13.8.2009 | 08:04
Prinsessan fór í búðir!
Kæra dagbók í gær ákvað prinsessan að fara í könnunarleiðangur til að athuga með afmælisgjöf handa "lítilli" prinsessu á Íslandi sem verður 19 ára á föstudaginn . Prinsessan á bauninni skildi kærastann eftir einan heima og arkaði af stað enda mikið verk fyrir höndum og ekkert þýðir að taka afmælisgjafa leiðangri neinum vettlingatökum. Þar sem prinsessan hafði ekki litið í NK verslunarmiðstöðina hér í borg augum afréð hún að hefja leiðangurinn þar. Þetta reyndist verslunarmiðstöð við hæfi prinsessa . Þar sem prinsessan á bauninni er afar kvenleg í vaxtarlagi og þjóðverjar hafa sérhæft sig í fatnaði á kvenlegt kvenfólk þá dreif prinsessan sig í að skoða vöruúrvalið . Jú jú þarna fékk prinsessan gallabuxur sem voru eins og sérsaumaðar á hana. Einhver hefur líklega haft vit á því að láta þjóðverjana fá málin á prinsessunni með þeim leiðbeiningum að þetta séu hlutföllin á kvenlegu kvenfólki. Þjóðverjarnir hafa síðan tekið sig til og saumað fatnað í réttum hlutföllum og ýmsum stærðum fyrir kvenlegt kvenfólk . Húrra fyrir þeim.
Það er hins vegar af afmælisgjöfinni að segja að "litla" prinsessan, arftakinn, verður líklega að treysta á að einhver annar muni eftir afmælinu hennar og gefi henni afmælisgjöf/gjafir því það er nú varla hægt að leggja meira á prinsessuna á bauninn en að versla á sig sjálfa gallabuxur .
Eyjólfur er pínkulítið skárri í munnholinu í dag en prinsessan veit að þetta er afar þrálátt og ekki von á skjótum bata en þó bata með réttri meðferð smátt og smátt og það er það sem er að gerast. Hér er sól og hiti svo kannski að kærustuparið heiðri bara "landareignina" með nærveru sinni í dag.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, hér er allt fullt af Dönum að gera góð kaup og kannski maður rekist á Frú Margréti í verslunarleiðangri og þá er nú hægt að ræða við frúna um sameiginleg hagsmunamál .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heja skvíz. Frábært hvað þið eruð heppin með veður þarna, ég kvarta ekkert mikið svo sem undan veðrinu hér en ég þoli samt meiri hita og sól. Heppin ertu að finna gallabuxur, það er sko mikið og erfitt verk og það á ég eftir.
Nú erum við byrjaðar að velta danska partýiinu svolítið fyrir okkur, eins og þú kannski sérð á facebook, og er ekki að efa að það verður skemmtilegt.
Vonandi jafnar Eyjólfur sigsem fyrst, bestu kveðjur til ykkar, hs
Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 11:16
Kæra prinsessa! getur þú kannski verslað á mig fyrst þjóðverjarnir eru svona sniðugir. Ég fór í Kringluna um helgina og fann ekkert nema kljól í Boss en það hentar ekki skúringakonu eins og mér núna Ef þú sérð eitthvað sniðugt þá erum málin hjá mér 90-60-90 allavega finnst mér það´þegar ég lít í spegilinn....... annars eigið góðan dag á landareigninni og batakveðjur til Eyjólfs.
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.