Mánudagur!

Kæra dagbók þá er það letidagurinn hjá mér. Nennti ekki í fitnessið en fór í kuffulagið að versla í matinn, mér fannst það bara nokkuð góð hreyfing, álíka vegalengd og í Fjarðarkaup heiman frá mér. Ég er alltaf að hneykslast á verðlaginu hér, gosvatn án bragðefna 1/2 líter, kostar frá 17 -19 sænskum krónum sem eru svona 260-280 íslenskar krónur, það er í sjoppunni. Í kuffulaginu kostar það hinsvegar um 160-180 íslenskar krónur. Paprikur eru miklu dýrari en mjólkurvörur eru á svipuðu verði þó virðast ostar vera aðeins ódýrari. Hins vegar fór ég í nokkrar búðir fyrir afmælið hans Eyjólfs og sá að bækur eru minna skattlagðar hér eða 6% skattur en mér fannst þær ekkert ódýrari. Í H&M var verðlagið á fötum hins vegar ásættanlegt og ódýrar en heima eins var í Intersport. Ég er að verða að nískupúka og er þá fokið í flest skjól. Lausnin er sem sé sú að hætta að éta og kaupa föt og íþróttavöru þá er ég í gróða.

Við hjónin fórum í göngutúr í gær í góða veðrinu. Það var mjög góður göngutúr, gengum mjög hægt í skóginum og fylgdumst með dýrunum og þá sérstaklega vinunum hennar Mæju okkar, maurunum. Við gengum örlítið líka um hverfið sem er aftan við sjúkrahúsið en það er mjög skemmtileg, flest húsin fremur lítil og lóðirnar vel hirtar. Hverfið er nýtt og hefur eflaust verið sumarhúsahverfi áður því inn á milli eru litlir gamlir sumarbústaðir líkt og þeir sem eru í Sléttuhlíð.

Allt hefur sinn vanagang hjá Eyjólfi, hann er með í maganum og aumuru í allri slímhúðinni og þá líka í munninum eins og á að vera en þetta fer allta að lagast á næstunni. Við getum búist við að hvítu blóðkornin fari að koma fram um næstu helgi og þá fer hann að hressast.

Við biðjum voða vel að heilsa heim, við erum alltaf að fá svo góðar kveðjur og heilu bréfin frá vinum og ættingjum og það finnst okkur  alveg rosalega skemmtileg og það er líka svo gott og hressandi.

Þá kveð ég kæra dagbók þar til næst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ gott að heyra að allt gengur eins og það á að ganga.  Hugsa mikið til ykkar og ég veit að Eyjólfur á eftir að ná sér 100%.

Knús og kossar frá Akureyri

Hulda og c.o.

Ragnheiður Hulda Þórðardóttir (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 12:04

2 identicon

Hæ, hæ.  Mikið gott að allt gengur vel enda veit ég að það á eftir að ganga allt eftir áætlun.  Hér er blíða, það var 20 stiga hiti í bílnum þegar ég var á ferðin núna áðan kl. 18:30.  Á svölunum er mun heitara núna kl. 21:00.  Það var ekki auðvelt að halda krökkunum inni í dag og er ég ekki hissa á því það er eins og vera inna í bakaraofni í sumum stofunum hjá okkur. 

Gangi ykkur vel.

Anna Stína.

Anna Kristín Jóhannesdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 20:55

3 identicon

Sæl Rannveig mín. Ég vona að hann Eyjólfur þinn fari að hressast. Þetta með slímhúðina er eftir bókinni eins og Svíarnir segja og mikill þurrkur í munni. Ég veit að þetta á eftir að ganga vel hjá honum.

Kærar kveðjur

Margrét Böðvarsd.

Margrét Böðvarsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 23:00

4 identicon

Sælveriði Hetjurnar mínar! Eg vil bara segja góða nótt,  eg hef ákv. að kaupa handa þér Eyjólfur minn nokkrar malt, jú, í alvöru, það hressir og bætir fer með Ingu Maríu Laugavegin i blíðunni á morgun, pabbi er byrjaður að gera það sem þarf upp í þrastaheimili með strákunum. Heyrumst  áður enn þú kemur Rannveig mín. Góða nótt elskurnar mínar. Mamma frá Selló

Inga María Eyjóolfsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 958

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband