Sólarblíða!!

Góðan daginn kæra dagbók þá er sko sól og blíða úti og um að gera að fara útSmile. Prinsessan hefur ekkert farið í ræktina í mánuð og skokkferðunum hefur fækkað ískyggilega síðan hérarnir fengu kanínurnar í lið með sér við hlaupin. Nú þykir bara mikið ef prinsessan skokkar tvisvar í viku og þrisvar var síðast fyrir þremur vikum FootinMouth. Hins vegar hefur prinsessan gengið töluvert og samkvæmt því sem stendur í sænskum blöðum, já prinsessan er farin að stafa sig í gengnum blöðin, þá er ganga best. Ganga styrkir lungu, hjarta og ótrúlegan fjölda vöðva og sænsku almenningur er hvattur til að fara fyrr á fætur á morgnana, sleppa strætó eða lestinni og ganga til vinnu, þá verður heilsufar og holdarfar Svía mun betra. "Common" hvar er hagfræðin núna, á að setja almenningsamgöngur á hausinn, nær væri að hvetja fólk til að ganga fyrir eða eftir vinnu og vera ekki að leggja efnahaginn í rúst, svona nokkuð hefur nefnilega keðjuverkandi áhrif. Prinsessan hefur nefnileg fylgst með þjóðmálaumræðuna á Íslandi að undanförnu og er orðin mjög meðvituð um hagfræði en mikið rosalega er hún samt afstæð eftir því hver tala Pinch.

Kærustuparið ætlar að leiða hjá sér allan áróður sænsku blaðanna um göngur í dag og ætla að bregða sér í hjólatúr. Prinsessan er búin að úthugsa leiðangur sem er ýmist niður í móti eða á jafnsléttu og aðeins örlítill halli upp á við en það er að kaffihúsinu með heimabökuðu kökurnar og það má reiða hjólin Woundering.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og haldið fast í góða veðrið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1055

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband