Læsingavesen!

Kæra dagbók þá erum við kærustuparið búin að taka því rólega í tvo daga Sleeping, fórum í tvær búðir og á kaffhús fyrri daginn allt á hægum nótum Cool. Í gær hélt parið sig heima og hvíldist vel, síðan fórum við á tónleika með (t)foreldrunum, hlustuðum á kammerkór frá Koblenz sem söng í "Deutsche St. Gertruds Kirche" sem er í Gamla Stan hér í Stokkhólmi. Fluttningurinn var mjög vandaður og unun á að hlýða Kissing. Á eftir fórum við að borða á ítölskum stað og fengum góðan mat svo að með sanni má segja að prinsessan á bauninni hafi átt daga sem hæfðu titlinum Wink.

Tengda/foreldrarnir héldur heim á leið í morgun og ég held að okkur verði óhætt að fara í stóru búðina á miðvikudaginn Halo. Það var gott að hafa svona góða gesti og ótrúlega mikið sem við gátum gert saman þrátt fyrir aðstæður. Seinni partinn verða þau komin heim í góða veðrið á Íslandi en þau voru frekar óheppinn með veður þegar þau fóru til Suður Svíþjóðar og þar rigndi eldi og brennisteini í orðsins fyllstu merkingu og önnur eins úrkoma hefur ekki mælst á þessum árstíma, mánaðar úrkoma á sólahring Crying.

Ætlunin er að taka því frekar rólega í dag, reyndar er prinsessan búin að fara í könnunarleiðangur um landareignina. Mikið er nú gott að ekki er farið hraðar yfir annars væri næsta víst að eitthvað færi fram hjá prinsessunni Woundering. Þegar prinsessan ætlaði inn í núverandi húsakynni sín reyndist hún læst úti og enginn virtist sakna hennar Frown en bjargvætturinn birtist í formi framreiðslu manns á neðstu hæðinn. Kalla þurfti út viðgerðarlið til að gera við læsinguna þar sem hvorki var hægt að opna innan eða utanfrá. "Ég geði ekki neitt! alve satt".

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til ykkar allra sem kíkið á bullið í þessari dagbók.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl jákvæða duglega prinsessa. Gott að heyra að allt gengur samkvæmt áætlun og líka að  hrakfallabálkurinn er samur við sig og nú jafnvel allt þitt slegti búið að taka slíkt upp. Hér gengur lífið sinn vanagang, sleikjum sólina, dugnuðumst utanhúss og héldum 30 manna gardenpartý á laugardaginn sem tókst með miklum áægum og fórum svo í brakandi sól og blíðu upp í Svínakarð og á alla Móskarðshnjúkana og  að Laufaskörðum og til baka aftur, vorum á ferðinni í 7 tíma, frábær dagur. Bestu kveðjur til kærastans þíns, skvísan á holtinu

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 12:19

2 identicon

Já prinsessan er alltaf jafn dugleg!!! meira að segja bara prinsessan getur læst fólk bæði úti og inni  þaað er sko ekkert garden party hjá mér hér er bara unnið og unnið ekki samt verðlaun ég skakklappast og segi fólki hvernig á að gera æfingar og er með eitthvað tak í mjöðminni en hversvegna veit ég ekki líklega hef ég bara haldið á bjórnum í vinstri hendinni um helgina...maður verður að muna að þjálfa báðar hendur knæus og kram og sendi ykkur alla orkuna sem fæst hér á staðnum

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 17:32

3 identicon

Kæra kærustupar, gott að sjá hvað allt gengur eftir áætlun hjá ykkur í Svíaríki. Yfirvegaður kærastinn er jákvæðnin uppljómuð og tekur öllu með stóískri ró annað er prinsessan  sem hleypur um borg og bí. Alltaf að afreka eitthvað nýtt. Takk fyrir þessa frábæru pistla sem geisla af jákvæðu hugarfari og miklu hugrekki í þessar líka áhugaverðu borg. Já hún er nú svo freistandi að við hjónin erum á leið til Feneyja norðurins eftir 10 daga. Verðum úti í sveit í 7-8 daga og sennilega í borginni í 10 daga. Kærleikskveðjur KE+GE 

Kristbjörg (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband