Skilningu prinsessunnar eykst!

Kæra dagbók nú skilur prinsessan alveg af hverju "Kong Christian IV" lét byggja Sívalaturninn í Kaupmannahöfn með akvegi fyrir hestvagna nær alla leið upp Cool. Í gær fór prinsessan nefnileg í kirkjuturn í afar sögulegri kirkju í "Elche/Elx" . Prinsessan dró "háaldraða", skít lofthrædda systur sína upp í turninn til að skoða útsýnið yfir borgina vitandi að út var mistur yfir öllu og útsýnið takmarkað. Þarna örkuðu systur upp 270 þrep og hvert þeirra var á hæð eins og hálfs þreps og stigagangurinn þrengdist eftir því sem ofar dró, mikið var nú gott að systur eru ekki meiri um sig en raun ber vitni. Efst uppi var alls ekki hægt að mæta neinum, ekki einu sinni hægt að snúa við, svo ef einhver hafi ætlað að snúa við þá var það ekki hægt Blush. Útsýnið reyndist nú vera þó nokkuð þrátt fyrir mistur og pálmaskógurinn í Elche, sem er á Unesco skrá og má því ekki hrófla við, er ótrúlega stór. Prinsessan komst hins vegar að þeirri niðurstöðu þegar niður var komið að líkamlegt ástand hennar er ekki eins gott og hún hafði fulla trú á áður en uppganga hófst. Prinsessan skjálfandi í fótleggjum skoðaði þó kirkjuna á eftir og er hún stórfengleg eins og reyndar margar kaþólskar dómkirkjur eru en það "sniðuga" við þessa kirku er að hún hefur í gegnum tíðina nokkru sinnum skipt um hlutverk þ.e. verið Moska, Orthodokskirkja, Róm-versk kaþólsk og nokkru sinnum endurbyggð frá því um 420 e.kr.

Systur skröngluðust svo út úr kirkjunni og á fyrsta kaffihús sem reyndist heita "Café París", ekki fer sögum að því hvort að þetta er íslensk útrás eða tilviljun en kaffið var gott. Þarna eru "serveraðar" fleiri fleiri tegundir af kaffidrykkjum og sumir þeirra með áfengum mjöð út í. Þar sem prinsessan var akandi á "sinni" eðalbifreið þá valdi hún sér heitan kaffidrykk með ískúlu og þá var í lagi að fá sér ís, "stóra" systir var áræðnari í kaffivali og fékk einhvern göróttan kaffidrykk og var hann þeirri náttúrugæddur að ekki var möguleiki að fá sér nema einn skammt sökum sætleika en einn var víst góður Wink.

Einu vandræðin sem systur lentu í voru þau að eftir þessa fótaáreynslu var lífsins ómögulegt að máta skó, hvað þá að versla þá þó að Elche/Elx sé mest skóframleiðsluborg Spánar og skóbúðir á hverju strái Sick

Heimferðin gékk vel, allavega sváfu systur í sínu húsi í nótt!

Bless kæra dagbók nú á að bregða sér á pallinn, Soffía afgreidd, sólin skín og kannski best að bregða sér í göngutúr síðar í dag Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíana

HALLÓ!! Byrja á skónum! *dæs*

 En ertu að pína systur þína? Þurftirðu nokkuð að bera hana niður aftur?

Júlíana , 17.2.2010 kl. 16:50

2 identicon

Mér þykir þú huguð að fara svona með systur þíns, hélt að hún hefði fengið nóg af háum turnum í áttræðisreisu okkar mæðgna.

Þóra Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 814

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband