15.9.2009 | 13:43
Geymd en ekki gleymd!
Kæra dagbók þú ert ekki gleymd en prinsessan hefur átt við leti að stríða . Prinsessan hefur verið önnum kafinn siðan hún sté fæti á íslenska grund, önnum kafin við að vera komin heim .
Prinsessan er með röðunaráráttu og voðalega veik fyrir hólfuðum boxum og kössum og ákvað þegar hún kom í "höllina" sína að nú þyrfti að raða aðeins betur. Prinsessan greip sir bróður traustum tökum þegar hann í sakleysi sínu mætti, samkvæmt venju, í kaffi með meðlæti um hádegi á laugardegi og dreif hann með sér í IKEA. Prinsessan holl Svíum, ákvað að nú væri kominn tími á ný náttborð eða öllu heldur litlar kommóður sem hægt væri að raða í. Það tók tímann sinn að fara í gegnum alla verslunina og þegar loks var komið á lagerinn til að sækja tvö stykki litlar sætar kommóður þá voru þær uppseldar, ein útlitsgölluð reyndar til . Þarna eru samskipti prinsessunnar við IKEA síðustu þrjátíu árin komin i hnotskurn, fyrst tekinn langur tími yfir Ikea bæklingi, varan valin, farið í verslunina og allt annað skoðað og síðan að sækja fyrirheitnu vöruna og þrátt fyrir að vara séð sögð til inn í búð þá er hún horfin af lager, væntanleg eftir tvær vikur ef hún kemst fyrir í pöntuninni . Þar sem að prinsessan er bráðlát kona þá er sko mikil hætta á að Ikea verði af viðskiptum prinsessunnar að þessu sinni og prinsessan verði búin að finna allt aðra lausn þegar kommóðurnar mæta í Ikea og jafnvel að hún hafi bara alls ekki verslað neitt heldur fundið einhverja allt aðra lausn á sínu tilbúna vandamáli eins og hún hefur svo oft gert áður .
Kærastinn hefur verið þreyttur en heilsan hefur lagast eftir síðasta bakslag og þó undarlegt megi virðast hefur hann ekki enn verið dreginn á Súfistann eða Te og kaffi en brátt verður nú gerð bragarbót á því .
Bless kæra dagbók og prinsessan hefur þau áform að vanrækja þig ekki alveg .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.