29.8.2009 | 09:06
Laugardagur!
Kæra dagbók þá er upprunninn laugardagur og allir bregða sér í laugarnar nema prinsessan á bauninni og hennar hirð sem er að fara í Vasasafnið og nú á ekki að gefast upp .
Gærdagurinn gékk vel prinsessubróðirinn lenti á fyrirfram ákveðnum flugvelli og prinsessan fylgdi honum til höfuðborgar Svíaveldis . Byrjað var á því að fá síðbúin hádegisverð á neðri hæðinn og síðan var kærastinn sendur inn til að passa íbúðina og hálríginn. Prinsessan dreif bróðurinn hins vegar á hjól og í "túristasiglingu" á milli eyja hér í Stokkhólmi. Síðan var "Gamla Stan" tekin út, farið í nördabúð og á kaffihús . Svo gerðist hið óvænta; prinsessunni datt í hug að kíkja í verslun sem hún hafði oft gengið framhjá, í glugga verslunarinnar voru kvenmannsföt og meðal annars flott prjónuð peysa sem þurfti nánari athugunar við. Þegar inn var komið týndist bróðirinn, sem reyndar er ekki óalgengt en þar sem prinsessan stóð við dyrnar vissu hún að hann hafði ekki farið út og fór því að litast um . Þá kom bróðirinn askvaðandi og dró prinsessun innar í búðina sem reyndist þá ótrúlega stór og var líka húsgagna- og húsbúnaðarverslun. Þarna á neðst hæðinni leyndist elsti veggur Stokkhólms og tilheyrði borgarmúrnum á 12. öld og þarna voru húsgögn til sölu, svona Tekk vöruhúsar stíll. Næst var kíkt aðeins á opinber heimkynni Svíkonungs og þar voru vaktaskipti hjá lífverði konungs og prinsessan uppgötvaði þá að hennar lífvörður er nú mun myndarlegri, herðabreiðari og líklegri til að standa sig í starfi en væskillinn hjá Karli Gústav, bara samanburður á mynd er lífverði prinsessunnar í hag .
Nú var farið að síga á seinni hlutann í úthaldi bróðurins og því var skeiðað áleiðis heim og tekin hjól til að létta heimleiðina . Góða afslöppun heima yfir tapasréttum og pönnukökum ío gærkvöldi mun örugglega auka úthalds dagsins.
Bless kæra dagbók og þá er bara fyrir norðurbæjarbúar að vera búnir að klippa tréin og taka til áður en prinsessan og hennar hirð mætir á svæðið .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er sko einsgott að þú fékkst lífvörðinn strax út, ég var farin að hafa áhyggjur af því að þið væruð ein að þvælast svona án lífvarðar. Mér finnst þessi einkennisklæddi meira líta út eins og sýnishorn af lífverði
Ég heyrði nýja kjaftasögu frá vinafólki að austan......menn og konur sem vinna við Álverið hafa víst verið iðin við að finna sér nýja maka svo nú heitir það ekki lengur Álver heldur "sængurver"... sel það ekki dýrara...........
Kannski ég skelli mér í stuttan göngutúr fyrir svefninn og fái mér eitt rauðvínsglas og skáli við ykkur í huganum .....þetta er agalegt hvað maður er farin að nota það oft að skála við ykkur........verð að fara að finna aðra afsökun áður en þið komið heim.......
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.