Skjaldbaka eða ekki skjaldbaka!

Góðan daginn kæra dagbók Wink enn situr prinsessan á sjúkrahúsinu og faðmar fartölvuna Smile.

Engar nýjar fréttir eru af kærastanum og ekki væntanlegar fyrr en eftir einhverja daga, hann er svipaður, slappur en gerir sína "rúmleikfimi" og fór út í smá göngutúr í gær Blush.

Prinsessan er mikið að velta því fyrir sér að gera alvöru úr því að taka skjaldbökuna til fyrirmyndar Woundering. Þannig er nefnilega að ekki hreyfir skjaldbakan sig mikið en verður þó 200 ára og prinsessan fór í morgun og hreyfði sig örlítið í ræktinni og er dauðuppgefin á eftir Sick sér ekki fram á að verða 200 ára með þessu áframhaldi!

Í gærkvöldi fór prinsessan á púttmót hjá kvennadeild Keilis, já kæra dagbók prinsessan er í golfklúbb og spilar golf þó litlar sögur fari af árangri og afrekum Whistling. Prinsessan mætti ásamt góðri vinkonu á svæðið og skráði sig inn en lenti ekki í sama hóp og vinkonan. Leiknar voru tvisvar sinnum átján holur og eftir því sem meðspilarnir sögðu þá stóð prinsessan sig mjög vel og var að vonum nokkuð ánægð með eigin frammistöðu Cool. Vinkonan hefur ekki verið eins natin við golfið og prinsessan þó að þær hafi byrjað saman í upphafi og prinsessuna fýsti að vita í lok leiks hvernig vinkonunni hefði gengið. Vinkonan virtist ekkert forvitin og ósköp róleg yfir sínum árangri en sagði þó "ja Erla sagði að mér hefði gengið vel". Já já prinsessan sá fyrir sér að vinkonan hefði klárað án þess að verða sér til skammar svo prinsessan var fljót að segja "ég fór á 33"  "já ég fór á 34" var þá svar vinkonunnar Sideways sem sé vinkona prinsessunnar er bara mun betri en hún hefur sjálf haldið fram og má bara vera mjög ánægð með sinn árangur W00t.

Nú er prinsessan orðin svöng eftir "allar" æfingarnar í morgun og því verða fleiri fréttir af henni að bíða betri tíma því prinsessan er með eindæmum skapstygg fái hún ekki sína næringu Crying.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu sem jafnfram þakkar fyrir góðar kveðjur og góðar heimsóknir Kissing.


Íþróttir!

Góðan daginn kæra dagbók Wink. Prinsessan er svoleiðis búin að stunda íþróttir síðustu dagana og jafnvel er svo farið að kærastinn er líka kominn af stað.

Kærustuparið hefur fylgst náið með gengi "strákanna okkar" í handboltanum í Svíþjóð en lítill munur hefur mælst á blóðþrýstingi kærastans fyrir og eftir leiki, kannski gott að ekki hefur verið mælt hjá prinsessunni Blush. Prinsessan hefur líka verið dugleg að mæta í ræktina eftir að veðurfarið fór að fara í átt að  prinsessu hitastigi, þó er eins og prinsessuna minni að hún hafi lyft þyngra og hreyft sig hraðar og svitnað meira áður en kuldaboli mætti á svæðið Woundering. Betur má ef duga skal og þar sem veðurspá lofar útivist þá ætlar prinsessan ótrauð að halda í átt að fyrra formi og mæta vel. Ekki er hægt að prinsessan ein æfi sig, kærastanum er ekki til setunnar boðið. Hér á sjúkrastofuna mætir regulega ungur piltur sem talar með skýrum norðlenskum framburði og kennir kærastanum æfingar og lætur hann pumpa vöðvana. Þetta allt saman fer fram í rúminu, þ.e. kærastinn er slappur og ekki mikið ferðafær nema að sinna brýnustu nauðsynjum og liggur því í rúminu og gerir æfingar. Prinsessan er því farin að líta "rúmleikfimi/íþróttir" öðrum augum en áður og er bara mjög sátt og sæl með að kærastinn stundi "íþróttir" í rúminu þó að hún sé víðs fjarri Cool jafnvel að stunda sínar íþróttir í Hress.

Litlar fréttir ef þá nokkrar eru aðrar af kærastanum, hann er enn á "veika" tímabilinu en er hressari í dag enn í gær og prinsessan situr hjá honum og knúsar tölvuna Pinch.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur héðan af sjúkrahúsinu Kissing


Súkkulaði kaka fyrir tvo.

Góðan daginn kæra dagbók Wink. Enn situr prinsessan hjá kærastanum á sjúkrahúsinu og lætur fara vel um sig í biluðum "lazy-boy" stól Pinch. Stóllinn er orðinn lúinn og lyftigræjan eitthvað farin að gefa sig. Prinsessan var búin að koma stólnum í ekta "lazy-boy" stöðu og slakaði þar á með tölvuna í fanginu þegar í gættina kom brosandi starfsstúlka og bauð kaffi eða te, prinsessan hugðist reisa sig upp en sat föst, pikkföst. Stóllinn neitaði gjörsamlega að fara í upprétta stöðu og prinsessan veit núna hvernig henni liði ef hún væri 170 kíló og þyrfti að standa á fætur. Þarna henti prinsessan sér fram og aftur í stólnum og reyndi að losa um tökin en ekkert ætlaði að gerast, loksins komst hún þó á fætur og þakkaði fyrir í huganum að ekki fleiri voru viðstaddir, allavega hefði hún hlegið ef þetta hefði verið einhver annar en hún að koma sér úr stólnum LoL.

Skömmu síðar heiðruðu, heiðurs hjón, kærustuparið með heimsókn. Kærustuparinu fannst ofsalega gott að fá svona hresst og fallegt fólk í heimsókn og sem betur fer höfðu þau (eða hann) vit á að koma ekki með afskorin blóm, því það er sko aldeilis bannað þegar menn eru "penískir". Prinsessan sá vel að kærastinn hresstist vel við heimsóknina og ekki sakaði að góður vinur hringdi líka. Foreldrar prinsisns komu líka í heimssókn með nesti með sér, þ.e. fyrir kærustuparið. Prinsessan heldur því statt og stöðugt fram að tengdamóðir hennar haldi að prinsessan sé að farast úr næringaskorti og ónógu fæði, spurning að biðja hana um að ganga meira með gleraugun svo hún sjá prinsessuna í réttu ljósi Blush.

Prinsessan prjónar og prjónar og les blöðin og rífst við þau, leysir krossgátur og sudokur. Nýjasta prjóna-afurðin er lopa-teppi handa Jóni Ormi eðalketti, hann svaf á því síðustu nótt og vaknaði hress í morgun, eflaust svo vel úthvíldur að hann hefði getað veitt hvaða fugl sem væri. Jón dreif sig út en var fljótur inn aftur þar sem ekki viðraði fyrir þessa elsku svo að inni-músin Heiða varð að duga í veiðiskapinn þennan daginn, ekki er hægt  að segja afinn og amman hafi verið óánægð með það Cool.

 

Annars er allt við það sama hjá kærustuparinu, beðið eftir að blóðþættirnir fari upp og farið varlega á meðan, smá hiti og höfuðverkur en allt undir "kontról". Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu Kissing.


Af göldrum!

Kæra dagbók Wink þá er dagur að kveldi komin og prinsessan hefur setið við hlið kærastans í dag og prjónað. Kærastinn hefur vel við unað, slappur og lasin en þó í "stabílu" ástandi og ekkert faðmað gólf í dag Halo. Gestir hafa heiðrað kærustuparið hér á sjúkrahúsinu í dag og hefur parið haft af því nokkuð gagn en aðalega gaman Smile.

Hins vegar varð smá uppnám á heimili prinsessunnar í gærkvöldi Sideways. Kærastinn hringdi til að bjóða góða nótt og þegar að prinsessan var að tala í símann fer Jón eðalköttur að fylgjast með svo prinsessan áleit að hann vildi fá að tala við "afa" og rétti símann að eyra Jóns. Jón tekur við að mala á hæsta mali og svo hátt að "afi" heyrði til hans í gegnum símann og fer þá að tala meira. Jón stendur þá upp og horfir stórum augum (sjáöldrin þanin til hins ítrasta) á símann og svo á prinsessuna/ömmu sína, reynir að kíkja bakið símann stekkur svo undir stól og horfir á ömmu sína og út úr svip hans mátti lesa " hvað ertu búin að gera við afa, troða honum inn í þetta litla box, það er ekki fallegt" Crying! Prinsessan kvaddi kærastann og reyndi svo að blíðka Jón en hann virtist bara skelkaður og vildi ekkert með ömmu sína hafa þó hún væri búin að fela "boxið", hann ætlaði sko ekki að láta setja sig þarna inn líka. Það tók Jón góða stund að jafna sig á "göldrum" ömmu sinnar en sofnaði svo á gólfinu hjá henni og svaf þar í alla nótt, alsendis áhyggjulaus um "galdranornina".

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu sem situr/liggur núna og horfir á fréttir Kissing


Spurning um að vekja athygli!

Góðan daginn kæra dagbók Wink.

Nú situr prinsessan á sjúkrahúsinu kærastanum til skemmtunar (það var þá skemmtun) og svo situr hún bara og faðmar tölvuna Blush.

Kærastinn náði að raska ró fjölskyldunnar í fyrrinótt FootinMouth. Reyndar er komin reynsla á það að einhverjum dögum eftir lyfjagjöf verður kærastinn mjög slappur vegna blóðleysis (ýmissa þátta í blóðinu) og þá þarf prinsessan að vera dugleg að fylgjast með honum og þá leikur hún afskiptasama, kemur allt við, konu Shocking. Á þriðjudagskvöldið var kærastinn bara ágætleg hress og var í "leyfi" heima svo prinsessan var ekki með neinar áhyggjur og eftirlitð svolítið á "hold". Fjölskyldan hélt öll fremur snemma til hvílu en kærastinn sá til þess að hin þrjú (fjögur) ruku upp með andfælum rétt fyrir fimm, allir búnir að sofa nóg, allir á fætur og gera eitthvað W00t. Kærastinn ætlaði sem sé að kasta af sér vatni en þá vildi ekki betur til en svo að blóðleyfarnar náðu ekki upp til heila svo kærastinn steinlá á baðherbergisgólfinu með öllum þeim látum sem hans líkami gat útbúið á þessum stað. Prinsessan var eitursnögg inn á baðherbergi með dótturina á hælunum og sonur lallað inn skömmu síðar og Jón Ormur var sömuleiðis mættur á svæðið, þarna var sem sé hægt að láta fjölskylduna alla glaðvakna á sama augnablikinu og beint fram úr, ekkert snús eða snúa sér á hina Sideways. Kærastanum var hagrætt þarna á gólfinu af mæðgininum en dóttirin hringdi á sjúkrabíl og inn á deildina sem kærastinn liggur á. Prinsessan skellti sér í leppana og hélt á sjúkrahúsið á eftir sjúkrabílnum og þar var kærastanum komið fyrir á "svítunni" fékk vökva í æð og góða aðhlinningu og öll "lífsmörk" mæld, allt kom vel út miðað við aðstæður. Prinsessan hélt heim skömmu fyrir átta og ákvað að knúsa "litlu" börnin sín og leggja sig í svona tvo tíma, vitandi kærastann í öruggum höndum. Ekki var nú kærastinn á því að láta morguninn líða í rólegheitum, ekki var hægt annað en að leyfa starfsfólkinu að hafa pínulítið fyrir sér. Kærastinn ákvað sem sé að fara, aftur, að skvetta af sér vatni en þar sem enn var jafnlangt fyrir blóðleyfarnar að fara upp í höfuð þá steinlá kærastinn svo glumdi í um alla deild og allar þessar ljúfu stúlkur (læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, nemar) þustu inn til kærastans til að aðstoða hann Frown. Kærastinn var settur í hinar ýmsustu rannsóknir, höfuð, hjarta og fleiri líffæri voru skoðuð og ekkert óvanalegt kom í ljós svo kærastinn virðist nokk ósár eftir þessar "gólffaðmanir" Sick. Þegar prinsessan mætti á svæðið fékk hún fréttir af atburðum en þó ótrúlegt megi virðast þá eru áverkar hverfandi á kærastanum hann er alltaf jafn sætur og myndarlegur InLove.

Núna er kærastinn á "veika" tímabilinu en fljótt er brugðist við öllum merkjum um sýkingu og hér er þjónustan frábær Grin.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu sem ætlar (allavega prinsessan) að fylgjast með handboltaleik í kvöld Kissing.


Af eðli og viðkvæmum sálum!

Góðan daginn kæra dagbók Wink. Nú situr kærustuparið og bíður eftir niðurstöðum um blóðprufu og um leið eftir næsta skrefi en líklega fær kærustuparið að eyða síðdegi og næstu nótt heima í firðinum fagra Smile.

Kærustuparið var komið heim um hálf fjögur í gær og fékk gesti í kaffi og síðan eldaði prinsessan einn af uppáhaldsréttum kærastans. Þessi réttur er reyndar (því miður) líka í miklu uppáhaldi hjá prinsessunni og þá vill fara svo að hún kunni sér ekki hóf og hreinlega éti yfir sig. Nákvæmlega það gerðist einmitt í gærkvöldi svo að prinsessan settist í sjónvarpssófann afvelta, þá var verið að sýna þennan fína breska sakamálaþátt í sænska sjónvarpinu Cool. Þarna sat prinsessan eins og klessa þegar litla "ömmubarnið" lét í sér heyra. Joyful"Ömmubarnið" er hann Jón  sem dóttirin kom með inn á heimilið um miðjan maí en þá var hann 6 vikna kettlingur. Prinsessan fann ýmislegt því til foráttu að hafa kattardýr á heimilinu þó að í raun dái hún kettina fyrir sjálfstæðið og sé í raun mikil dýravinur (eru hestar nokkuð dýr?) Jón var flótlega í miklu uppáhaldi hjá öllum heimilismeðlimum og til að sem best væri að honum búið var farið með hann til dýralæknis í ýmsar bólusetningar og ormahreinsun í maílok. Fljótlega kom í ljós að ormahreinsunin gékk ekki sem skildi þar sem óþekktarormurinn efldist frekar er hitt í honum Jóni og fékk hann því fljótlega viðurnefnið Ormur og sökum þess hvað hann er duglegur að mala er fullt nafn hans í dag "Mótórbáturinn Jón Ormur" stundum kallaður Brekkusóley Shocking. Jón er svartur köttur og vitur kona sagði prinsessunni eitt sinn að svartir kettir væru mun meiri veiðikettir en aðrir kettir og því var Jón útbúin með þrjár bjöllur á bakinu, fuglum hverfisins til varnar. Þetta hefur Jón hins vegar nýtt sér til hins ítrasta þegar að fjölskyldan vill að hans mati liggja of lengi á sínu græna, þá veltir Jón sér á gólfinu svo í glymur og fáum er svefnsamt eftir klukkan 07:11 á morgnana fórni ekki einhver sér og næri dýrið Tounge.Aftur að gærkvöldinu þar sem prinsessan sat þungt, afar þungt í sófanum og Jón tilkynnti komu sína inn með miklum bjölluhljóm, kærastinn stóð upp til að hleypa "Yndinu" inn um garðdyrnar en segir um leið "hann er með eitthvað" og prinsessunni fannst hún voða fyndin þegar hún segir af bragði "fugl". LoL Var ekki þessi elska þá að færa björg í bú, búin að ná í skógarþröst, dröslast með hann yfir 2 metra háa girðingu og inn á stofugólf og enn var þrösturinn í lífi Pinch. "Amman/prinsessan" rauk á lappir hrifsaði Jón upp og hentist með hann upp í þvottahús og hrópaði á kærastann að snerta ekkert (hann er penískur) og svo á soninn að bjarga fuglinum. Þegar þarna var komið við sögu skildi Jón Ormur ekkert í "ömmunni sinni" hvaða læti og mátti hann ekki klára að "leika" við bíbí, hann vældi og klóraði í hurðinna og vildi komast fram en var þess í stað hent ofan í óhreinatauskörfu og "amman" stakk af. Þrestinum var komið fyrir í kassa út í bílskúr, með nesti og síðan var reynt að meta hvort ekki væri bara best fría greyið frá meiri þjáningu en sem betur fer þurftu mæðginin ekki að taka það að sér þar sem að greyið litla sofnaði og vaknaði ekki aftur. Ekki þarf að taka það fram að fjölskyldan var í áfalli og kærastinn alveg miður sín og þau feðgignin hálfgrátandi Crying. Jón Ormur ekki hátt skrifaður, hann sem var bara að færa björg í bú og þegar málin voru skoðuð þá lét hann þröstinn falla við fætur "afa síns", hefur ætlað að hressa hann við og gefa hollt og gott að borða og var svo bara skammaður fyrir og "afi" varð bara ógurlega mikið leiður! ShockingKærustuparið vonar náttúrulega að bjallan sem bætt var á bakið á Jóni í morgun forði fuglum hverfisins frá þessum "duglega" veiðiketti en til öryggis vill "afinn" að Jón verði inni á kvöldin hér eftir!Jón mættur!Bless kæra dagbók og prinsessan þakkar góðar upplýsingar um "facebook" og allar líkur eru á að hún fái "sjúklina" aðgang, ekki fer hún að kaupa sér "flóknari" síma og takk fyrir allar góðu kveðjurnar og prinsessan setur inn fréttir um leið og þær berst Kissing.

Föstudagur í dag!

Kæra dagbók Wink þá lætur prinsessan frétta af sér en hún er við nokkuð góða heilsu þrátt fyrir að vera þurr og flekkótt í húðinni á "kroppnum" Crying.

Hitastigið hefur heldur sigið í átt að prinsessu-stigi þó enn megi betur. Kærastinn hefur nú fengið fyrsta lyfjaskammt, hver skammtur fer inn á fimm dögum, þess vegna fær hann smá frí í kvöld. Hann fær að sofa heima hjá kærustunni fram á sunnudag ef vel gengur og fær jafnvel að vera með annan fótinn heima einhverja næstu daga. Gaman að greina frá því að "svítan" bíður þó alltaf eftir honum á Hringbrautinni Sideways.

Prinsessan er nokkuð iðin í handavinnunni en er sér til mikillar gleði búin að uppgötva nýja leiki á þessu fína "interneti" og hefur hún nokkuð gaman af hins vegar fara litlar sögur af gagninu af þessum leikjujm FootinMouth. "Facebook" er lokuð á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, eflaust gert til varnar gögnum sem geymd eru í tölvukerfi sjúkrahússins.  Væri þá ekki nær að hafa aðra tengingu fyrir "gesti" svo þeir kæmust á andlitsbókina sem er náttúrulega einfaldlega lífsnauðsynlegt, sálar og líkamsheill "gesta" liggur bara hjá garði við þessa lokun. Errm Prinsessan (þessi mjög svo klára) er nefnilega búin að komast að því að það er auðveldara að "brjósta inn" í þetta viðkvæma kerfi sem gestir hafa aðgang að, heldur en væri ef "gestirnir" væru á sér tenginu (reyndar hefur prinsessan þetta eftir einu tölvuséníinu). Þannig að það að loka á andlitsbókina er í raun bara til að forðast vírusa og að starfsfólk sé ekki að eyða tíma á "face-inu", hins vegar sýnist prinsessunni þetta starfsfólk aldrei setjast niður og hvað þá að það geti þá kveikt á tölvu, alltaf verið að hugsa um kærustuparið.

Prinsessan er frekar fúl Pinch yfir þessari lokun og hefur orðið þó nokkrar áhyggjur af sinni sálarheill, það gæti eitthvað "skeð" sem hún missti af því hún hefur ekki "facebook"! Er ekki tími til komin að ræða þetta við stjórnendur? Þetta getur reyndar verið vegna sparnaðar.  Núna er til dæmis "internettengingin" ekki lengur þráðlaus heldur situr prinsessan og flækir sig mismikið í snúruna sem tengir hana við umheiminn. Í landi jafnaðar þar sem kærustuparið dvaldi um nokkurra mánaðar skeið, einmitt á sjúkrahúsi lengst af, þar var þráðlaus "internettenging" og þar var sálarheill prinsessunnar ekki stefnt í voða þar sem hún hafði óheftan aðgang að "facebook" og þó er nú ýmislegt sparað þar Woundering.

Jæja kæra dagbók þá ætlar prinsessan að fara að kveðja en hún og kærastinn eru alveg rosalega ánægð með allar góðu kveðjurnar og óskirnar sem þau hafa fengið, það er nefnilega svo hollt og gott að fá góðar kveðjur. Bless kæra  dagbók og bestu kveðjur frá prinsessunni á bauninni og kærasta hennar Heart


2011 jahérna!

Kæra dagbók þá er prinsessan komin á ról og ætlar aðeins að heilsa upp á þig Wink.

Því miður er prinsessan ekki með góðar fréttir því nú situr hún með gúmmíhanska í gulum slopp á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut kærasta sínum til skemmtunnar (og náttúrulega rosa sexy í þessari múnderingu). Kærastinn var nefnileg greindur aftur með bráðahvítblæði svo nú er ný meðferð tekin við sem við reyndar vitum ekki alveg hvernig verður þar sem allavega tvær leiðir eru mögulegar en ætti að skýrast í lok mánaðar. Allavega vinna framundan Woundering.

Greiningin kom síðasta föstudag en kærastinn fór ásamt dóttur sinni á laugardagkvöldið og hélt uppi stuði með rokkgítarleik og söng á nýársfagnaði Þrasta. Dóttirinn söng nokkur lög með hljómsveit pabba síns og prinsessan fékk sýnishorn á dvd þar sem að hún komst ekki út þar sem veðrið bauð ekki upp á útiveru fyrir prinsessur Frown. Hins vegar hefur prinsessan áreiðanlegar heimildir fyrir því að þau feðginin hafi staðið sig með miklum sóma sem er samhljóma því sem prinsessunni fannst þegar hún horfði á dvd myndina Grin. Prinsessan hefur hug á að grobba sig meira og setja myndskeiðið hér inn á bloggið svo að þú kæra dagbók getir notið. Það verður prinsessan hins vegar að gera heima hjá sér og bíður það því aðeins, ekki mikið.

Svo eru það beinar fréttir af prinsessunni, sem eins og þú kæra dagbók veist, er mjög róleg og yfirveguð í öllum sínum gjörðum og sýnir aldrei af sér fljótfærni. Í desember verslaði prinsessan sér "bodylotion" af ódýrustu gerð, sem hún reyndar hefur oft verslað áður og vel líkað, nema að nú var búið að "breyta" umbúðunu. Eftir næstu sturtu dundaði prinsessan við að bera á sig, vel og vandlega, búið var að bæta "lotionið" nú var það þykkara og á brúsanum stóð "firming". Var þetta ekki alveg upplagt fyrir prinsessu sem skyldi nú ná stinnri og flottri hún ungmeyjunnar og ekki var "lotionið" sparað eftir næstu sturtuferðir. Um svipað leiti fer að bera á "sveppasýkingu" á húð prinsessunnar svo hún fær sveppalyf sem dró úr einkennum sem svo hurfu á fáum dögum. Tók þá prinsessan til við fyrri "lotion-áberingu" en tekur þá ekki "sveppurinn" sig upp aftur svo að nú var læknirinn heimsóttur og hann ávísaði á pillur sem skyldu gera kraftaverk. Þetta var prinsessan búin að bryðja í þrjá daga og passa vel upp á húðina sem óneitanlega klæjaði í en þá var bara borið meira "lotion" á. Á Þriðja degi fékk prinsessan mjög góðan og skemmtilegan gest í heimsókn og sat í stofunni (bauð gestinum ekki upp á neitt) og spjallaði og bar sig illa við gestinn og sýndi þessa ferlegu "sveppasýkingu" um allan búk. Þá byrjar dóttirin eitthvað að góla á efri hæðinni. Prinsessan kváir þar sem að hún áleit þessi gól sér ætluð og ef grant var hlustað mátti heyra smá fliss í þessu góli LoL. Hvað var dóttirin að góla "mamma þú hefur verið að bera á þig "shower cream, þetta  bodylotion þitt er sturtusápa ég set það bara í sturtuna". Sem sé prinsessan sem ætlaði að fá stinna húð tvítugu stúlkunnar var á góðri leið með að brenna af sér húðina með því að bera á sig sápu eftir sturtu Crying Prinsessan hefur því ákveðið að bíða með húð hinnar tvítugu og ber nú á sig "Alo Vera" og er hætta éta "meðalið" Blush

Kæra dagbók þá segi ég nú bless í bili, við kærustuparið erum í baráttuhug og höldum ótrauð áfarm InLove.


19. nóvember 2010

Góðan daginn kæra dagbók! Prinsessan hefur verið afar þjáð af putta-leti í langan tíma og ekki haft hug á að upplýsa neitt um sína hagi sögum leti FootinMouth.

Þar sem til standa breytingar á stjórnarskrá Íslenska lýðveldisins vill prinsessan endilega koma þeim lögum inn að "hitastig undir +6°C verði ekki leyft í Hafnarfirði" . Prinsessan hefur aðeins verið að hugleiða og skoða hvað menn (kevnmenn og karlmenn) hafa fram að færa í sambandi við stjórnlagaþing, margir bjóða sig fram og svo er bara að velja hver hefur skoðanir sem hæfa skoðunum prinsessunnar. Þar sem prinsessan hefur nú kosið í hinum ýmsu kostningum í gegnum árin þá hefur hún miklar og stórar áhyggjur, því það virðast vera álög á þeim sem fá kosningu í hinar ýmsu stjórnir eða embætti, að þeir skipta um skoðun eftir að hafa hlotið kosningu, skrítið Blush.

Í dag 19. nóvember eru 90 ár síðan að faðir prinsessunnar fæddist en honum auðnuðust aðeins rúm 62 ár hér á jörð. Minningar prinsessunnar eru hins vegar margar og góðar um PABBANN. Prinsessan sótti sjóinn með pabba sínum og hafði bæði gagn og þó nokkuð gaman af, eins fór prinsessan í margan göngutúrinn með pabbanum sínum og ekki síst í bíltúrana. Þar er eiginlega að rifjast upp fyrir prinsessunni að líklega hefur pabbinn ekkert mátt hreyfa sig án þess að hafa prinsessuna í eftirdragi FootinMouth. Pabbi prinsessunnar var stýrimaður og skipstjóri framan af æfi en kom í land þegar prinsessan var enn lítil prinsessa og þar sem prinsessan er prinsessa þá fannst henni sjálfsagt að hann hefði hætt á sjónum til að vera meira með prinsessunni sinni. Ekki að einhver meiðsli og slys hefðu komið þar að máli. Wink

Pabbinn var af þeirri kynslóð sem var ekki mikið að hæla sínum börnum svo aðrir heyrðu og ekki orðaði hann tilfinningar sínar oft. Hann notaði sinn orðaforða í hólið og sína hlýju. Pabbinn var mjög stoltur þegar að prinsessan fæddist og sagði þegar hann leit hana augum " fitubolla hún er nú ekkert rusl þessi stelpa" og þessi orð segja nú mikiðGrin

Að vísu heldur prinsessan því statt og stöðugt fram að bræðurnir þrír hafi ekki síður verið stoltir þegar prinsessan kom í heiminn. Sá tíu ára skipti um bleyju á prinsessunn (já líka kúkableyju) svo það er rétt hægt að ýminda sér ánægjuna með stelpuna.  Sá níu ára sagði að þau hefðu fengið skvísu (að vísu varð prinsessan aldrei nein rosaleg skvísa, meira svona stráka stelpa) og þessum þriggja ára fannst (og finnst enn) ekkert nógu gott fyrir litlu "ystu".

Prinsessunni var gert að halda dagbók um heilsufarið en þar sem prinsessan upplifir sjálf heilsufarið þá nennir hún ekkert að tjá sig um það. Hins vegar er orðið "heilsu-farið" nokkuð gott að mati prinsessunnar þar sem að heilsan fer þegar kólnar úti.Sick

Jæja bless kæra dagbók þá er bara að vona að prinsessan sjái sér fært að flytja af sér frétti fljótlega Kissing.

 

 

 


Dagbók!!

Kæra dagbók nú er sko langt síðan þú hefur heyrt frá prinsessunni á bauninni og ýmislegt gerst á þessum tíma. Ástæður þagnarinnar er einfaldlega leti en nú verður prinsessan að halda heilsufarsdagbók fyrir lækninn sinn og því alveg eins gott að gera það hér í þessa líka fínu dagbók. Fljótlega ætlar prinsessan hins vegar að loka dagbókinni þannig að þeir sem hafa einhvern nenning í að lesa bullið um prinsessuna verða að sækja um aðgangsorð, meira um það síðar Smile.Jón mættur!Þreyttur ungur kettlingur!

Síðan síðast hefur einn heimilismeðlimur bæst við í fjölskylduna, dóttirin á bænum er orðin einstæð móðir! Sonurinn heitir Jón og varð 4 mánaða 25. júlí síðastliðinn. Jón er dökkur á húð og hár, eiginlega bara alveg svartur. Það læðist sá grunur að prinsessunni að dóttirin sé galdranorn eftir allt saman, þannig er það allavega alltaf í ævintýrunum, galdranornirnar eiga alltaf svartan kött en þeir eru jú yfirleitt fullorðnir. Prinsessan er sem sé orðin amma og stendur sig að eigin mati mjög vel í hlutverkinu, bara dekrar og eyðileggur uppeldið! Engin mannlegur heimilismeðlimur hefur sýnt nokkur einkenni ofnæmis fyrir barnabarni prinsessunnar, sem í sjálfu sér er mjög merkilegt, það er helst hegðun Jóns á ókristilegum tímum sem veldur viðbrögðum. Hin einstæða móðir og barnið!

Kæra dagbók prinsessan átti víst að fjalla um eigið heilsufar í þessari dagbók en nú starfar prinsessan sem tilraunadýr, að vísu ekki á Keldum, fer einu sinni í mánuði í sprautu. Í prinsessuna er sprautað efni sem unnið er úr eggjastokkum kínverskrar stökkmúsar og er það eflaust gert til að prinsessan verði betra leifang fyrir Jón sem þá getur skemmt sér alla dag við eltingaleik. Prinsessunni er hins vegar tjáð að þetta sé til að reyna að draga úr asmanum sem um leið á þá að minnka svæsin viðbrögð við kulda.

Að sjálfsögðu krækti prinsessan sér í kulda á einu heitasta degi ársins, hún var að flækast úti á stuttbuxum og ermalausum bol löngu eftir sólsetur og varð köld og fékk sterk viðbrögð en hitaði sig snarlega og vel upp. Þar með taldi prinsessan að allt væri úr sögunni en nei nei næsta kvöld var prinsessan lögst í rúmið fyrir 21:00 og taldi sér og öðrum heimilismeðlimum trú um að þetta væri þreyta. Daginn eftir var sprautumeðferð númer 2 og um kvöldið mældist hitastig prinsessunnar 39.5°C sem er víst ekki normal en hvenær hefur þessi prinsessa svo sem verið normal? Við tóku andlausir daga (dagar sem prinsessan á erfitt með að ná andanum vegna asma) og stera át. Nú viku síðar er prinsessan öllu hressari, svolítið ofvirk (fylgifiskur steranna), fór í golf í dag og loksins búin að þrífa hornskápinn í eldhúsinu Grin.

Bless kæra dagbók og hafðu það sem best og prinsessan lofar að standa sig vel í að passa heilsuna og hætta að leika einhvern jaxl, enda verður hún að vera hress þegar hún tekur við leiklistarverðlaunum fyrir að leika myndarlega húsmóður Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband