Sól!

Kæra dagbók þetta eru nú meiri hörmungarnar sem ganga yfir Spánverja þessa dagana. Fyrst mætir prinsessan á bauninni á svæðið, síðan kólnar svo að ekki hefur verið kaldara síðan mælingar hófust og snjó kingdi niður um nær allan Spán. Nú hefur ekki betra tekið við því nú rignir og hvorki hús né önnur mannvirki eru byggð til að þola þetta álag. Nú falla aurskirður og vegir og hús skemmast og sumstaðar hefur fólk þurft að spenna upp regnhlífarnar innan dyra til að rennblotna ekki. Prinsessan og hennar nábúar hafa þó sloppið þó að á  Costa Blanca svæðinu hafi ekki mælst eins lágt hitastig í mannaminnum þá hefur hitinn lægst farið í 6°C eina nóttina og en það var bara einu sinni, núna eru t.d. 17°C og hálfskýjað og spáð hækkandi hitastigi og meiri sól næstu daga. Spánverjar eiga við mikinn uppskerubrest að stríða og dýrin eru að farast úr kulda fyrir utan alla eyðileggingu á mannvirkjum og bílum.

Kærustuparið unir nú samt sátt við sitt, heldur sig mest heima í þægindum enda kærastinn ekki búinn að ná fullu þreki en hann vinnur vel að því að styrkjast. Prinsessan nýtur þess að fara í göngutúra og "kuffulagið" og hefur ekki enn orðið landi og þjóð til skamma svo að hún viti en aldrei að vita "betur sjá augu en auga"

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og rétt að geta þess hvað prinsessan var ánægð með að Rústbjörgunarsveit Íslands var fljót að bregðast við kalli og halda til Haiti, enda er prinsessan af góðum og gildum slysarvarnarættum og henni slysavarnir og hjálparstarf í blóð borði, en lítið hefur verið um framkvæmdir af hennar hálfu  Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl skötuhjú! gott að heyra að allta gangi fram á við hjá ykkur þþótt það gangi allt á afturfótunum hjá spánverjum....ég læt mig dreyma um ferðavinning til Evrópu svo ég geti smakkað þetta ódýra og góða rauðvín og jafnvel til að hitta þig eftir að kærastinn er farinn heim það er aldrei að vita nema kallinn gefi mér ferð í útskriftargjöf hehheheh ég þyrfti nefnilega að fara í æfingabúðir bæði í golf og skokk og til að hvíla ig í sólinni.

Hafið það sem allra best !

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 958

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband