Færsluflokkur: Bloggar
14.1.2010 | 11:23
Sól!
Kæra dagbók þetta eru nú meiri hörmungarnar sem ganga yfir Spánverja þessa dagana. Fyrst mætir prinsessan á bauninni á svæðið, síðan kólnar svo að ekki hefur verið kaldara síðan mælingar hófust og snjó kingdi niður um nær allan Spán. Nú hefur ekki betra tekið við því nú rignir og hvorki hús né önnur mannvirki eru byggð til að þola þetta álag. Nú falla aurskirður og vegir og hús skemmast og sumstaðar hefur fólk þurft að spenna upp regnhlífarnar innan dyra til að rennblotna ekki. Prinsessan og hennar nábúar hafa þó sloppið þó að á Costa Blanca svæðinu hafi ekki mælst eins lágt hitastig í mannaminnum þá hefur hitinn lægst farið í 6°C eina nóttina og en það var bara einu sinni, núna eru t.d. 17°C og hálfskýjað og spáð hækkandi hitastigi og meiri sól næstu daga. Spánverjar eiga við mikinn uppskerubrest að stríða og dýrin eru að farast úr kulda fyrir utan alla eyðileggingu á mannvirkjum og bílum.
Kærustuparið unir nú samt sátt við sitt, heldur sig mest heima í þægindum enda kærastinn ekki búinn að ná fullu þreki en hann vinnur vel að því að styrkjast. Prinsessan nýtur þess að fara í göngutúra og "kuffulagið" og hefur ekki enn orðið landi og þjóð til skamma svo að hún viti en aldrei að vita "betur sjá augu en auga"
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og rétt að geta þess hvað prinsessan var ánægð með að Rústbjörgunarsveit Íslands var fljót að bregðast við kalli og halda til Haiti, enda er prinsessan af góðum og gildum slysarvarnarættum og henni slysavarnir og hjálparstarf í blóð borði, en lítið hefur verið um framkvæmdir af hennar hálfu .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2010 | 12:45
Þetta náttúrulega bilun!
Góðan daginn kæra dagbók hér situr prinsessan og bloggar í 15 stiga hita en vildi samt öllu helst vera heima hjá sér á Íslandi og vera að gera eitthvað, þetta er náttúrulega ekkert annað en bilun.
Prinsessan gékk í "kuffulagið" áðan sér til hressingar og að kaupa eitthvað í gogginn, þetta er dágóður spölur, svona aðeins lengra en í Fjarðarkaup heiman frá prinsessunni. þetta var hressandi göngutúr en argaþvargið í "kuffulaginu" varð nú næstum til að eyðileggja endurnæringuna úr göngutúrnum en sem betur fer átti prinsessan eftir að ganga heim. Fullt var af fólki í búðinni og alltaf verið að kalla upp einhver tilboð á vörum, með þvílíkum hávaða og látum, virkaði svona eins og skipun að kaupa viðkomandi vöru. Sem betur fer er spænsku-kunnátta prinsessunnar það slök að hún vissi ekkert hvað var verið að skipan henni að kaup nema mandarínurnar sem voru á 0.25 kílóið og auðvita hlýddi prinsessan. Hún skilur hins vegar ekkert í því af hverju þeir láta ekki rauðu miðana duga, þessa sem notaðir eru um allan heim, "tilbud" "tilboð" eða hvað það nú er, þeir nefnilega voru líka í "Kuffulaginu" ýmist á spænsku eða ensku.
Nú er það bara spurning hvað kærustuparið gerir núna seinni partinn, sér til skemmtunar. Prinsessan er jú búin að þvo handklæði og hengja út, þau verða vel hörð og taka af allar dauðar húðfrumur við næstu þurrkun. Allveg sé prinsessan dóttur sína í anda þurrka sér með grjóthörðum handkæðum!
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2010 | 11:20
Hlýnandi veður!
Kæra dagbók það er nú meira hvað Spánverjarnir geta gert mikið úr veðrinu og prinsessan sem hélt að Íslendingar væru sérfræðingar í því. Prinsessan komst að því að veðurguðirnir hafa heldur betur hresst við komu hennar og nýjustu fréttir herma að annað eins veður hefur ekki komið síðan 1952, snjóað út um allan Spán, ekki hér við ströndina. Uppskerubrestur er víða og skemmdir á bílum sem renna til í hálkunni enda enginn á negldum hér. Hitinn hér hjá okkur fór niður í 8°C sem þykir mjög mjög kalt en prinsessan gat nú samt farið og verslað í matinn og á kaffi hús. Hitastigið hefur hækkað síðustu dagana og í gær dag fór hitinn yfir 15°C í forsælu.
Kærustuparið fór um daginn til Alicante og á leiðinni óku þau á milli tveggja vatna og þá fékk nú prinsessan fyrir hjartað því hvít stór korn flugu yfir veginn, vá var farið að snjó hjá okkur, heim bara strax, betra að vera þar í snjó! Kærastinn benti prinsessunni pent á að þetta væri salt, þetta væru saltvötn og mikil salt vinnsla í gangi og hitinn 12°C sem gerði það ómögulegt að þetta væri snjór, dásamlegt að hafa svona mannvitsbrekkur með á ferðalögum finnst prinsessunni.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og í guðsbænum farið varlega í hálkunni .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2010 | 14:52
Verðlag á matvörum.
Kæra dagbók þá situr prinsessan út á palli og sólin skín en hitinn er um 15°C.
Prinsessan hefur svolítð verið að velta fyrir sér verðalagi þar sem að alltaf var verið að vara hana við því hvað allt væri dýrt á Spáni. Prinsessan var sem sé í "kuffulaginu" og keypti inn fyrir sitt stóra heimili hér á Spáni. Tvö kjúklingalæri, leggur og efrihluti, þó nokkuð stærri en prinsessan sér vanalega í búðum á Íslandi, kostaði 1,30 , langt brauð 0.80 . Prinsessan hefur ekki gert annað en að reikna síðasta hálftímann og komist að mjög merkilegri og góðri niðurstöðu og hana nú! Nú biðlar hún bara til vina og ættingja um að kíkja aðeins í heimsókn hér til Spánar því að samkvæmt hennar útreikningum tekur stuttan tíma að greiða upp flugferðina og restin fer svo í að greiða niður húsa-og bílaleiguna. Ágætt palla rauðvín á lítersfernu kostaði 0.65 og Rioja rauðvín á flösku, sem verslunin mælti með, kostaði 1.75 . Báðar þessar rauðvínstegundir er prinsessan búin að smakka og þær reyndust vel, flaskan betri með mat en fernan fín á pallinn. Prinsessan þarf síðan að gera svipaða könnun á hvítvíninu. Ekki má gleyma að kærustuparið borðaði góða máltíð með sitthvoru rauðvínsglasinu og einum expressó á eftir, fyrir 17,30 . Eflaust er hægt að borða dýrar úti en kærustuparið á bara eftir að prófa það.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim til allra og nú verður sko haldið áfram að reikna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2010 | 12:44
Spánn!
Kæra dagbók þá er að gera enn eina tilraunina með blogg!
Kærustuparið er búið að vera hér á Spáni í fimm daga, ánægð með húsið og bílinn. Allri frétta tímar hér eru fullir að fréttum um verið sem ekki hefur verið verra í fimmtíu ár. Sem sé árið 1960 í annarri viku janúar skall á veðrið sem enn er vitnað , snjóaði allaleið í nyrsta hluta Valenciahéraðs og það sama gerðist ákúrat núna í annarri viku janúar. Spurningin er hvort að veðurguðirnir hafi bara ekki verið of fljótfærir hér um árið og verið að fagna komu prinsessunnar sem einmitt fæddist í júní 1960 hún valdi hinsvegar að setjast að á Íslandi þar sem fallega, skemmtilega og góða fólkið er. Nú er prinsessan sest að á Suður Spáni um stundarsakir og þá rifja veðurguðirnir upp fagnaðarlætin, reyndar prinsessunni ekki til ánægju. Hér rignfi eins og hellt væri úr fötu fyrir þremur dögum og allt fór á flot, sí'an hvessti verulega og hitinn fór niður í 8 °C og aumingjaSpánverjarnir voru alveg að farast úr kulda. Prinsessan hefur þó getað farið út og kærustuparið hefur verið duglegt að skoða umhverfið og læra að rata. Kærustuparið fór til Alicante í gær og fékk sér síðbúinn góðan hádegisverð og gékk á ströndinni í hávaða roki og 12°C. Í dag hefur hlýnað og sólin skín, prinsessan situr út á palli með tölvuna, að vísu í flíspeysu, en þar er besta netsambandið í augnablikinu. Á eftir áætlar kærustuparið að fara niður í bæ og sýna sig, Torrevega búum til gleði og síðan verður strikið tekið á kaffihús og matseðillinn kannaður.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim, prinsessan veit að hitastigið þar er örlitlu lægra en hér en gott veður samt .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.11.2009 | 11:47
Selskapsdama óskast!
Kæra dagbók ýmislegt hefur nú drifið á daga prinsessunnar síðan síðast og andleysið verið allsráðandi .
Kærastinn er betri til heilsunnar og blóðprufurnar alltaf að "bessna" svo prinsessan er alsæl með það. Hins vegar var prinsessu-móðirin að detta og mjaðmagrindarbrjóta sig enn einu sinni . Hún er búin að fara í aðgerð sem gekk eins vel og hægt var þegar beinin eru orðin eins léleg og þau eru. Konan sem eitt sinn var 168 sm er orðin pínulítil því hún hefur fengið svo mörg samföll í hryggnum fyrir utan að maðmagrindarbrotna illa þrisvar sinnum. Prinsessunni finnst þó verst að komast ekki í heimsókn til mömmu sinnar en svona prinsessur þola ekki kuldan sem er nú í veðurkortunum . Reyndar er prinsessan innilokuð flesta dagaog reynir af fremsta megi að vera myndarleg húsmóðir en það gleymdist víst að setja í hana húsmóðursgenið þegar hún var innréttuð á sínum tíma .
Prinsessan á nú frátekið hús á Spáni fyrir sig eftir áramót til að flýja kuldan, svolítið erfitt að vera alltaf í hættu vegna veðurfarsins. Það sem prinsessan hefur mestar áhyggjur af, fyrir utan að kærastinn og börninn geti bjargað sér án hennar, er að vera ein. Þess vegna auglýsir prinsessan eftir selskapsdömu(m) til skemmtunar og til að fyllsta siðgæðis sé gætt í útlandinu .
Prinsessan verður í fínu hús og með bíl til umráða auk þess sem golfsettið á að vera með í för .
Bless kæra dagbók þar til andinn kemur næst .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2009 | 09:57
Dugnaður!!
Kæra dagbók heldur þú ekki að prinsessan hafi ekki bara skellt sér í ræktina í morgun og er sko öllu hressari á eftir enda alltaf hressandi að fara í Hress og hitta hressurnar í kaffi .
Æfingarnar gengu rosalega vel, fyrst var það stígvél á prinsessuhraða í 30 mínútur og síðan göngubrettið þar sem prinsessan tók fimm spretti og gékk á milli, nú verða sko sænsku sniglarnir að fara að vara sig . Prinsessan svitnaði og svitnaði við alla þessa áreinslu og var sko ánægð með sig en það var að sjálfsögðu eyðilagt fyrir henni . Já já komu ekki tvær hressur upp í kaffi og sögðu að loftræstingin væri engin og loftið svo þungt að þær hefðu sko svitnað við það að horfa á tækin, "common" prinsessan er með það á hreinu að þær hafi bara verið svo syfjaðar að þær tóku ekki eftir því hvað þær tóku vel á og hömuðust .
Í dag er bara frí hjá kærustuparinu, engar heilbrigðisheimsóknir svo nú er bara að bretta upp ermar og klára fataskápana að hurðum, já já prinsessan er að setja upp fataskápa, alveg ein bara smá hjálp, frá kraftajötninum krónprinsi, þegar á aflsmunum þarf að halda. Hurðarnar eru að vísu ekki komnar í hús því þær eru væntanlega til landsins fljótlega en þetta fljótlega hjá IKEA er ekki sama og fljótlega hjá prinsessunni .
Bess kæra dagbók og áfram með hlýindin og engar norðan áttir takk .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2009 | 21:41
Nýjar fréttir!!!
Kæra dagbók þá heyrist loks frá prinsessunni á bauninni . Síðasta vika var svolítið erfið fyrir prinsessuna, fyrst fór hún í göngutúr í glaða sólskini og 5°C hita á sunnudeginum og fékk mjög slæmt ofnæmiskast eftir einhverja 30 metra . Mamma prinsessunnar hefur líka verið veik og illa haldin af verkjum en of kalt fyrir prinsessuna til að vera á miklu útstáelsi og þá um leið heimsóknum til mömmu. Síðan komu erfiðar fréttir eftir blóðprufuna hjá kærastanum á þriðjudaginn. Kærastinn kom það illa út úr blóðprufunum að læknirinn hélt að sjúkdómurinn væri búinn að taka sig upp en vildi samt ekki trúa því. Kærastinn var drifinn í mergstungu en læknirinn dældi í hann lyfi áður sem hefur ekki verið gert áður svo að kærastinn svaf meðan mergsýnið var skoðað og var rétt vaknaður þegar niðurstöður komu og sýnið sýndi ekki merki um að sjúkdómurinn hefði tekið sig upp . Mikið hefði nú prinsessan haft gott af þessu lyfi líka á sama tíma þá væru neglur hennar meira við hæfi prinsessa í dag. Nú var kærastinn tekinn í fleiri athuganir og tekin af honum lyf og lyfjum breytt og ekkert markvert gerðist næstu daga. Læknarnir voru á því að þetta blóðójafnvægi væri vegna áhrifa frá lyfjum og helgin fór í það að bíða og "sprauta honum" sem hann gerði reyndar sjálfur. Í morgun voru svo jákvæðar niðurstöður úr blóðsýnunum og allt á réttri leið . Nú er bara að halda áfram með endurbatann og styrkinguna.
Allir heimilismeðlimir eru núna búnir að fá "svínaflensu" sprautu, kærastinn fyrir nær þremur vikum og asma-fólkið í síðustu viku svo fjölskyldan ætti ekki að hrína mikið í vetur .
Prinsessan er alltaf að lofa sjálfri sér að vera duglegri við dagbókarjátningarnar enda ómögulegt að þú kæra dagbók fáir ekki fréttir, "dagbókin fyrst með fréttirnar" allavega er prinsessan eitthvað ósátt við fréttaflutning eða réttara sagt áherslur fjölmiðla að undanförnu. Miklu betra að hafa þetta bara á hreinu í dagbókinni og ekkert nöldur eða "besservissma" .
Bless kæra dagbók og áfram með suðaustan og sunnan áttirnar .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.10.2009 | 19:24
Jæja!!
Kæra dagbók Þá er komið að þriðju tilraun prinsessunnar í dag að láta þig frá fréttir . Það var gífurlegur lúksus á prinsessunni í gær . Hún fékk símtal frá góðri vinkonu sem bauð í mat sem eiginmaður vinkonunnar hafði eldað. Vinkonan er nefnilega svolítil prinsessa líka að vísu ekki af sömu ástæðum og prinsessan á bauninni. Heldur af því að hún er svo mikil dama og svo á hún eiginmann sem er mjög duglegur við að dekra hana og síðast en ekki síst þá á hún tvær ungar íði fagrar prinsessur með yndisleg bros . Þessi prinsessu vinkona hringdi sem sé og bauð kærustuparinu í mat og maturinn var rosalega góður, umhverfið yndislegt og félagsskapurinn frábær. Þar sem prinsessan er með svo mikið keppnisskap þá hefur hún velt því fyrir sér í allan dag hvernig hún geti toppað matinn, gestgjafana eða umhverfið og niðurstaðan er fengin. Prinsessan ætlar ekki að reyna við neitt af þessari upptalningu hún ætlar bara að bjóða vinkonunni og eignmanni hennar í mat seinna og er þá um leið búin að toppa matarboðið í gær með því að fá betri og skemmtilegri gesti . Svona er nú prinsessan á bauninni alltaf klár!
Á ýmsu hefur gengið hjá kærustuparinu að undanförnu, fyrir utan tiltektir og yfirhalningu heima fyrir, sem hefur reyndar gengið mjög hægt, þá hefur kærastinn verið svo illa haldinn af hálsríg að hann hallar ekki undir flatt heldur notar bara betra augað.
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá söddu kærustupari .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2009 | 12:22
Vanræksla á hæsta stigi!
Kæra dagbók nú hefur þú verið vanrækt alltof lengi og átt örugglega voða erfitt en nú ætlar prinsessan að gera bragabót á og setjast aftur við að segja þér fréttir af sér og nánasta umhverfi .
Á ýmsu hefur gengið síðan síðast. Það fyrsta er að prinsessan var svo óánægð með fataskápinn, sem reyndar var hurðarlaust gargan. Gofbuxurnar hlupu í honum í sumar og áður en í óefni væri komið ákvað prinsessan að versla nýjan skáp til að forða öðrum prinsessu fatnaði frá sömu örlögum . Prinsessan hentist stað úr stað og leitaði tilboða í fataskáp fyrir sig og kærastann, mörg tilboð fengust en þau voru öll eitthvað svo 2007 að prinsessan dreif sig í IKEA og leitaði lausna. Þar fékk prinsessan skáp(a) sem passa ekki alveg í bilið en þar sem prinsessan er mjög útsjónasöm kona þá verður 19 sentimetra bilið líka nýtt en kostnaðurinn verður nær einn þriðji af lægsta tilboði svo prinsessan er sátt og kemst oft út að borða fyrir sparnaðinn . Svo undarlega vill til að fataskápurinn er enn hurða- og skúffu laus, þar sem að enn eru fjórar vikur í þá sendingu, "aldrei" gerst áður hjá IKEA.
Meðan prinsessan og kærastinn dvöldi erlendir var skipt um parket á neðri hæð hússins þeirra en svo illa vildi til í fyrra að bæði rör og ofn sprungu í í fyrra. Parketskiptin voru svolítið söguleg í ljósi ástands fyrirtækja í landinu en höfðust að lokum rétt áður en kærustuparið mætti á frón. Síðan var drifið í málingavinnu, laga skemmdir eftir lekann og síðan miklu fleiri misfellur lagaðar og nú er svo komið að húsið hæfir prinsessunni og kærastanum . Í málingarvinnuna var fenginn frændi prinsessunnar, hann hýtur þá að vera prins, og félagar hans. Prinsessan naut sín sko með fullt af karlmönnum í húsinu, alveg eins og uppeldisárin, ekkert nema strákar eitthvað að bardúsa . Prinsessan er mjög ánægð með alla málingar vinnunna og er með sir bróður í fullri vinnu við að bora göt til að hengja upp hillur, ljós og fleiri muni .
Bless kæra dagbók og nú færðu oftar fréttir af mér því það er svo mikið að gerast og kærastinn hressist smá saman en afar hægt sem er nú kannski ekki alveg í takti við æðubunugang prinsessunnar en hún hefur tekið upp þann sið að taka alltaf tvær til þrjár vikur í viðmiðunartölurnar. Þannig að miði hún þrjár vikur aftur í tímann þá gengur hann mun hraðar í dag þó hraðinn hafi verið töluvert meiri á árum áður .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar