Loksins Vasasafnið!

Kæra dagbók þá komst prinsessan og hennar hirð loksins að í Vasasafninu Smile. Kærastinn og Sir bróðir voru mjög áhugasamir og mynduðu í gríða og erg ásamt því að skoða, lesa, spá og spekulera. Reyndar hafði prinsessan einu sinni áður komið á safnið ásamt krónprinsessunni sinni en sá helling nýtt og áhugavert núna en eftir nærri tveggja tíma rölt var prinsessan orðín skrítin í augunum, með nefrennsli og var farin að hnerra. Var prinsessan að detta í flensu Sick ? Nei nú dró aðeins frá hjá prinsessunni, hún mundi allt í einu að hún var "prinsessan á bauninni" og það með renntum. Málið er að hitastigið í safninu er frekar lágt vegna varðveislu munanna en hitastigið var hins vegar um 23°C utandyra sem þýddi að þetta voru ofnæmisviðbrögð og eins gott að bregðast við í snarhasti Shocking. Ekki vildi prinsessan þurfa sprautu og sjúkrahúsdvöl, nóg komið af því með öðrum, svo hún dreif sig í snarhasti upp á restaurantinn, pantaði sér te og kaffi og rauk með það út í sólina og jafnaði sig á rúmum hálftíma Sideways. Hirðin fékk að borða á meðan prinsessan var að jafna sig og var nokkuð ánægð með sinn hlut Cool.

Síðan dreif hefðarfólkið sig á Skansen, skoðaði gömul hús og norræn dýr. Bjórarnir sáust ekki í búri sínu svo prinsessan brá á það ráð að bjóða herrunum upp á bjór í krús til að bæta fyrir skaðann og var það vel þegið Wink.

Á heimleiðinni hoppaði Sir-inn inn í H&M og verslaði sér buxur og tvenna boli á 6 mínútum, geri aðrir betur. Stefnan tekin á Hard Rock Cafe, þar var smá bið eftir borði inni svo hefðarfólkið skemmti sé yfir knattspyrnuleik og var ánægt með gang mála fyrstu 30 mínútur leiksins. Síðan var vísað til sætis og pantaðar steikur og rif. Þá var aðeins kíkt aftur á leikinn og þá urður sumir fúlir, staðan eitthvað breyst, svona er bara að halda með "asnanal" Blush. Maturinn var rosalega góður og hefðafólkið fór sælt og satt heim og var frekar snemma í rúminu, alla vega langt síðan sumir herramenn fóru svo snemma í rúmið á laugardagskvöldi en það er agi í húsum prinsessunnar Grin.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til allra Kissing. Aðalmálin hjá sir-inum!Nauðsyn?Afslöppun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ skvís, nú er aldeilis stutt í ykkur Maður var hálf þreyttur eftir fyrstu vikuna í skólanum ob börnin miklu þreyttari Gott að þú ert kominn með fylgdarmann í heimferðina, svona konungborið fólk verður að geta farið um án þess að vera truflað. Við fórum í berjamó í gær og nú er ég að hamast við að hreinsa og setja í fyrstir svo ég eigi nóg í bústið í vetur. Í guðana bænum passaðu þig, ekki hugsa bara um kærastann, þín heilsa er líka mikilvæg og þú verður að hafa mikla orku þegar þið komið heim. Jæja elskurnar hlakka til að sjá þig og segi eins og Sandra, nú verð ég að finna aðra afsökun til að skála en að skála í huganum við þig

Risaknús yfir hafið 

Ásta Eyjólfs

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband