Túristar á ferð!

Kæra dagbók þá er þetta orðið of seint fyrir Victoríu krónprinsessu Crying, Prinsessan á bauninni tók tæknina í sínar hendur og hjólaði um landareignina í morgun og náð því að nema allan Hagaparken með höllum, útihúsum, að auki tilheyrir Brunnsviken með öllum þeim skemmtibátum sem þar eru landareigninni. Nú verður Victoría bara að leita sér að öðrum stað til að búa á eftir giftingu, hún gæti náttúrulega reynt samningaviðræður við prinsessuna á bauninni, það má þá eftirláta henni Valhöll, í því ástandi sem hún er í í dag en þá fylgir ekkert landrými.

Í gær var farið í siglinu út á Skerjagarðinn og að sjálfsögðu hættu veðurguðirnir við rigninguna og sólin braust fram úr skýunumSmile, að vísu blés nokku. Sjóarinn fyrrverandi lét það nú ekki á sig fá og naut ferðarinnar út í ystu æsar og má fullyrða að það gerðu ferðafélagar líka Grin. Aðstaðann um borð var mjög góð, við fengum flott borð og góð sæti og snæddum góðan málsverð meðan við sigldum út í Skerjagarðinn.Þar sem prinsessan á bauninni var til sjós mörg sumur á sínum yngri árum og stundaði netaveiðar, já alveg satt,  þá ákvað hún að fara út á dekk og fylgjast með og það var alveg meiriháttar enda báturinn gott "sjóskip"Wink. Báturinn valt ekkert í ferðinni, reyndar vorum við ekki út á rúmsjó heldur innan fjarðar en vindur var töluverður og umferð stórra skipa mikil.

Þegar í land kom brugðum við okkur á Grand Hotel og prinsessan fékk þetta fína kaffi á barnum, aðrir ferðafélagar fengu sér meiri svona barveigar en kaffið mitt var það besta sem ég hef fengið síðan ég kom til Stokkhólms Kissing.

 Í dag á að fara  í göngutúr því Eyjólfur er í fullu að byggja sig upp en verður að fara varlega í það, læknirinn sagði meira að segja við okkur að það að ná í djúsglasið sitt og gleraugun væru nægilegar æfingar á eftir það sem á undan er gengið. Við förum því varlega en ákveðið í uppbygginguna.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim í góða veðrið og á yfirfullu tjaldstæðin GetLost.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um að gera að fyrir Eyfjólf að fara varlega.  Það er bara frábært að niðurrifið sé búið og uppbyggingin hafin.  Hann getur svo notað næstu 40 árin í að spítta í. 

Edda (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 958

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband