Færsluflokkur: Bloggar
26.1.2010 | 09:21
Hvað er þetta!!
Kæra dagbók svo bregðast krosstré sem aðrir raftar, ja hérna! Hér hefur verið hávaða rok og rigning síðan um fimmleytið í gær og þá er prinsessan að meina snarvitlaust veður. Á Íslandi eru það suð-austan áttirnar sem eru svo leiðinlegar í Hafnarfirði, rok og rikgning, hér er það norð-vestan sem gengur yfir núna. Nætursvefn prinsessunnar var truflaður hvað eftir annað af veðurofsanum, hér hvein og söng í öllu og prinsessan sem fór til Spánar til að njóta veðursins. Reyndar nýtur prinsessan veðursins því hún er ekki enn farin í ræktina en hún var tilbúin í hana í morgun. Prinsessan situr heima með tölvuna, prjónana, bækur, sjónvarpið, DVD og nóg af gómsætum mat svo það væsir sko ekki um hana . Nú bíður prinsessan eftir fréttum af veðri því það kæmi henni ekki á óvart að einhversstaðar í nágrenninu hafi einhverjar fokskemmdir orðið og hærra uppi í landinu og einnig norðar hefur snjóað, aumingja Spánverjarnir það ætlar ekki af þeim að ganga.
Prinsessan átti góðan dag í gær, fór niður í bæ og snæddi kjúkling á veitingahúsi, sat ein við borð, utandyra, því þá var veðrið fínt, fylgdist með fólkinu sem gékk hjá og öðrum gestum á veitingastaðnum. Eftir matinn fékk hún sér góðan göngutúr og rakst á kaffihús, "Expresso-House", dreif sig inn í von um gott kaffi á kaffihúsi með svo virðulegu nafni en "cappucino-ið" var ekkert sérstakt en næst er þá bara að prófa expresso kaffi .
Bless kæra dagbók þá ætlar prinsessan að nóta leiguhúsnæðisins í botn þar til veðrinu slotar, hún er róleg kærastinn komst heilu og höldnu heim og passar nú börnin og þau passa hann svo allt er í góðu, bestu kveðjur úr rokinu og rigningunni .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.1.2010 | 09:17
Syfjuð!
Góðan daginn kæra dagbók þá er sko prinsessan syfjuð í dag, óskiljanlegt en hún geyspar og geyspar og þarf að stunda heimahugleiðslu áður en hún heldur af stað til að kíkja á hana Sophiu, það er líkamsræktarstöðina .
Í gær fór prinsessan í smá leiðangur til að kaupa olíu á bílinn og kanna umhverfið betur og þá sá prinsessan að líf er að færast í miðbæinn. Fyrst fannst prinsessunni nefnilega eins og hún væri komin í afskekkt sveitaþorp þar sem allir væru fluttir á brott, varla nokkur á ferli en mjög auðvelt að fá sæti á veitingahúsum bæjarins. Í gær hins vegar var þó nokkuð af fólki á ferðinni og líflegra yfir öllu, enda er janúar hávetur hér og þessi hefur reyndar verið sá kaldasti síðan mælingar hófust, að því að prinsessn frétti. Reyndar finnst henni 15-17°C ekki kalt en það hefur hitinn að mestu verið yfir hádaginn, var að vísu 8°C einn daginn í janúar og svo tveir með 12°C. Í gær var spáð rigningu og það passaði það rigndi frá sex um kvöldi og öðru hvoru þar til prinsessan fór að sofa. Í dag er spáð rigningu og hér eru frekar ljós ský yfir og glittir öðruhvoru í sólina, svo er bara spurning hvað gerist á morgun en þá er spáð roki og rigningu. Spánverjar kvarta en prinsessan kemst út alla daga og það eina sem háir henni í göngutúrunum er nenningur sem er eitthvað af skornum skammti í dag.
Nú þarf prinsessan að koma í sig nenningi og fara að kíkja í ræktina, það má þá alltaf horfa á .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og vonandi hafa vinir og ættingjar sloppið við fok og una vel .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2010 | 11:18
Prinsessustælar!
Góðan daginn kæra dagbók þá er prinsessan búin að senda kærasta heim til ástkæra ylhýra og "litlu barnanna". Prinsessan situr út í sólinn, það passar þeir spáðu rigningu .
Eitt er það sem er alveg að gera útaf við prinsessuna, enda er hún nú einu sinni prinsessa en það er fólkið sem kemur og rótar í ruslafötunum. Hér eru tveir stórir dallar fyrir götuna og eru þeir tæmdir mjög oft en það kemur ekki í veg fyrir það að á hverjum degi kemur fólk og hverfur hálft ofan í rusluð og rífur í sundur fínu plastpokana og leitar í þeim, af hverju veit prinsessan ekki. Hins vegar er prinsessan búin að sjá það að hér er ruslið flokkað og endurnýtt en á allt annan hátt en á Íslandi.
Í göngutúrum kærustuparsins hafa þau oft rekið augun í söluskylti á húsum "Se Vende" og bara hér í nágrenninu er ógrynni húsa til sölu og í gær fór eitt svona skilti á hliðið á leiguhúsnæði prinsessunna. Bretarnir eru víst að selja vegna óhagstæðs gengis pundsins gangvart Evrunni. Þeir höfðu selt sína eignir heima hjá sér, keypt hér og ætlað svo að lifa á líferyrinum hér og kom það bara vel út fyrir þá en nú er öldin önnur. Íslendingar eru líka eitthvað að selja og mest er það vegna þess hve óhagstæð krónan er gagnvert Evrunni og því hafa afborganirnar af lánunum hækkað gífurlega. Spánverjarnir rífast svo og skammast yfir því að hafa tekið upp Evruna því þeir væru mun betur settir með Pesetana sem þeir hefðu þá getað fellt gengið á núna í kreppunni. Spurningin er þá hvað með Evruna?
Jæja kærastinn ætti að fara að lenda í London og koma svo seint í kvöld til Íslands og þá á hann sko skilið að fá að sofa út í fyrramálið því prinsessan vill endurheimta hann eins fljótt og auðið er, kannski að læknarnir hleypi honum út fyrir landssteinana í mars. Prinsessan verður nú ekki ein þennan tíma því hún er svo heppin að eiga stór systur sem ætlar að koma 3. feb. og vera til 17. feb. Systirinn veit náttúrulega ekkert hvað prinsessan er erfið í sambúð en hún hefur breitt bak og hefur sýnt að hún þolir ýmislegt. Hér verða því bara 4 rúm laus frá 3.-17. febrúar en 5 til 3. feb og svo eftir 17. feb. eða þar til einhver ákveður að það sé bara miklu nær "að sitj´undir pálma í sólskini" .
Bless kæra dagbók og bestu kvejur heim og áfram Ísland
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2010 | 11:07
Jafntefli, hvað er nú það!
Kæra dagbók vegna lélegs internetssambands innandyra situr prinsessan yfirleitt úti með tölvuna í fanginu þegar hún er á netinu. Hins vegar er hægt að hlaða inn eitthvað úti og skoða inni og stundum vill svo vel til að hægt er að skoða léttari síður innan dyra. Það var einmitt það sem kærustuparið var að gera í gær, voru með stillt á mbl.is og fylgdust þar með leiknum en síðan var uppfærð á einnar mínútnu fresti og á 59. mínútu voru Íslendingar tveimur mörkum yfir og svo kom 60. mínúta! Vá hvað gerðist kannski var bara eins gott að fá þetta í einnar mínútu skömmtum .
Kærustuparið fór niður í bæ í gær í þessu líka fína gönguveðri, spókuðu sig á strandgötunni fóru á kaffihús þar sem prinsessan gat aldeilis slegið um sig og pantað sér kaffi með mjólk og ostaköku með jarðarberjum auk þess að panta samloku og bjór handa kærastanum . Þegar svo þjóninn kom með pöntunina að borðinu kom hann kærustuparinu alveg á óvart því hann færði þeim nákvæmlega það sem prinsessan taldi sig hafa pantað og brosti sínu blíðasta þannig að kærustuparið klikkti út með að segja "Gracias" og þá var þjónninn enn ánægðari, kærustuparið var bara farið að halda að það fengi engan reikning fyrir frábæra frammi stöðu, en nei 8,20. Það var laveg í lagi því kærastinn borgaði. Prinsessan er nefnilega svo ánægð með Spánverjana þeir rétta alltaf herranum reikningin án þess að spyrja, heima virðist þetta eitthvað vafamál þá er alltaf spurt "hver borgar" nema á fínni stöðunum þá fær herrann reikningin. Kannski að þetta sé ástæðan fyrir því hvað prinsessan sækir frekar í fínni staðina .
Kærustuparið fékk þetta fína símtal í kærkvöldi og er meðal annars búið að komast að því að þrjár mjög skemmtilegar skvísur mæta vel og reglulega í "World Class" í Hafnarfirði, að vísu ein að vinna en hinar tvær vinna ekki minna í sínum æfingum. Mikið rosalga hlýtur að vera gaman þarna og mikið helgið .
Bless kæra dagbók og vonandi fauk enginn í gær í rokinu en allir fá kveðjur frá kærustuparinu í sólinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2010 | 11:52
Örlítil, varla um talandi!
Kæra dagbók þá náði prinsessan hjartslættinum aðeins upp í gær án þess að það væri af völdum hundskrímslis! Prinsessan fór út og skokkaði mjög, mjög stutt og fór svo í góða kraftgöngu og nöldrið bara týndist en það er alveg hægt að treysta því að það finnst fljótlega aftur.
Prinsessan fékk líka svo góðan póst á fésinu í gær, fullt af góðum upplýsingum og svo er bara að vinna úr þeim. Hver veit nema prinsessan verði komin á fullu í ræktina, spænskunám og golf þega kærastinn fer norður, nálægt heimskautsbaug til að hitta læknana sína.
Ekki nóg með það prinsessan fékk líka upplýsingar um spjallsíðu sem Íslendingar hér á svæðinu halda úti, svo nú getur hún tekið til við að spalla og spjalla og spjalla. Á þessari síðu eru líka hinar og þessar upplýsingar sem koma sér vel fyrir þá sem dvelja hér.
Prinsessan er loksins búin að koma sér upp spænsku símanúmeri en mikið rosalega er það langt.
Bless kæra dagbók og kannski að prinsessan reyni bráðum að setja inn myndir, kveðjur til allra heima og þið eigið víst vona á einhverju rosa óveðri í kvöld, kröpp lægð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2010 | 10:25
Aðgerðarleysi!
Kæra dagbók í gær var dagur aðgerðarleysis hjá kærustuparinu, að vísu var farið í tvo göngutúra, skipt á rúmum, þvegið, eldað og að sjálfsögðu snætt .
Veðrið í gær var reyndar ekkert spennandi, mistur, grátt og um 17°C. Í dag skín hins vegar sólin og þá er spurning hvað kærustuparið geri.
Prinsessan er búin að gera sér grein fyrir að hún er ekki prinsessan á bauninni vegna viðkvæmni á líkama heldur er sinnið svona líka viðkvæmt. Í fyrri göngutúrnum í gær varð kærustuparinu gengið úr okkar hverfi og í vesturátt en þar er svona "sumarhúsahverfi" þetta hverfi er einhverra ára gamalt og þar er malbikið orðið ónýtt og göturnar orðnar að malargötum með drullupollum og "alles". Snyrtimennskan var ekki við prinsessunnar hæfi og hún vildi ólm komast í burtu og dró kærastann á eftir sér eins og fána í roki eða hund úr hverfinu því alls staðar voru eigendur og hundar í stríði um það í hvora áttina ætti að fara. Sem sé þetta var ekki fyrir viðkvæmar prinsessur.
Af hundamálum er það hins vegar að frétta að prinsessan hélt að hún væri alsendis óhrædd við þá dýrategund. Látum tvistana vera en stóru shefferhundarnir eru sko engin smásmíði og geðvondir. Prinsessunni er bara alls ekki sama þegar hún er að ganga fram hjá húsagörðum og gengur helst eins og Siglfirðingur, úti á miðri götu. Þannig er nefnilega að í fyrradag lenti prinsessan í þeirri óskemmtilegu reynslu að vara að rölta í rólegheitum fram hjá einu húsinu og upphófust þá í hræðilegurstu læti við eyra prinsessunnar og heitur andardráttur og gott ef ekki smá snerting við höfuðið, hjartað missti úr slög en prinsessan höfraði ekki heldur þóttist svellköld. Þarna á efripalli sem betur fer innan girðingar var risastór, dökkur shefferhundur sem tryllist þegar fólk gengur hjá húsinu hans. Prinsessan lenti svo í svipuði í gær á öðrum stað og er nú staðráðin í að láta Siglufjarðar genin ráða. Prinsessan hélt ekki að hún myndi segja að hún þyldi ekki hunda en "common" hér eru hundar af öllum tegundum í nær hverju húsi, ekki hjá prinsessunni og Cris. "Oboj oboj thats just too much" og svo þurfa þessi grey eða skrímsli að gera þarfir sínar og eigendurnir taka ekki upp eftir þá þannig að það er eins gott að horfa niður fyrir sig í göngutúrunum.
Bless kæra dagbók og prinsessan ætlar ekki að nöldra mikið meira í dag en hundaeign á að vera takmörkunum háð og hana nú, bestu kveðju til þeirra sem nenna að lesa röflið og ósjálfrátt var prinsessunni hugsað til Eddu vinkonu .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.1.2010 | 11:44
Shapes/Hress!
Kæra dagbók þá er prinsessan að koma frá því að skoða "líkamsræktarstöðina" sem er hér í nágrenninu. Prinsessunni finnst nú varla taka því að mæta á staðinn sem heitir "Shapes" hún er svo vel "sheipuð". Prinsessan er góðu vön en ætlar samt að mæta í fyrramálið og prófa staðinn en henni leist nú ekkert vel á umgjörðina, að vísu ný og flott tæki en engin kaffi aðstaða, "common", engin Ásta, hún ætti kannski bara að sleppa þessu .
Kærustuparið fór í smá bíltúr í gær og fékk óvænt tvo ferðafélaga. Sá fyrri birtist skindilega fyrir framan á prinsessunni sem var að einbeita sér að akstrinum, þessi farþegi spriklaði öllum átta löppunum hangangi í spotta og gerði sig líklegan til að setjast á stýrið eða nefið á prinsessunni. Prinsessan bað kærastann að vera svo vænann að losa sig við farþegan þar sem hann birgði útsýnið, var örugglega 1/2 sentimeter í þvermál án lappa. Kærastinn vildi meina að ekkert lægi á þau væru alveg að verða komin á bensínstöðina. Þegar prinsessan stöðvaði vélknúna ökutækið fór fram hryllilegt morð og aðfarirnar voru vægast sagt grimmilegar, farþeginn var kraminn innan í tusku og honum slegið við stýrið hvað eftir annað og síðan fleygt í ruslið, engin bæn eða söngur við útförina. Eftir bensínstöðvar stopp var ekið áleiðis "heim" og þar sem prinsessan lítur út til vinstri í þeim tilgangi að kanna aðkomandi umferð, blasir þá ekki við annar óboðinn farþegi sömu tekundar og sá fyrri, þar sem prinsessan er mikil friðarsinni og dýravinur (flokkast hundar undir dýr?) þá ákvað hún að hleypa farþeganum út þegar hún legði í innkeyrsluna. Prinsessan opnaði hurðina og bauð farþeganum út en hann hoppaði þá bara niður á mottuna í bílnum svo prinsessan neyddist til að kremja greyið undir hælnum á Ecco skónum . Til að forðast allan misskilning vill prinsessan taka fram að svona er ekki vaninn að fara með farþega hennar og nokkuð öruggt er að svona verði líklega ekki farið með þá farþega sem koma sem gestir frá Ísland. Að því tilefni er rétt að nefna að prinsessunni finnst sjálfsagt já og ekki nema eðlilegt að vinnandi kvenpersónur á Íslandi eigi að fá leyfi á launum til að koma til Spánar og halda kvöldvökur fyrir prinsessuna og hella upp á gott kaffi öðruhvoru meðan á dvöl þeirra stendur.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim hér er að bresta á með sólskini og 20 stiga hita .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2010 | 10:40
Sunnudagur mikið rétt!
Kæra dagbók þá er prinsessan sest út . Sól í heiði og spáð 20 stiga hita í dag. Prinsessan eyðir að minnsta kosti klukkutíma á hverjum morgni í að sannfæra sig um að fara út að skokka en nær alltaf að sannfæra sig um að gera það ekki. Kannski er það vegna þess að hún hefur ekki enn fundið snigla til að keppa við, þetta kemur einhvern daginn. Prinsessan fann hins vega líkamsræktarstöð í gær, ekki langt í burtu, þá er bara að fara að skoða aðstæður og athuga hvort að þetta henti prinsessu. Á neðri hæðinni er írskur bar svo prinsessan veit alveg hvað hún gerir við kærastann á meðan hún skreppur í ræktina, þar að segja ef henn lýst þá nokkuð á staðinn.
Kærustuparið fékk sér langan göngutúr í gær meðfram ströndinn, sólin skein og hitamælirinn sýndi góðan hita en prinsessan var ekkert að fækka fötum gékk bara um í sínum leðurjakka og gallabuxum. Auðvitað var komið við á veitingahúsi og þar fékk prinsessan mjög gott salat, ferskt og bragðgott, þarna á hún örugglega eftir að koma aftur, ekki skemmdi útsýnið fyrir.
Alla ströndina stóðu sölumenn að ota að fólki "fölsuðum" vörum og fannst prinsessunni þeir vera einum af aðgangsharðir í sölumennskunni en fólk var að kaupa af þeim. Reyndar ekki amalegt að versla sér "Prada" veski á 20 eða "Gucci" sólgleraugu á 15. Prinsessunni voru boðin "D&G" sólgleraugu á 15 en það fannst henni dýrt og skömmu seinna voru þau komin niður í 10 "for you my lady, special price" en prinsessan lét ekki blekkjast og horfði staðföst á sölumanni í gegnum MiuMiu sólgleraugun sín með styrkingu og sagði "No Gracias, No Thank you". Svona er prinsessan gasalega stabíl.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til allra og vonandi láta sumar mömmur sér duga að vera bara með einn son af þremur heima .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2010 | 11:16
Nágrannar.
Kæra dagbók þá er prinsessan sest út á pall til að vera í sem bestu netsambandi. Það er nú allt í lagi hér er 15 stiga hiti og fer hækkandi, sólin að brjótast fram úr skýjunum og allt lýtur út fyrir bjartan og hlýjan dag .
Prinsessan á alveg eftir að kynna þér kæra dagbók fyrir nágrönnunum. Hér fyrir neðan búa dönsk hjón með litla yndinu sínu, hvítum litlum hundi sem er í fullu starfi við að gelta. Hundurinn geltir við hverja hreifingu í nágrenninu og áðan trylltist hann alveg þegar að stór hundur (prinsessan þekkir ekki mikið inná hundategundir, annað hvort eru þetta vasahundar eða stærra) kom gangandi með ungan dreng í bandi. Sá litili (ekki vasahundur) gelti og gelti en sá stóri gékk áfram hinn rólegasti, bígsperttur og flottur en svo var honum nóg boðið, snéri sér að þeim litla, gaf frá sér lítið "bofs" sá litli snarþagnaði og lagðist lúpulegur niður, hann veit núna hver ræður í hverfinu.
Í næsta húsi fyrir ofan okkur búa bretar sem tala rosalega bresku næstum of, þau eru ein af fáum hér sem ekki eru með hund eða kött. Ská á móti er frekar stórt einbýlihús með sundlaug í garðinum, flottum útihúsgögnum og þar búa bretar sem koma siglandi út í fínum fötum og vel tilhöfð og aka að sjálfsögðu um á Ford Mondeo. Þau eru með kött af síamskyni (prinsessan aðeins betur inn í kattartegundum) sem heldur vörð um heimilið, situr bígsperrtur við hliðið og hundarnir taka sveig þegar þeir ganga fram hjá með einhvern í bandi.
Kærustuparið fór í bíltúr í gær og kíkti í Copo Roig þar sem eru mjög flottar strendur og eflaust fínt að bregða sér þar í sjóinn. Á heimleiðinni brugðu þau sér inn á "Írish Pub" og það var bara eins og að koma inn á bar í Reykjavík þar sem eitthvað var af túristum.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim til allra .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2010 | 14:54
Útiseta/útáseta!
Kæra dagbók þá situr kærustuparið út á palli í sólinni og nú eru þau sko komin til Spánar. Prinsessan er hins vegar ekkert farin að greiða niður ferðina sína í dag þar sem hún ætlar að bjóða kærastanum í bíltúr á eftir.
Það var nú eitt, eflaust fleira, sem prinsessan gleymdi að minnast á en það var þetta með jólin. Daginn eftir að kærustuparið lenti á Spáni var síðasti jóladagurinn hér, alveg eins og á Íslandi, nema hér er haldið meira upp á hann. Allt lokað, ekki veitingahús, allir fá pakka og fara í messu, mikill hátíðardagur. Prinsessunni þótti nú skjóta svolítið skökku við að ganga úti í sólskini og 15°C og alls staðar blikkaði jólaskraut og jólasveinar hangandi utan á svölum húsa en það voru jú jól. Núna sér prinsessan að sumir hér á Spáni eru eins og sumir á Íslandi því jólaskrautið hangir enn uppi þó komið sé fram yfir miðjan janúar, þetta gerir nú Spán svolítið heimilislegan.
Prinsessan var í þvílíkum ham í morgun og þreif húsið, skúraði og pússaði og endurraðaði. Það var líka eins gott því að prinsessan fann aukarúm í húsinu, alveg heilt með góðri dýnu það var bara undir háa rúminu, sem er svo ekkert hátt eftir allt saman. Þetta þýðir að hér eru sex rúmpláss í þremur herbergjum og svo er baðherbergi, þottahús og eldhús og stofa í einu rými, fyrir utan alla aðstöðuna utan dyra. Frábært!
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og verið nú endilega dugleg að taka niður jóladótið
Prinsessan ætlar hins vegar að sitja aðeins lengur úti í sólinni .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar