11.9.2009 | 11:57
Langdvöl erlendis!
Kæra dagbók nú vinnur prinsessan að því hörðum höndum að aðlagast lífinu hér á Íslandi eftir langa dvöl á erlendri grund . Í gær ákvað prinsessan að nú þyrfti nauðsynlega að fjárfesta í nýrri handryksugu þar sem sú gamla hafði gefið upp öndina áður er haldið var erlendis. Ekið var beinustu leið í Smáralindina þar sem kærustuparið mundi eftir verslun þar á neðri hæðinni sem seldi hin ýmsu heimilistæki þar á meðal handryksugur. Verslun á heppilegum stað, lítil keyrsla á tímum okurverðs á bensíni og svo ekki sé talað um kaffihúsin í Smáralindinni. Kærustuparið lagði bifreiðinni og arkaði í búðina hvað allt önnur verslun í plássinu, búið að loka fyrirheitnu hemilistækjabúðinni. Nú voru góð ráð dýr; átti að spandera í meira bensín eða kaupa öðruvísi handryksugu í næstu búð . Bensíneyðsla varð fyrir valinu og haldið í aðra verslun, stórverslun á sviði raftækja og þar var fyrirheitna ryksugan til. Þarna rak kærustuparið augun í lítið nett nuddtæki sem hentaði vel á hálsríg kærastans og þar sem byrjað var að versla á annað borð var verslað lítið nett vöfflujárn þar sem vöfflujárnið með 25 ára reynsluna hafði orðið eldi að bráð síðasta vetur þegar mæðgurnar reyndu sig við vöfflubakstur. Núna er búið að ryksuga og nudda og hita hálsríg en þar sem maður á ekki að taka alla pakkana upp í einu þá var vöfflujárninu skellt fullpökkuðu inn í skáp enda á að spara það svoltítið áfram, það er svo glansandi og flott, ekkert ráð að vera að skíta það út . .
Núna í dag fer kærastinn í endurskoðun inn á Landspítala til að kanna hvernig hann kemur út eftir Svíþjóðardvölina og hér eftir verður eftirlitið á Íslensku en prinsessan sér samt ekki annað en hægt verði að bregða sér á kaffihús eftir skoðun, það er jú komið í vana og slæmt að vera að sleppa "gömlum" og góðum siðum þegar enginn nýr og betri hefur enn litið dagsins ljós .
Bless kæra dagbók nú er prinsessan að hugsa um að fara að skoða golfsettið og athuga hvort ekki væri hægt að slá úr fötu einhvern tíma um helgina eða jafnvel eitthvað meira, hver veit .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin heim og til hamingu með nýju heimilistækin, bíð nú og vona að þú bjóðir mér og skrímslunum mínum í vöfflur við gott tækifæri ;)
Jóhanna sæta frænka (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.