Framhaldssga!

Kæra dagbók eins og ég nefndi við þig í gær þá var ég að fara að kaupa garn Smile. Ég ætlaði nú ekki að láta  einhverja "grumpy" saleswoman vera fúla við mig Cool. Hún á örugglega ekki elskulegan mann og frábær börn og kemur eflaust frá Svalbarða og á bágt en ég ætlaði samt ekki að láta hennar "frustriasjónir" eyðileggja minn dag, hún hafði ekkert með það að vera svona eigingjörn. Ég náði í orðabókina og æfði mig alla leiðina í lestinniWoundering, það tekur alveg eina og hálfa mínútu (1og1/2 mín) að fara þessa vegalengd. Ég sat í þungum þönkum og æfði setninguna "ni er mycket oartig mod en ljushårig kvinna fra Island" sú skyldi sko fá að heyra það. Angry Ég hraðaði mér úr lestinni arkaði ákveðnum skrefum að garnabúðinni og snaraðist inn og gékk beint að garninu, tók tvær dokkur og beint að afgreiðsluborðinu. Stendur ekki þarna eldri kona (örugglega tveimur árum eldri en ég) og hún bara brosir fallegu brosi til mín og segir "hej, nu ha vi regn". Ég stóð þarna gjörsamlega óundirbúin og stundi upp "hej" Blush,  sú eldri brosti og sagði "någet annat?" og ég stundi "nej tack" , hvað var eiginlega að gerast! "Så er det attioåtta" og ég "Varsågod og tack så mycket". Ég snaraðist út úr búðinni og var jafnmikið miður mín og þegar "grumpy"  hafði afgreitt mig, hvernig gat ég hugsað svona illa til afgreiðslustúlku og svo var þessi broshýra og almennileg kona að afgreiða. Hér með er ég hætt að tuða yfir fúlu afgreiðslu fólki, þar til næst.

Eftir sögulegan gærdag dreif ég mig á lappir í morgun, heldur seint og dreif mig í fitnessið. Þar tók ég bara nokkuð stífa æfingu, að mér fannst W00t veit ekki hvort frú Sigríður einkaþjálfari er sammála en ég varð rennandi blaut og þreytt í vöðvunum. Mér var ekki boðið upp á kaffi en ég fann örugglega kaffilykt svo kannski næst! Það var illa mætt í fitnessið, við vorum tvö, almennilegi Svíinn var á staðnum og bauð góðan daginn og virtist alveg vera búinn að fyrirgefa mér lögguna og slökkvuliðsbílana sem mættu síðast þegar ég hitti hann. Svo ég fór heim sæl og glöð en kaffilaus.

Nú er mættur næringafræðingur til að kenna okkur hvernig fæða er æskileg á næstunni fyrir Eyjólf.  Hann er mun sprækari í dag og er komin á lyf til að bæla höfnuna og þau eru þegar farin að virka.

Jæja kæra dagbók þá er að taka til við mataruppskriftirnar og fara að prjóna! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ,,,,vertu nú góð við þessa konu í garnbúðini hún vill öllum örugglega vel ekki setja upp einhvern hundshaus hin var send til Svalbarða v/ fýlu hahahaha eða segjum það vonandi hittir þú hana ekki aftur þú verður bara að fá uppl. hvenær hún er að vinna Rannveig mín. Sigurjón er búin að vera veikur alla vikuna er svo slæmur í maga getur sama og ekkert borðað og má hann nú ekki við því og hefur littla orku og ekki getið verið í vinnu en þetta lagast vonandi og þá kem ég honum út í göngutúra til að hann nái upp orku,,,, kv. Sigurlaug og Sigurjón.

Sigurlaug Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 20:53

2 identicon

Komið þið sæl elskurnar mínar, gott að þú fékkst garn Rannveig, já rétt hjá þér við eigum ekki láta gamla kerlingu setja okkur út af laginu.  Hér hefur ringt og sólin skinið inn á milli.  Hér reið snarpur jarðskjálfti sem átti upptök sín við Grindavík, 3,9 stig, sem betur fer var ég ekki heim, var að keyra.  Annars bara allt gott að frétta, lífið gengur sinn vana gang á klakanum.

Gangi ykkur vel,

Anna Stína

Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 22:08

3 identicon

Elsku Rannveig, var svo mikið að hugsa til ykkar hjóna og fann til með Gúgglinu og gott að heyra að vel gengur. Þú mættir senda svolítið af sólinni hingað heim , við atvinnukylfingarnir þurfum líka á smá birtu að halda :) Til hamingju með dóttirina, skrýtið hvað þessir krakkar vaxa hratt, eru alveg að ná okkur.

Bestu baráttukveðjur til Eyjólfs, tekur sig afar vel út í bankaræningjaóutfitinu  , Sigrún

Sigrún Björg Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 22:31

4 identicon

Sælveriði elskurnar mínar! Bara að bjóða ykkur góða nótt þó að þið séuð sofnuð fyrir 2 tímum. Það hefur verið þvílíkt rok og rigning með köflum hér í dag, en eg sé að í Stokholmi verður 25 stiga hiti á morgunGeymi ykkur allar góðar vættir, pabbi byður að heilsaMamma frá Selló

Inga María eyjófsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband