25.8.2009 | 08:12
Þrír dagar!!
Kæra dagbók núna eru bara þrír dagar í bróður prinsessunnar. Mikið rosalega verður gaman hjá okkur, það er svo margt að gera og sjá hér í Stokkhólmi og svo eru "NÖRDA" búðir hér
. Áræðanlegar heimildir eru fyrir því að sonur kærustuparsnins sé búinn að fara vandlega yfir það með frænda sínum, hvar "NÖRDA" búðirnar þrjár eru og hvað er til í hverri þeirra. Sem betur fer eru veitingahús á hverju strái hér í borg svo prinsessan getur setið þar meðan karlkynið skoðar "NÖRDA" dótið
.
Kærustuparið fór upp á sjúkrahús í gær og allt sem búið er að athuga er jákvætt og nú eiga bara að vera eftir tvær athuganir fyrir heimferð . Á heimleiðinni var farið á veitingahús og snæddur hádegisverður og þar sem kærustuparið sat og var að kyngja síðustu bitunum, sitjandi utandyra, kemur þá ekki íslenskt par arkandi eftir sjávarsíðunni. Þar voru á ferð hjón sem eru hér í Stokkhólmi sömu erindagjörða og kærustuparið nema þau eru mánuði á eftir okkur í ferlinum. Það var mjög gaman að hitta þau og geta deilt reynslu og skipts á upplýsingum um góða matsölustaði og hvað þyrfti að skoða áður en heim væri haldið
. Nú þarf kærustuparið að vinna úr upplýsingunum og reyna að gera eitthvað sniðugt í dag og meðmælin með borginni verða eftlaust ekki minni eftir daginn.
Það sem helst veldur prinsessunni áhuggjum er að gengið verði fram á "skyndibitavagni" og kærastinn versli sér hálfan meter af lakkrís til að jappla á eða þá "munk" . Prinsessan veit ekki hvort er hræðilegra. Í gær sá hún við honum og settist á kaffihús og fékk sér kaffibolla meðan kærastinn kom nær meter af lakkrís í lóg
. Prinsessan hefur verið að velta fyrir sér af því að sagt er að þeir sem fari í mergskipti séu eins og barn á fyrsta ári, fyrsta árið, mundi maður gefa þriggja mánaða barni lakkrís, "munk" eða bjór
, þetta eru nú bara smá vangaveltur prinsessu.
Fréttir berast að heiman um berjasprettu, fjallagrasatýnslu, börn að mæta í skólana og á meðan situr prinsessan úti í sólinni og prjónar eða fer léttklædd í göngutúra. Hún upplifir sumar en verður svo mætt í haustið eftir viku en þá er bara að vona að einhversstaðar verði til íslensk ber og fjallagrös, prinsessan treystir allavega á að Fjarðarkaup verði á sínum stað með sitt góða úrval .
Bless bless kæra dagbók spurningin sem brennur á prinsessunni núna er hvort hún geti nokkuð hætt að bulla í dagbókina þegar heim verður komið og hvað þá þegar hún verður "alein" á Spáni eftir áramót, hver veit hvað gerist!!!.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ svkízzzz. Ja, misjafnt hafast mennirnir að: Þið í úttlöndum, snæðandi og sötrandi góðgæti í sólinni og svo reyndar sjúkrahúsheimsóknir o.fl. en við hér sofum ekki fyrir vindgnauði og barningi á glugga, reynandi að fá nemendur til að gleyma frelsi sumarsins og hemja sig við skólaborðin með námsgögnin tilbúin. Grey krílin sem eru að koma í 8. bekk vita ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður hjá þeim þessa fyrstu daga.
Ég þyrfti að koma mér í berjamó og ná í e-r bláber en ég fór um daginn og náði í 2kg af krækiberjum og er búin að sulta það, ótrúlega gott bara. Hér áður fyrr fúlsaði ég við öllu nema aðalbláberjasultu en þau fást varla hér á suðurlandinu og maður gerist nú bara búkonulegur og sultar það sem finnst en fæst ekki um það sem ekki fæst.
Nú verð ég víst að hætta, er bara í eyðu í vinnunni og nú eru 8. bekkingar að tínast hingað inn í dönsku.
Hlakka til að sjá þig, kveðjur, dönskukennarinn
Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 10:47
hæ hæ þá er maður kominn til baka úr sælunni! bláberjatínslan var nú ekki meiri en það að ég er að verða búin með berin og ekki búin að sulta. Fjallagrösin eru komin í poka og sviðasultan í form.
Mikið er ég fegin að dönskukennarinn er að kenna syni mínum....ég get vonandi lært eitthvað af honum fyrir danska kvöldið sem styttist óðum í. Keppnisskapið er svo mikið í Elínu ritara að hún hefur dvalið í nánast allt sumar í Danmörku til að leita að rétta dressinu fyrir kvöldið.
Fékk mér rautt í glas ykkur til heiðurs er hjá ykkur í huganum SKÁL!!
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 25.8.2009 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.