Af afgreiðslumálum!!

Kæra dagbók þá erum við búin að sofa eina nótt í íbúðinni og ég að fara í "kuffulagið" og versla smá í matinn og síðan var góður morgunverður ala Rannveig-húsmóðir Smile.

Veistu kæra dagbók  að hér eru jólasveinar um hásumar, lenti á einum slíkum í gær Angry. Ég fór í apótekið á sjúkrahúsinu til að ná í lyfin hans Eyjólfs að ég hélt, með miða og alles en lyfjafræðingurinn afhenti mér engin lyf  þegar ég afhenti miðann svo ég áræddi að spyrja hvort ég ætti ekki að fá lyf Woundering en nei svarið var "bara að koma með miðann með undirskrift, öll lyf fara upp". þar sem við höfðum bæði undirritað miðann og ég enginn lyfjafræðingur né sérfræðingur í málefnum sjúklinga frá Íslandi þá keypti ég bara hitamæli í rólegheitum og fór upp. Þegar að okkar elskulega Sigrún Grin var að fara yfir málin fyrir heimferð og ræða hvað bæri að varast og hvað væri sniðugt að gera, hvernig væri með lyfin þá kom að sjálfsögðu í ljós að ég átti að fá lyfin afhent niðri þar sem búið var að taka þau til í stóran poka. Nú voru góð ráð dýr búið að loka apótekinu og við á leið af sjúkrahúsinu, ég hugsaði ein nótt í viðbót allt í lagi en þá sá ég svipinn á Eyjólfi, hann vildi komast út, búin að vera þarna í nær tvo mánuði. Við fengum lyfjaskammt fyrir hálfan sólahring svo nú þarf ég að fara með leigubíl upp á sjúkrahús og sækja lyfin, það versta er að ég vil ekki skilja Eyjólf eftir í meira en klukkutíma en það verður víst að vera svo. Ég fer líklega rétt eftir hádegi því þá ætti að vera lítil umferð og ég fljót í förum Undecided.

Ég á sem sé í eilífðar vandræðum með afgreiðslufólk í hinum ýmsustu verslunum, t.d. prjónabúðum. Áður en við fórum út varð ég að byrgja mig upp af mínum lyfjum og var búin að því viku fyrir brottför en uppgötvaði svo daginn áður er við áttum að fljúga að ég var ekki með nóg af einu asmalyfinu og skrapp niður í Fjörð til að leysa það út, var á hraðferð, tók við lyfjapokanum, borgaði og heim Woundering. Seint um kvöldið þegar ég var að pakka kom í ljós að ég hafði verið afgreidd með röng lyf og ekki í fyrsta né annað skipti á þessum stað og hefði því átt að vera búin að læra af reynslunni. Elskurnar í Bílaapótekinu redduðu mér og biðu með að loka svo ég næði lyfjunum, þar slapp ég fyrir horn því þær voru svo almennilegar þarna SmileSmile..

Nú er ég búin að lesa allar bækurnar sem við komum með og orðin garnlaus þannig að ég þarf að gera eitthvað í málinu. Ég fer þó ekki til "stórvinkonu" minnar, því það er of langt í þá garnabúð og of mikið úr leið héðan. Annars ók "bróðir" hennar mér í leigubíl um daginn Angry og það var orðið ansi stutt í "haltu kj.." hjá mér en ég bað hann blessaðann að kvarta bara við Stockholm Care yfir því að ég fengi leigubílamiða þegar maðurinn minn væri hér á sjúkrahúsi þó var ég búin að reyna að hugga hann með því að Sjúkratryggingar Íslands borguðu. Stockholm Care hefur séð um málefni Íslendinganna sem koma hér vegna lækninga. Ég hef verið hálfstressuð síðan að taka leigubíl en er harðákveðin að svara næst á Íslensku Halo.

Bless kæra dagbók og farðu nú að láta hlýna á Íslandi, fyrst fólk gat ekki velt sér upp úr dögginni á Jónsmessu fyrir kulda þá þarf eitthvað að gera í veður málunum. Ég segi hins vegar enn og aftur "Globa Warming" hvað Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja það hefur verið kósí stund hjá ykkur í morgun eitthvað sem við hin ættum að meta betur.....nú er það spurning... á ég að senda þér bók eða boxhanska (ef þú skildir taka taxa aftur) svo getur þú gert eins og tengdo gerði í Danmörku farið að safna serviettum hafið það sem allra best kv SJ

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 19:29

2 identicon

Bestu kveðjur til ykkar og bíð spennt eftir framhaldi

 Edda

Edda (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 838

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband