Fattarinn hrökk í gang!!

Kæra dagbók þó að prinsessan sé prinsessan á bauninni þá er alveg óþarfi að hafa baunina á milli eyrnanna uppþornaða Crying og án hlutverks en það hefur sem sé gerst!!  Fattarinn eða baunin hrökk í gang í gærkvöldi þá fór prinsessan að muna eftir svipuðum asma í Svíþjóð í sumar eftir að hafa flutt í "íbúðina" og kærastanum datt það snjallræði í hug að taka allar mottur úr íbúðinn og vefja þær saman og setja í geymslu. Prinsessan dreif sig nefnilega í það í gærkvöldi að henda út mottu af stofugólfinu og pullunum úr sófanum og sá að allt var í litlum dökkum hárum og kuski Tounge. Mottunni rúllaði prinsessan saman og setti í geymslu en ryksugaði pullurnar og barði úti á palli, setti í sófan og náði í stórt lak og breiddi yfir sófann og settist niður og horfði á veðurfréttir. Ekki er að sökum að spyrja prinsessunni leið betur og enn betur í kvöld, loftið eitthvað léttara. Prinsessan veit að hún er með asma og svo er hún líka með hin ýmsu ofnæmi ofan á asmann og getur því veriði með slæmann asma án þess að vera með ofnæmi og eins getur ofnæmi ýtt undir asmann. Niðurstaða prinsessunnar er sem sé sú að þó Spánverjar séu grátandi í hverjum fréttartíma yfir kulda þá flokkast þetta varla sem kuldi fyrir íslenska prinsessu en eitthvað annað hefur verið að angra hana og nú er allt á góðum batavegi og ekki sakar að prinsessan er búin að fá kærastann til sín. Kærustuparið var einmitt að koma úr svo frábærum mat á Mangó-bar að þau sitja bæði afvelta og dæsa.

Bless kæra dagbók og bestu kveður héðan frá pakksaddri og sælli prinsessu Kissing InLove.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband