21.8.2009 | 07:31
Sól úti og hiti!
Kæra dagbók þá skein nú sólin glatt í gær og kærustuparið lagðist í garðinn og las bækur og slappaði af . Þegar leið á daginn jókst vindurinn og það fannst kærastanum ekki gott og vildi fara inn en prinsessan tók sig til og fór í hjólatúr. Í þessum hjólatúr uppgötvaði prinsessan að "allir" Svíar á leið úr vinnu á fimmtudögum kíkja við á barnum og eiga góða stund með vinnufélögunum, það var mikil stemning í gangi og allir barir fullir af fólki en ekkert vesen .
Í vikunni þegar kærustuparið fór í "Open Bus Tour" voru þau varla sest í vagninn þegar sírenuvæl heyrðist og slökkvuliðs- lögreglu- og sjúkrabifreiðar þustu hjá með blá ljós. Fyrr mátti nú vera athyglin sem ferð prinsessunnar olli, nei þetta var óþarfa viðhöfn fannst prinsessunni . Strætó hélt þó ferð sinni áfram og þegar komið var að ferjuhöfninni og hún skoðuð kom í ljós að lætin voru ekki vegna prinsessunnar, hversu skrítið svo sem það var . Í ljós kom að það eldur hafði komið upp í stóru farþegaskipi sem lá í höfn og flytja þurfti að minnsta kosti tvo farþega og áhafnarmeðlim á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Einhverir höfðu stokkið í sjóinn þegar eldurinn kom upp en samt lá skipið við bryggju og það var heljarinnar fyrirhöfn að ná fólkinu úr sjónum því eingin einföld leið var fyrir fólkið í land þarna í höfninni. Eins gott að vera bara í strætó .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, kærustuparið ætlar að reyna að njóta góða veðursins í Stokkhólmi í dag .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kæra Kærustupar! njótið dagsins í fegurstu höfuðborg í heimi!! Við gamla kærustuparið erum að fara í berjamó með litlu barnabörnunum okkar í góða veðrinu hér á fróni, við ætum að gista í Faxabóli í tungunum(fjölskyldusetrinu)
um helgina. Við verðum í sambandi eftir helgi darlingar. Þúsund kossar yfir hafið til ykkar frá okkur. Amma og afi á Selló
Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.