3 dagar!

Kæra dagbók!

Þá er ég búin að fægja silfrið og pakka í plastpoka og vona að það verði ekki allt orðið svart í haust. Tók líka allt úr skenknum og hornskápnum og pakkaði niður en er samt ekkert að flytja og treysti littlu börnunum mínum alveg til að nota þetta en.  Þar sem að ofn sprakk í stofunni í vetur og vatnskemmdir urðu á parketinu, þarf að skipta því út, reyndar átti það að gerast í mars en svona er allt. Nú verður léttara fyrir húsgagnaflytendur að vinna þegar parketmenn mæta eftir miðjan maí : ).

Ég var líka mjög dugleg í kvöld enda fékk ég svo gott að borða, þurfti hvorki að elda né ganga frá bara að borða vel og fá Irish Mist í eftirrétt, "Thats live".

Ég ætla að fá mér nýtt skartgripaskrín, frétti af einu í dag þar sem vaxa peningar og ég meina sko ekta peningar þetta voru evrur.

Við höfum tekið á móti góðum kveðjum í dag frá vinum sem við eigum virkilega eftir að sakna í sumar. Skrítið að vera fara svona lengi í burtu og vita í raun ósköp lítið hverju við eigum von á og litlu börnin okkar verða skilin eftir heima. Veit ekki hvort við eða þau verða aumar held viti það nú samt. Jæja kæra dagbók nú á bara að skella sér í ræktina í fyrramálið, allavega í kaffið og halda svo áfram að undirbúa brottför. Eyjólfur er  með kvefpest eins og annarhver Íslendingur hér á landi í dag og úthaldið er ekki gott en við fórum samt til litla bróður og Sollu og átum á okkur gat og nutum samvista við bestu frændur Eyjólfs : ) : ) : )

Góðan nótt kæra dagbók!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er ég búin að setja þessa síðu í uppáhalds, svo nú verður þú að standa þig að skrifa hér inn svo ég geti blaðrað því í vinnunni :) Risaknús til ykkar og gangi ykkur rosa,rosa vel. kv.Ásta Eyjólfs

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 18:56

2 Smámynd: Rannveig Vigfúsdóttir

Takk fyrir gamla og góða!

Ég vísa þá bara í þig varðandi upplýsingar. Hef meiri tíma síðar.

Bestu kveðjur

Rannveig Vigfúsdóttir, 30.4.2009 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 829

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband