþröng og það hentar nú svona prinsessu líka mjög vel að þurfa ekki að skásjóta sér innan um "túrista" FootinMouth.

Bless kæra dagbók, við fréttum af nýjum palli við við Súfistann í Hafnarfirði svo nú er gott að drekka kaffið/kókið  þar í góða veðrinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá það er gott að fá fréttir frá Svíþjóð um að það væri kominn pallur við Súfistann, ekki vissi ég það!!! ..... bæði bý og vinn í Hafnarfirði!´Góða veðrið er nú svo gott að ég rétti af fólki sem flúði tjaldsvæi fyrir austan á laugardag vegna vatns sem náði upp að hné í tjaldinu þeirra....það rigndi á sumum stöðum en það er búið að vera ótrúlega heitt..........þótt það hafi verið hálfpartinn við frostmark fyrir norðan í síðustu viku gott að heyra að það séu ´til hagsýnir Íslendingar hahahha kærar kveðjur til ykkar ástarfuglanna!!!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 958

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband