Hlýnandi veður!

Kæra dagbók það er nú meira hvað Spánverjarnir geta gert mikið úr veðrinu og prinsessan sem hélt að Íslendingar væru sérfræðingar í því. Prinsessan komst að því að veðurguðirnir hafa heldur betur hresst við komu hennar og nýjustu fréttir herma að annað eins veður hefur ekki komið síðan 1952, snjóað út um allan Spán, ekki hér við ströndina. Uppskerubrestur er víða og skemmdir á bílum sem renna til í hálkunni enda enginn á negldum hér. Hitinn hér hjá okkur fór niður í 8°C sem þykir mjög mjög kalt en prinsessan gat nú samt farið og verslað í matinn og á kaffi hús. Hitastigið hefur hækkað síðustu dagana og í gær dag fór hitinn yfir 15°C í forsælu.

Kærustuparið fór um daginn til Alicante og á leiðinni óku þau á milli tveggja vatna og þá fékk nú prinsessan fyrir hjartað því hvít stór korn flugu yfir veginn, vá var farið að snjó hjá okkur, heim bara strax, betra að vera þar í snjó! Kærastinn benti prinsessunni pent á að þetta væri salt, þetta væru saltvötn og mikil salt vinnsla í gangi og hitinn 12°C sem gerði það ómögulegt að þetta væri snjór, dásamlegt að hafa svona mannvitsbrekkur með á ferðalögum finnst prinsessunni.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og í guðsbænum farið varlega í hálkunni Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varstu nokkuð búin að leggja of hart af þér við vínsmökkunina þegar að þú sást allan snjóinn? 

Edda (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 958

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband