Sunnudagur með rentu!

Kæra dagbók þá er það sunnudagur sem stendur undir nafni, sól í heiði. Hún ég bara skokkaði helling í  morgunsólinni alveg örugglega meira en síðast. Hérinn beið tilbúinn þegar ég kom út en hann lagði ekki í mig, sá hvað ég var fersk og hann hljóp í hina áttina. Stóru fréttirnar eru þær að ég rataði heim.

Hélt yfir til Eyjólfs nýmáluð og glæsileg eftir því og vopnuð myndavél. Tveir íkornar sátu á göngustígnum og "dáðust" að mér, ég tók upp myndavélina en þá stukku þeir í burtu. Ég fór út af göngustígnum til að ná þeim á mynd, þrátt fyrir snákinn í gær, en því miður þeir eru svo snöggir. Ég gæti sett myndirnar á bloggsíðuna og textinn undir þeim væri þá eitthvað á þessa leið "hér var íkorni en hann er horfinn".

Við fylgdumst með "júróvision" í gærkvöldi og vorum sammála um að Jflutningur Jóhönnu Guðrúnar hafi verið með miklum sóma (hún syngur örugglega svona vel af því ég kenndi henni ensku) hins vegar fannst okkur lagið ekkert spes. Glæsilegur árangur og heppin erum við að kvenlegi hluti mannfólks eru aðalkjósendur í keppninni þannig að norski súkkulaði strákurinn lenti í fyrsta þó að honum veitti nú ekki af tilsögn í söng, kannski að hann hafi efni á því eftir þetta. Mér finnst nú þessi gríski, gríska goðið, miklui föngulegri, verst að ég man ekkert eftir laginu hans. Sem sé tvöfalt hjá Norðmönnum í dag, þjóðhátíðardagur og 1. sæti í Eurovision.

Líðan Eyjólfs er eins og okkar var sagt að yrði, hvorki betri né verri þannig að þetta er enn allt eftir bókinni og það er mjög gott.

Þá er það bara bless kæra dagbók.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja glæsilega kona. Til hamingju með árangur fyrrum nemanda þíns, ég er viss um að þú átt stóran þátt í honum. Hér heima áttum við hjónakornin annasaman dag, fórum með litla guttann með okkur í Hveragerði þar sem Heimir fór hamförum á e-i garðyrkjustöðinni og brenndum við svo í bæinn, með viðkomu hjá vinafólki í sumarbústað, og hófum skipulagningu gróðurs og niðursetningu. Vorum í því fram að kvöldmat sem tengdasonurinn sá alfarið um meðan litli gutti lék sér við hunda í hverfinu og blés sápukúlur í miklum móð (sérðu þetta fyrir þér, hjónin hálfber, skjannahvít með ýmislegt lafandi og kófsveitt og sprækur, brúnn gutti að skoppa í kringum, glampandi sól, hlýindi, bjór- og hvítvínsglös í seilingarfjarlægð og grillilmur í lofti). Síðan sest og horft og glaðst yfir stigagjöf. Allir alsælir í sín rúm. Í nótt hins vegar komu afleiðingar Esjugöngunnar fram af fullum krafti og nú árla morguns er eiginlega bara heendurnar og munnurinn sem ég get hreyft sársaukalaust! En fagur og hlýr dagur framundan, þarf lítillega að renna yfir gólf og kámuga glugga frá því í gær...og yfir til ykkar. Vonandi eigið þið góðan dag í Svíaríkinu, bestu kveðjur, hlakka til að sjá þig, chiao

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 09:48

2 identicon

Jæja Rannveig, það hefði verið gaman að sjá myndina af íkornunum hahaha en þú ert nú með svoddan snerpu að ég býst við að þú eigir eftir að ná myndum af þeim einhvern daginn. Frábært hvað þú ert dugleg að fara í ræktina:-) gangi ykkur áfram vel!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 21:04

3 identicon

við erum k0min heim úr bústaðinum, vorum mjög dugleg í garðrækt (ég var víst nærri búinn að gera út af við pabba), en samt . lökun á milli, fórum í pottinn og borðuðum mjög góðan mat, Við hlökkum til næstu helgar!!  Munið bara elskurnar mínar: "You never walk alone."
Mamma frá Selló.

Inga María Eyjólfsdóttir (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 958

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband