Sjónvarpið!

Kæra dagbók þá hefur prinsessan eytt meiri tíma yfir sjónvarpinu síðustu sólahringa en hollt getur talist. Spánverjar fjalla varla um annað en "vonda" veðrið, snjóinn og kuldann fyrir norðann og í fjöllunum. Áðan kom hins vegar "afar" áhugavert innslag um vaxmeðferðir, háreyðingu, það skondna var að þetta voru háreyðingar á karlmönnum. Karlagreyin lágu þarna á bekkjum og á þá var borin einhver "drulla" sem harðnaði og svo var rifið af, þeir áttu fullt í fangi með að sýna af sér karlmennsku og kveinka sér ekki en það lá í augum uppi að þeim fannst þetta ekki þægilegt. Prinsessunni þótti þetta svolítið skondið, sá fyrir sér sinn heittelskaða fara og láta" klæða sig úr lopapeysunni". Reyndar var hann alveg hárlaus stóran hluta síðasta árs og þrátt fyrir stórkostlegan sparnað í sturtusápuinnkaupum þá er prinsessan á því að mæla alls ekki með vaxmeðferð fyrir kærastann, hún kann betur við hann í "peysunni".

Prinsessan skellti sér í hana "Soffíu" í morgun en það er líkamsræktarstöðin sem varð fyrir valinu hjá prinsessunni, nú fer hún sem sé í "Soffíu" til að rækta sig. Ræktin var fín og vöðvar komu ágætlega undan afslöppun en þegar prinsessan ætlaði í sturtu komst hún að því að sturtan var ísköld þar sem rafmagnið hafði farið af stöðinni í nótt. Það hentar nú ekki prinsessunni á bauninni, ekki nennir hún að vera að gefa upp öndina á Spáni Sick. Prinsessan sleppti því sturtunni og lagðist á bæn í bílnum um að vatnið væri komið á heima en það var tekið af í gær vegna vangreidds reiknings Angry eigenda hússins. Þar sem prinsessan var fljót að kvarta undan vatnsleysi var brugðist hratt við og reikningurinn greiddur fyrir klukkan tvö í gær og spánska vatnsveitan lofaði að koma vatninu strax á aftur en þetta með strax hjá Spánverjum er ekki alveg það sama og strax hjá prinsessunni og núna sólahring síðar er ekki enn komið vatn þrátt fyrir að það sé búið að þrýsta á vatnsveituna mörgu sinnum. Prinsessan situr því og bíður eftir að komast í sturtu að vísu hitaði hún vatn úr flösku og þvoði sér svona að mestu svo lyktin er ekki kæfandi.

Prinsessan er svolítð andlaus í dag, ætli andinn hafi ekki fokið í rokinu í gær en hann kemur eflaust með sólinni sem er að brjótast fram.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvízípæ. Jæja, þá eru prófin búin, yfirferð þeirra og skráning og þá er það foreldradagurinn á morgun. Þú manst nú hvernig þeir eru, maður er úrvinda eftir þá þannig að ég er nú að spá í að fara að koma mér brátt í rúmið með  Mankel vini mínum!

Mér finnst þú ótrúlega dugleg við alls konar rækt þarna úti, hér lufsast ég áfram og geri ekkert af viti en vonandi kemur það brátt. Bestu kveðjur dúlla, hs

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 20:37

2 identicon

Vita Spánverjar ekki að þú ert kona með blátt blóð í æðum??

edda (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 834

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband