Viðvörun!

Kæra dagbók þá ætlar prinsessan að senda út viðvörun Devil!!! Ekki taka mark á svona yfirlitstölum um veðurfarsmeðaltöl!!! Prinsessan las það að í Torrevieja væru að meðaltali 360 sólardagar á ári og prinsessan gerir sér fulla grein fyrir því að það þýðir ekki að það séu engin ský á himni og veit líka að þau geta verið nokkur í sól. Samkvæmt útreikningum prinsessunnar ættu að vera fimm dagar, reyndar sex í hlaupári, fyrir rigningu Sick. Samkvæmt þessum útreikningum verða næstu tvo ár rigningarlaus og allt útlit er fyrir að þau verði fleiri, því frá því prinsessan kom hafa ellefu dagar boðið upp á rigningu, mismikla að vísu en eitthvað rignt yfir daginn í þessa ellefu daga. Í morgun fór svo prinsessan að kíkja á veðurspána til að gera ferðaáætlanir fyrir systurnar og þá er bara spáð rigningu, miskmikilli þó, frá fimmtudegi til mánudags Angry þetta gladdi ekki systur og eins ruddust áhyggjubylgjur að prinsessunni, aumingja Spánverjar verða vatnslausir eftir þetta ár og ferðamannaiðnaðurinn hrinur og það tekur mörg ár að byggja hann upp aftur Frown.

Í gær var mistur yfir og systur ákváðu eða öllu heldur prinsessan skipaði svo fyrir að nú skyldi gömul kirkja hér í nágrenninu skoðuð og þorpið um leið. Til að sannfæra "stóru" systur sagði prinsessan að þorpið héti "San Miguel" eins og bjórinn og hann væri því örugglega framleiddur þarna og þá væri þar bjórverkssmiðja með krá þar sem bjórinn væri seldur á verksmiðjuverði. Þegar systur komu í þorpið voru miklar framkvæmdir þar í gangi og götur lokaðar og uppgrafnar. Ekki fundu systur kirkjuna né leiðavísi að henni og þar sem þetta var á síestutíma þá var ekki sála á ferðinni og ekki hægt að spyrja til vegarFootinMouth. Enginn merki um bjórverkssmiðju sáust og héldu því systur niður að strönd og snæddu þar á strandbar sem er eflaust frábær í sól og sumaryl en nú var mikill raki og ekki nógu hlýtt en góðar veitingar. Seinna um daginn komst prinsessan að því að það væri engin bjórverksmiðja í "San Miguel" svo "stóra" systir missti ekki af miklu.

Bless kæra dagbók og nú er bara að nýta þessa rigningalausu daga sem framundan eru áður en rigningu næstu ára fer að skella á Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja eðalbornu systur Það rignir líka á hjá okkur, bara svo þið vitið það. Allt er nú með rólegara mótinu þessa dagana. Engin próf, foreldradagar, eða annað svoleiðis stúss. Bara að troða endalausum fróðleik inn í höfuðið á blessuðum börnunum. Framundan er árshátíð hjá okkur, þátttakan er eitthvað dræm, en okkur er alveg sama. Ætlum að skemmta okkur rosa,rosa vel . Haltu áfram þínum frábæru skrifum , það er svo gaman að lesa þau.

Knús í kaf

Ásta 

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 15:09

2 identicon

Mikið er nú gott að það fer vel um ykkur systur. Hér er líka rigning og hiti, búin að standa út í garði og reyna að telja páskaliljurnar á að bíða aðeins með að spretta því það gæti komið frost. Þær gegna ekki hvað sem ég segi.

Það er reyndar smávandamál í gangi, ég kemst ekki til Reykjavíkur þar sem mamma er ekki til að gefa mér kaffi, en það er hægt að lifa við það í smá tíma. Þú skilar henni bara í betra formi.

Þóra Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 814

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband