Jæja!

Kæra dagbók þá er kominn mánudagur og síðasti dagur ágústmánaðar, sem segir að 1. september sé á morgun Wink.

Prinsessan fór ásamt sínum tveimur herramönnum í brunch í Hagparken í gær í góðu veðri og smá könnun var gerð á landareigninni svona í leiðinni Wink. Sir bróðir prinsessunnar var ekki eins undrandi á kopartjöldunum og kærustuparið var en hafð enga síður gaman af landareigninni Grin.

Kærastinn var orðinn óskaplega þreyttur Sick eftir þetta og var honum fylgt heim til leggingar en prinsessan fór í hjólatúr og skoðunarferð um miðborgina ásamt Sir-inum. Þegar heim kom og kvöldmatur var í undirbúningi þótti prinsessunni kærastinn ekki vera að sér eins og vera ber svo kærastinn var tekinn til gagngerrar athugunar þar sem hann hríðskalf eins og 7,5 á Ricter. Hann reyndist með 39,6° svo næst var að hringja á Sjúkrahúsið og fara uppeftir með manninn í skoðun. Reyndar hafði hann enginn einkenni nema hitann. Þau á sjúkrahúsinu voru svo ánægð með að endurheimta "sérstaka og einstaka" mannin að honum var haldið yfir nótt Woundering. Þrátt fyrir ýmsar athuganir hefur ekkert komið fram nema gamli "góði" vírusinn sem hann er með og hrellir ekki fullfríska en getur valdi hitaköstum hjá þeim sem ekki eru ekki með ónæmiskerfið í fullu lagi. Prinsessan er núna að bíða eftir að geta fylgt kærastanum heim í íbúðina en fyrst þurfa læknarnir aðeins að ræða málin Sideways og koma að kveðja kærustuparið.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur úr ríki Karls Gústavs Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ, leitt að heyra þetta með Eyjólf en vonandi nær hann sér sem fyrst svo dvölin lengist ekki mikið en allir senda knús og kveðjur.

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 17:47

2 identicon

Hæ kærustupar, úff þetta er sko alveg hundfúllt og mest fyrir ykkur. Við viljum samt að Eyjólfur komi hress heim. Bestu batakveðjur og segðu honum að rífa þetta úr sér sem fyrst  

Risaknús til ykkar beggja, úr Norðurbænum okkar þar sem er sól og blíða núna.

kveðja 

Ásta Eyjólfs

Ásta Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 18:50

3 identicon

Bata- og baráttukveðjur af holtinu, knus og kram til ykkar

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 809

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband