Prinsessan að færa sig upp á skaftið¨!

Góðan daginn kæra dagbók nú situr prinsessan og nýtur þess að drekka dekur kaffi Wink. Þannig er nefnilega að á sjúkrahúsinu er boðið upp á kaffi fyrir inniliggendur og gesti þeirra og þetta er alveg ágætt kaffi og yfirleitt nýlagað hins vegar á starfsfólkið eigin kaffivél inni í sinni mataraðstöðu. Þessi vél malar kaffið í hvern bolla og hellir bara upp á einn bolla í einu. Nú er svo komið að prinsessan sem drekkur ekki marga kaffibolla yfir daginn, helst tvo góða og ekki meir, fer fram á það í hvert skipti sem hún þiggur kaffi að fá "extra" gott kaffi. Það þýðir að hún vilji fá sitt kaffi úr umræddri vél, spes lagað fyrir hana eina FootinMouth. Reyndar má segja að þetta komi til vegna þess hve ofdekruð prinsessan er hér á sjúkrahúsinu, bæði sjúkraliðar og hjúkrunarkonur keppast við að hafa allt sem best fyrir prinsessuna, enda sjá þær örugglega hve prinsessan er í raun mikið ekta Cool.

Kærustuparið beið í nokkra daga eftir að kærastinn fengi hita (gasalega spennt!) því það er partur af "pógrammet" og nú er hann sem sé kominn með hita ekki mjög háan sem betur fer og er komin á sýklalyf. Kærastinn er í mjög góðum höndum og vel er fylgst með honum því enginn vill að hann fái svona slæma lungnabólgu eins og síðast nú er bara að vera þolinmóður næstu vikurnar og leyfa þessari umferð að klárast og vonandi án allra vandkvæða svona til tilbreytingar Smile.

Kærustuparið er rosalega spennt í dag, kannski eru þau að reskjast, von er nefnilega á frumburðinum og einkasyninum heim á morgun, hann verður sem sé endurheimtur frá henni "Emerríku". Hann hefur verið við kvikmyndagerð í Evrópu og Amerríku síðustu tvo mánuði og síðan á að vinna eftirvinnuna hér heima.

Dagurinn í dag er líka merkisdagur hjá fjölskyldunni þar sem að Jón Leifs "alias" Jón Ormur á afmæli í dag, barnabarnið er sem sé eins árs og virðist bera aldurinn nokkuð vel. Hann rauk á fætur klukkan 05:31 í morgun eða við fyrsta tíst í vekjaraklukku mömmu sinnar en hún er vön að fara í ræktina fyrir skóla á morgnana. Jón vildi strax fá sína þjónustu, mat og fá að skreppa aðeins út á þak, þ.e. hann fer út um svefnherbergisgluggan og lýtur eftir lífinu af þakinu á sólskyggninu Shocking. Núna vildi svo til að hin "einstæða móðir" ákvað að sleppa ræktinni og hvíla sig áfram en svona útúrsnúningar eiga ekki við hann Jón svo hann vældi af hneykslan og heimtaði að rétt röð á réttum tíma væri í heiðri höfð. Þar sem móðirin haggaðist ekki þá sá "amman" aumur á afmælisbarninu og hleypti honum út á þak, þar sem hann sat dágóða stund og horfðist í augu við hrafn einn vígalegan sem sat á næsta ljósastaur, hrafninn lét undan og flaug sína leið og í staðinn komu litlir sætir þrestir og þá þótti "ömmunni" vissara að fara niður og næra afmælisbarnið áður en hann bjargaði sér sjálfur Crying.

Prinsessan er svona að velta því fyrir sér að mæta á vorfagnað í kvöld, þar sem dugmiklar konur úr golfklúbbi Keilis ætla að fagna vorkomu í "BLING" útbúnaði, vorið er nefnileg að byrja að tylla sér og því um að gera fyrir svona prinsessu að fagna því W00t. "Hin einstæða móðir" hefur meira að segja boðist til að aka prinsessunni báðar leiðir.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærsutuparinu og vonandi að ALLIR muni eftir að slaka á og njóta tímans sem er Kissing.


Vorið er handan við hornið!

Góðan daginn kæra dagbók Wink þá er kærastinn byrjaður á nýrri törn. Hann er hress og íþróttaálfurinn kemur daglega og fær sér göngutúr með kærastanum og síðan eru það nokkrar styrktaræfingar. Annað með prinsessun sem eltist við Ágústu Johnson á morgnana heima í stofu og eitthvað gengur Ágústu illa að halda takti og svo kann hún heldur ekki að telja. Já prinsessan er búin að finna þetta út því þegar prinsessan gerir æfingarnar þá er Ágústa alltaf á undan og svo segir Ágústa "og 2 í viðbót" og gerir svo fjóra, "common" FootinMouth.

Prinsessan er búin að ákveða að vorið komi eftir helgi, prinsessan er að tala um íslenskt vor Tounge. Það er hret öðru hvoru en sjaldan og að mestu hlýnandi veður og páskaliljur að springa út Smile. Prinsessan vill fara að komast á kaffihú,s hitta fólk og í göngutúr(a) enda prinsessunni í "barnsminni" hvernig það er að fara út að ganga. Prinsessan hefur líka hug á að komast í ræktina því ef satt skal segja þá er það henni töluvert erfitt að horfa upp á hana Ágústu á hverjum morgni og aumingja Jón liggur skelfingu lostinn uppí "ömmurúmi" á meðan ósköpin ganga yfir Crying.

Tengdamóðir prinsessunnar fór ásamt hinum syninum og fjölskyldu í "íþróttaferð" til Siglufjarðar um daginn og í fyrstu hafði prinsessan svolítlar áhyggjur af þessari ferð. Prinsessunni var nefnilega hugsað til æskuáranna þegar hún sjálf dvaldi oft á Siglufirði undir því yfirskini að heimsækja ættingjana. Prinsessan hafði alltaf í öruggt hús að venda en hún vissi nú samt til þess að sumt aðkomufólk þurfti að gista á tjaldistæði sem var staðsett inn í firði. Sem betur fer fékk tengdamamma hús til afnota og þurfti ekki að nýta sér tjaldsvæðið svo áhyggjur voru óþarfar Sideways  í bili alla vega.

Tjalstæði þetta lá við berjaland og þangað ákváðu frænka (reyndar gift föðurbróður) og móðir prinsessunnar að halda einn daginn og týna ber í sultu og saft Cool. Í einhverju bjartsýnistkasti þeirra mákvenna þá álitu þær að dæturnar á svipuðum aldri væru upplagðar í að hjálpa til við berjatýnsluna, ja það sem fullorðnu fólki getur dottið í hug  Whistling. Eftir að ungu frænkurnar höfðu náð að botnfylla sín ílát þá ákváðu þær að nú væri nauðsynlegt að bregða sér á kamarinn á tjaldsvæðinu. Ja þvílíkur töfrakamar!!! Þarna voru fjórir samfastir kamrar/klefar sem lágu við árbakka ofan á láréttum staurum en staurarnir lágu þvert yfir ána, frá einum bakka til annars. Svo "skemmtilega" var kömrunum fyrirkomið að allt sem menn létu frá sér á kamrinum féll beint ofan í ána og auðvelt að sjá hvað niður féll. Þetta voru frænkurnar fljótar að uppgötva og skemmtu sér við að fylgjast  með hvað kom frá hvor annarri og svo eins hverju þær hentu niður í gengum kamarinn, eitthvað reyndu þær líka að fá ferðafélagana til að athafna sig á kamrinum en undirtektir voru afar dræmar. Skemmst er frá því að segja að prinsessan gékk hölt nokkra mánuði eftir að hafa misstigið sig af spenningi við að hlaupa að ánni til að sjá hvað kæmi niður og þegar prinsessan var um fertugt var reynt að gera við þessi meiðsl því ristarbein hafði brotnað og ekki lagað strax enda ekki hægt að kvarta of mikið yfir "kamarmeiðslum" Pinch. Það er hins vegar af frænkunni að segja að hún lagðist daginn eftir í 40 stiga hita Sick, kvef og hálsbólgu og var hás í mörg ár á eftir og gott ef hún er það ekki enn í dag. Er það nema von að prinsessan hafi haft áhyggjur af tengdamömmunni Halo.

Bless kæra dagbók, kærustuparið situr á sjúkrahúsinu og dundar við lestur, prjónaskap og tölvuleiki en prinsessan vonast til að fá kærastann í smá heimsókn heim yfir daginn einhverja næstu dagana Kissing.

 

 

 

 

 

 


Kvartanir og enn fleiri kvartanir!

Góðan daginn kæra dagbók Wink þá sér prinssessan sér ekki fært á öðru en að láta þig frétta örlítið af sínum högum Sideways. Vegna óprinsessulegs veðurs þá hefur prinsessan haldið sig heima við og dekrað Jón Orm eðalkött en ekki látið neitt af sér eða sínum frétta en nú er komið af fréttum og ekki síst vegna "kvartanna" bæði af höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni Errm.

Kærastinn er hitalaus síðan fyrir helgi og fékk meira að segja að koma í heimsókn heim síðustu þrjá daga í nokkra klustundir í senn en var kyrrsettur í dag vegna rannsókna á heilsufari. Prinsessan komst út í bíl í dag og hefur því setið á sjúkrahúsinu  og ekki nennt að gera neitt nema leika sér í tölvunni og skoða fréttasíður á netinu Pinch. Kærastinn fer í göngutúra og gerir æfingar með sjúkraþjálfara á sjúkrahúsinu til að byggja sig upp fyrir næstu törn en prinsessan reynir að gera æfingar heima í kuldanum. Prinsessan fékk meira að segja gefins DVD-disk þar sem Ágústa Johnson stjórnar æfingum af miklu kappi Grin Hún heldur hins vegar ekki alveg sama takti og prinsessan og prinsessu hægri er ekki sama og Ágústu hægri en þetta hefur þó gengið stórslysalaust fyrir sig,  einhverra hluta vegna heldur Jón sig alltaf á efri hæðinn þegar prinsessan "púlar"Sick.

Prinsessan ákvað í morgun að kíkja í tölvupósthólfið sitt og sat við það í rólegheitum en Jón sat í glugganum í eldhúsinu og mændi út á vonda veðrið. Eftir að prinsessan hafði lesið nokkra "pósta" heyrast torkennilegt hljóð úr eldhúsinu og prisnsessan stóð því upp til að aðgæta hvað væri þar í gangi; sat þá ekki grár penn köttur við kaffivélina og horfði í kringum sig, kotroskinn Happy. Jón hinsvegar sat á eldhússtól og urraðí og kvæsti, allsendis óánægður með stöðuna, úr augum hans mátti lesa "hvað vilt þú upp á dekk, Grámann"! Kötturinn forðaði sér snarlega út um eldhúsgluggan þegar að prinsessan "ógurlega" gékk að honum og hvarf hann út í rigninguna og rokið án þess að kveðja eða þakka fyrir móttökurnar; dóninn! Jón stóð og var í viðbragðstöðu og horfði haukfráum augum út í regnið og róaðist ekki fyrr en prinsessan var búin að loka glugganum og klappa honum og knúsa vel Cool. Jón var orðinn rólegur þegar að prinsessan hélt af stað inn á sjúkrahús og bjó hann sig undir að leggja sig fyrst að honum var ekki ætlað að fara með en var þá búin að elta prinsessuna um allt hús, þar sem hún lokaði öllum gluggum vel og vandlega Tounge.

Bless kæra dagbók og nú vonum við að það fari ekki að frysta verulega aftur þar sem að sýnt er að fingurnir á prinsessunni virðast frjósa í frostinu, bestu kveðjur frá okkur kærustuparinu Kissing.

 


Nýtt!

Góðan daginn kæra dagbók Wink prinsessan situr á sjúkrahúsinu og faðmar fartölvuna eins og undanfarnar vikur. Kærastinn hefur verið örlítið að  hressast síðustu þrjá dagana eftir töluverð veikindi, slæma lungnabólgu og vökvasöfnun í og utan um lungun. Í fyrradag var nærri líter af vökva tappaður af hólfi sem liggur utan á lungunum, enn er vökvi til staðar í og við lungu sem stendur til að ná í burtu á næstu dögum Sideways. Allt er í biðstöðu varðandi sjúkdóminn á meðan unnið er gegn lungnabólgunni svo að fleiri fréttir af kærastanum verða að bíða betri tíma.

Prinsessan er hins vegar fremur hress á líkama miðað við árstíma og er hundfúl yfir veðurspá næstu daga en spáin gerir ráð fyrir frosti eftir helgi Angry. Veðurfarið hefur verið hagstætt að undanförnu þannig að prinsessan hefur getað farið alla daga til kærastans á meðan hann hefur legið veikur á sjúkrahúsinu og það finnst prinsessunni mjög gott og kærastanum reynda líka Smile.

Að undanförnu hefur borið á áhyggjum varðandi uppeldi Jóns, svo rammt hefur kveðið að þessum áhyggjum að bróðir (lífvörður) prinsessunnar hafði orð á þessu í morgun Crying. Síðasta mánuðinn hefur Jón nefnileg verið án "afa" og "frænda" þar sem þeir hafa verið fjarverandi vegna annarra verkefna, ólíkra þó. Jóni vantar sem sé alla karllega fyrirmynd í lífinu þessa dagana og áhyggjur eru uppi um það að hann fái of feminískt uppeldi Blush. Prinsessan er nú á því að svona Jónar eigi að vera kelnir og að þeir eigi að njóta þess að láta klappa sér og klóra og fylgast svo vel með skúringum og þrifum svo að þeir geti orðið góðir "hreingjörninga eftirlítendur" Cool. Jón er hins vegar ekki alveg nógu hress með fyrirkomulagið þessa dagana. Hann vill bara hafa sitt fólk heima, fer reglulega inn í herbergi frændans og gengur þar um og hoppar upp rúm og labbar svo niðurlútur út Frown. Eins tekur Jón á móti "ömmu" sinni á hverju kvöldi, fær far inn í bílskúr og skoðar bílinn allan vel og vandlega að innan, "langamma" hans vill meina að hann sé að leita að "afa" sínum, allavega hengslast hann út úr bílnum eftir ítarlega skoðun og er ekkert kátur Undecided. Jón er hins vega þolinmóður og veit að það borgar sig að bíða og knúsar því konurnar í lífi sínu vel og vandlega, fylgir þeim eftir og sefur í sama herbergi og bíður eftir að karlmennirnir í hans lífi komi heim Joyful.

Bless kæra dagbók og nú vonar prinsessan að veðurfræðingunum bregðist nú bogalistin og að ekkert verði úr frostinu næstu dagana Kissing.


Svör við öllu!

Góðan daginn kæra dagbók Wink prinsessan situr enn á sjúkrahúsinu þar sem að batinn gengur hægt hjá kærastanum. Hann fær góða umönnun en er við það sama, rýkur upp í hita en varnarkerfið hans er farið að gera vart við sig þannig að vonandi fer þessum hitatoppum að ljúka Sick.

Prinsessan stóð í eldhúsinu sínu og undirbjó prinsessu morgunverð uppúr níu í morgun og barnabarnið, Jón, var í miklu stuði að elta Heiðu mús um alla stofu og fannst "ömmunni" heldur mikil læti í honum Devil. Svo tók prinsessan eftir því að Jón sat upp á eldhússtól og horfði stórum augum á "ömmuna" sína og þá heyrðist í dótturinni á efri hæðinni; "mamma var þetta jarðskjálfti eða..." "nei, nei þetta var bar Jón með læti", " en mamma skápahurðarnar hrisstust". Þarna fór prinsessan að efast um sekt Jóns Halo og ákvað að kíkja á mbl.is og jú, jú þarna stóð jarðaskjálfti upp á allavega 3.9 með upptök sín við Krísuvík, Jón saklaus að þessu sinni. Þá fór prinsessan að rifja upp að hún hefði vaknað í nótt eða snemma í morgun við umgang og ákvað að það væru ekki innbrotsþjófar og snéri sér á hina Whistling. Prinsessan var varla sofnuð aftur þegar að einhver umgangur/skruðningar heyrðust aftur og þá hugsaði prinsessan ´ja hér er engu að stela nema úr svefnherberginu (mægurnar og Jón) og þá væri sko prinsessunni að mæta´ Ninja með það sofnaði prinsessan. Á mbl.is var hægt að lesa að þarna var það móðir jörð  að trufla nætursvefn prinsessunnar en prinsessan býr einmitt á hinni "illræmdu" jarðsprungu sem er sek af jarðahrisstingi nema að enn sé Loki að fá eiturdropana úr Miðgarðsormi yfir sig og skekur sig allan á meðan frúin losar skálina Undecided.

Bless bless kæra dagbók og kærustuparið þakkar fyrir allar góðu kveðjurnar og vonar að allir séu nokkuð hressir, líka þeir hárprúðu, bestu kveðjur af sjúkrahúsinu Kissing.


Af hverju rannveig-gamla!

Góðan daginn kæra dagbók Wink hér situr prinsessan og veltir fyrir sér ýmsum atriðum í Íslensku þjóðlífi í dag en er samt að hugsa um að upplýsa þig kæra dagbók um allt annað og í raun ekki neitt. Fyst ætlar prinsessan að upplýsa afhverju ploggið hennar heitir rannveig-gamla, það er vegna þess að það var ekki hægt að fá rannveig-sæta Shocking.

Engar stórar fréttir af áframhaldandi meðferð kærastans hins vegar reynir prinsessan að hafa góða meðferð á kærastanum af sinni hálfu Halo.  Heilsufarið hefur ekki verið gott á kærastanum, sýkingavesen, hann sem samt alltaf jafn duglegur við æfingar og æsir sig reglulega yfir stjórnmálunum og fjölmiðlamálum Angry.

Kærastinn fær reglulegar heimsóknir frá sjúkraþjálfara, íþróttaálfi Wizard, sem er svo duglegur og jákvæður að meira segja prinsessan finnur fyrir hreyfiþörf FootinMouth. Sálfræðingurinn mætir líka reglulega inn á stofu og talar við kærustuparið um daginn og veginn og hefur smitað kærustuparið af ferðalöngun til Berlínar Cool. Prinsessan er líka alveg með það á hreinu að hér á deildinni er bara besta  hjúkrunarfólkið og hér er ótrúlega gott að vera miðað við það að þurfa að vera Smile.

Prinsessan hefur aðeins í framhaldi af umræðum um Berlín, verið að hugsa um heimsmyndin sína sem hefur breyst í áranna rás. Þegar prinsessan var enn ung að árum vildi vinkona hennar meina að í Afríku byggju "halanegrar" (vonandi að rétthugsandi sjái ekki þetta orð), það væru litlir svartir karlar með hala. Vinkonan talaði aldrei um að þar væru konur líka og eitthvað var prinsessan að draga þetta í efa sérstaklega þar sem þetta voru bara karlar. Prinsessan ákvað að ræða málið við elsta bróðurinn sem aftók það með öllu að til væru halanegrar nema að vinkonurnar væru með hala og brúnar af drullu. Hann lánaði prinsessunni fræðibók um kynstofnana, þetta var áður en prinsessan var búin að tileinka sér lestur. Prinsessan fletti bókinni og skoðaði myndir af fólki, fólið var ýmist svart, brúnt, rautt, gult eða  hvítt og gegnum gangandi var þetta fólk með meira skraut, hálsfestar, armbönd, eyrnalokk og andlits málingu en hún var vön af fólki í kringum hana.  Prinsessunni  fannst fátt um fína drætti í Hafnarfirði eftir að hafa séð flóruna í bókinni, litlaust fólk, mamma prinsessunnar var að vísu alltaf með eitthvað fínt um hálsinn og sást aldrei úti nema með eyrnalokka. Eitthvað vafðist fyrir prinsessunni að útskýra bókina fyrir vinkonunni, hins vegar ákvaðu vinkonurnar að þetta yrði nú kannað betur í framtíðinni og má segja að báðar hafi gert tilraunir til þess, þar sem þær hafa báða verið nokkuð iðnar við ferðalög á erlenda grund Tounge.

Prinsessan gerir ráð fyrir að bregða sér út í dag og fá sér eitthvað að snæða en í vikunni fór prinsessan á stefnumót, hún gékk niður á Skólavörðustíg og hitti þar góða vinkonu sem settist með henni á kaffihús. Þegar að prinsessan kvaddi vinkonuna var vinkonan enn með eyrun föst á sér, þau voru ekki dottin af þó að prinsessan hefði blaðrað viðstöðulaust í klukkutíma Blush.

Bless kæra dagbók og takk fyrir allar "athugasemdirnar" og kveðjurnar, þær eru lesnar samviskusamlega fyrir kærastann Kissing.

 

 


Að vita!!

Góðan daginn kæra dagbók Wink prinsessan er við góða heilsu og til marks um það þá hefur hún mætt þrjá síðustu dagana í ræktina Cool. Já rosalega er prinsessan að verða fitt GetLost.

Prinsessan er mjög ánægð með veðrið þessa dagana þó svo að skíðamenn og aðrir "snjó-leikarar" séu ekki kátir Blush.

Kærastinn hefur ekkert fengið að fara í "heimsókn" heim í viku enda er hann alltaf með hitavellu, ríkur upp og síðan fer hitinn niður. Hann fær sýklalyf og aðra viðeigandi meðferðir en nú finnst prinsessunni nóg komið og vill að þessar hitasveiflur fari að hætta svo kærastinn komist aðeins út þó ekki væri nema í bíltúr Sick.

Prinsessan er mikið spurð um kærastann og það er gott að finna umhyggjuna en þó getur prinsessan ekki fært neinar fréttir þar sem enn er verið að bíða eftir áframhaldinu og það verður ekki ljóst alveg á næstunni Pinch. Prinsessan væri þá alveg til í að geta hringt í "Vitamálastjóra" en hann er "gamall vinur". Þannig er að prinsessan átti föður sem hún elti á röndum þegar hún var lítil og þegar hann var ekki í vinnu þá var hann alltaf eitthvað að "bardúsa", var með trillu og átti herbergi í kjallaranum sem var fullt af allavegana smíðaverkfærum. Þessum verkfærum var raðað af mikilli nákvæmni og átti hver hlutur sinn stað í herberginu, skrúfum, nöglum og róm var raðað eftir stærð í lítil sérútbúin hólf í skúffunum, öll verkfærin voru máluð rauð, pabbinn átti rauðu verkfærin. Prinsessan á þrjá eldri bræður sem stundum þurftu "nauðsynlega" að fá eitthvert verkfærið að "láni" en þeir voru ekki alveg eins gjarnir á að setja verkfærin á réttan stað, þó að teiknað væri á veggina útlínur hvers verkfæris sem þar skildi hanga Sideways. Einhverju sinni þegar prinsessan var á hælum föður síns í kjallaranum segir hann "hvar skildi nú kúluhamarinn minn vera, veist þú það?" prinsessan var fljót til svars, alltaf tilbúin að aðstoða; "nei! en þú getur hringt í vitamálastjóra" Smile "Ha! hvern, vitamálastjóra, afhverju". Prinsessan var nú bara hissa á að pabbi sem allt vissi, þekkti ekki til vitamálastjóra, "Jú, pabbi! hann veit allt! Það er alltaf sagt frá honum í útvarpinu og hann lætur vita hvaða viti logar ekki, svona "Garðskaga viti logar ekki, vitamálastjóri" hann veit örugglega líka hvar hamarinn er". Prinsessan man enn svipinn  á pabbanum sem klappaði á kollinn á prinsessunni og sagði "ætli það sé ekki auðveldara að spyrja strákana". Allavega er prinsessan svolítið að velta því fyrir sér núna hvort nú sé ekki kominn tími á að trufla "Vitamálastjóra" og í framhaldi af því ´að vita eitthvað´Tounge

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu Kissing.


Jæja!

Góðan daginn kæra dagbók Wink ekki er nú prinsessan að láta heyrast of mikið frá sér, kannski að hún hafi áhyggjur af því að það rugli hárgreiðsluna FootinMouth.

Lífið er nokk í föstum skorðum hjá prinsessunni þar sem hún fylgir kærastanum í gegnum meðferðir og skreppur svo frá ef veður leyfir og fær sér kaffi eða verslar í matinn. Núna er kærustuparið á sjúkrahúsinu en hefur undanfarna daga verið með annan fótinn heima og fengið "sjúkrunarkonur"  heim til að gefa lyf Smile en það er ótrúlegur lúksus.

Málum er þannig háttað að allir gestir sem koma til kærustuparsins á sjúkrahúsið og hjúkrunarfólk sem annast kærastann verða að klæðast gulum sloppum og vera með einnota hanska. Slopparnir eru vel merktir "Eign þvottahúss spítalannna" og síðan eru þeir númeraðir eftir stærð, vanalega eru hér sloppar númer 3 og 4 einstaka sinnu hefur prinsessan séð sloppa merkta með númerinu 2 en þá eru líka  nettar og smágerðar hjúkrunarkonur í þeim en slopp merktan með númerinu 1 hefur prinsessan bara einu sinni séð. Það var þegar góður vinur kærustuparsins kom í heimsókn LoL Þessi vinur er að svipaðri hæð og kærstinn og eitthvað framstæðari, þó ekki sé um brjóstkassasig að ræða. Hingað mætti sem sé vinurinn þægur og góður klæddi sig í sloppinn sem lá á borðinu fyrir utan stofuna og í hanska og kom svo inni og heilsaði kærustuparinu og leit út eins og strengdur kettlingur sat hér hress og kátur og gat aldrei lagt handleggina að síðum það sem saumarinr héldu þeim uppi og enn sér prinsessan þetta fyrir sér og getur ekki varist brosi. Þessi vinur hefur kíkt oftar en þá notað aðra sloppa, hann á langa sögu sem fjölskylduvinur og vinur kærastans frá barnæsku. Eitthvað gékk afkvæmum kærustuparsins illa að muna nafn þessa vinar. Þegar þau voru yngri og höfðu hitt vininn og áttu að skila kveðju þá kom kannski  "Ég hitti hann vin ykkar og hann bað rosa vel að heilsa" "Hver?" "Þessi sem kyssir alltaf mömmu" Sem sé þessi vinur, sem kyssir alltaf mömmu hefur komið nokkru sinnum og er alltaf hress og hlýr. Fleiri hafa nú komið en hafa þá farið í sloppa númer þrjú og fjögur Cool.

Í hádeginu í dag skaust prinsessan ásamt dóttur sinni á kaffihús og þar sem þær sátu og biðu eftir kaffinu þá fann prinsessan allt í einu eitthvað strjúkast mjúkt við fætur sér og lítur niður og er þá ekki kominn "rauðhærður" köttur að leita eftir athygli. Kötturinn var vel merktur og heitir Bjartur og hann var svo bjartur að þegar dóttirin stóð upp til að sækja kaffið þá stökk hann upp og kom sér vel fyrir í sætinu ofan á kápu dótturinnar og lagði sig Whistling. Þar lá Bjartur í góðu yfirlæti og fékk klapp og klór frá mæðgunum á meðan þær drukku kaffið og skoðuðu tískublöð. Þegar mæðgurnar hugðu á brottför var náttúrulega nauðsynlegt fyrir dótturina að fá kápuna sína aftur en Bjartur var ekki alveg á því, læsti klónum í kápuna og hélt fast, meira segja mjálmaði en prinsessan var bara ákveðin og dró kápuna undan Bjarti sem skrönglaðist á lappir og var virkilega misboði Sideways. Það síðasta sem mæðgurnar sáu til Bjarts var að hann sat á gólfinu á kaffihúsinu/bókabúðinni og velti vöngum yfir því hvort hann ætti að halda til sín heima eða að finna önnur fórnarlömb sem hann gæti platað til að klapp sér og klóra Joyful.

Kærustuparið veit enn ekkert um framhaldið, veit ekki einu sinni hvort kærastinn fær eitthvað að koma heim á næstunni en vita þó að nú er hann "penískur" og þá er að bíða eftir að hvítu blókornin fari að koma fram aftur og þá fer kannski eitthvað að skírast en það eru alla vega tvær eða þrjár vikur í það Woundering.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu Kissing

 


Fingraleti!

Góðan daginn kæra dagbók Wink það er helst af prinsessunni að frétta að hún hefur verið illa, mjög illa haldin af fingraleti og því hafa litlar fréttir verið af henni á almannafæri.

Fyrst eru það fréttir af honum Jóni Ormi eðalketti; hann er allur að hressast, fúkkalyfin sem hann át með bestu lyst fyrstu dagana en þurfti að henda ofan í hann þá síðustu, virðast hafa haft góð áhrif á heilsuna. "Fátt er svo með öllu illu að ei boði gott" er eitthvað sem prinsessan er að hugsa um að snúa við, því um leið og Jón fór að hressast þá fór hann líka að vakna fyrir sjö á morgnana og vill rífa ömmu sína fram úr og fá hana til að leika við sig. Prinsessan er ekki alveg á því að rjúka fram úr þegar hún kemst ekki í ræktina sína vegna veðurs en það eru einmitt þeir dagar sem Jón sýnir útiveru lítinn áhuga og vill leika inni Pinch. Annars fer Jón mjög lítið úti, rétt út á stétt og spígsporar þar á framrúðum bílanna, prinsessunni og dóttur hennar til mikillar gleði, það er nefnilega svo gott að aka um á bíl sem er með framrúðuna þakta af drullugum loppuförum GetLost. Nýjasta nýtt hjá Jóni er að taka á móti "ömmunni" sinni (prinsessunni), þegar hún kemur heim á kvöldin og fá að "sitja í" á meðan ekið er inn í bílskúr Cool.

Prinsessan situr núna á sjúkrahúsinu hjá kærastanum og bíður spennt eftir að komast í klippingu því að þvílíkt dekur og dúll sem prinsessan fær á sinni hársnyrtistofu er vand fundið. "Hárgreiðslukonan" (sem er í raun stelpa jafngömul prinsessunni) sér um að sem best fari um prinsessuna og lætur dúlla við hana í þvotti, höfuðnudd, nuddstól, færir henni gott kaffi og alltaf fer prinsessan út með rosaflott hárið og er hægt að fá mörig vitni til að staðfersta það Grin. Það er ekki nema von að prinsessan sé full tilhlökkunar að vísu kom smá babb í bátinn áðan því þegar prinsessan mætti á sjúkrahúsið vatt sér að henni hjúkrunarfræðingur og sagði "ofsalega er flott á þér hárið, eins og eftir stílista" en prinsessan passar nefnilega alltaf upp á að fara með óhreint hárið í klippingu og illa tilhöfð (sko hárið) Blush.

Prinsessan hefur svolítið verið að velta því fyrir sér svona sér til gamans að fara að punkta niður nokkrar æskuminningar (á meðan hún enn man eitthvað) þar sem prinsessan hefur einstaklega gaman af því að velta fyrir sér hvernig heimurinn og lífverurnar eru í hugarheimi barnsins Sideways mjög margar af þessum minningum tengjast mikið "barndommensgade" og vonandi að enginn verði fúll þrátt fyrir  ýmsara opinberanir Shocking.

Kærstinn byrjaði á nýjum lyfjakúr á þriðjudaginn og þetta eru algjörlega ný lyf því þau "gömlu" voru ekki að skila tilætluðum árangri svo enn er mánuður í það að kærustuparið viti eitthvað um framhalds meðferð, sem sé aftur á byrjunarreít (10. janúar 2011). Hann situr núna og les dagblöðin og fylgist með gangi heimsmálanna Undecided.

Bless kæra dagbók í bili og næst þegar fréttist af prinsessunni verður hún rosa fín um hárið og rosalega afslöppuð Kissing.


Loksins!

Góðan daginn kæra dagbók Smile enn situr prinsessan á sjúkrahúsinu en nú er úr vöndu að ráða hjá henni Sideways. Nú er prinsessan nefnileg með tvo sjúklinga á sínum snærum, kærastann og svo er hann Jón Ormur eðalköttur lasinn Sick. Að vísu fékk dóttirin einhverja pest en hún gat nú alveg séð um það sjálf og eins var með soninn sem fékk magapest hann sá um sig sjálfur Whistling. Hins vegar er það allt annað með hann Jón Orm því eins og alþjóð veit þá er ekki sama Jón og séra Jón FootinMouth. Jón hefur verið svo framlágur að amman/prinsessan hefur verið áhyggjufull, hélt jafnvel að hann væri að farast úr leiðindum þar sem "afi" hans var ekkert heima, bara lokaður inn í einhverju litlu box hjá ömmu Pinch. Jón borðaði varla og drakk lítið svo prinsessan að höfðu samráði við kærastann, ákvað að hafa samband við dýralækni, hann vildi líta á þennan eðalkött til að fá úr því skorið hvort veikindi eða leiðindi væru að ángra eðalköttinn. Prinsessan fór ásamt syninum með Jón Orm til "lækningamannsin" sem reyndist vera hin blíðasta kona sem lét sér ekkert bregða við vælurnar í prinsessunni en skoðaði Jón hátt og lágt og mældi hitastigið. Jón vildi reyndar heldur vera hjá sínu fólki en í ljós komu einhverjar bólgur í hálsi svo að núna er Jón komin á sýklalyf eins og "afi" Cool.

Þessa stundina er Jón Ormur í góðu yfirlæti hjá frænda sínum, syni prinsessunnar og sefur á ullarteppinu sem "amma"/prinsessan prjónaði handa honum Sleeping.

Engar merkilegar fréttir eru hins vegar af kærastanum nema þá að þessi bakteríusýking sem hann fékk er ekki viðráðanleg nema með sýklalyfjum í æð og þess vegna er hann kyrrsettur á sjúkrahúsinu þó að hann sé í sjálfu sér alveg nógu hress til að vera heima. Hann hefur að vísu fengið frí síðustu tvö kvöld og fengið að vera heima frá hálf átta til ellefu og hefur notið þess þó hann hafi haft töluverðar áhyggjur af Jóni Errm. Nú er bara spurning hvort að kærastinn fái hjúkrunarkonu heim þrisvar á sólahring til að gefa honum þessi lyf, þá gæti hann jafnvel verið heima allan sólahringinn fram að næstu törn Joyful.

Bless kæra dagbók og nú ætlar prinsessan að vera dugleg að prjóna svo að í næsta "prjónaklúbb" sjáist að hún geri eitthvað. Prinsessunni var nefnilega boðið í heimahús á mánudagskvöldið og þar sat hún og prjónaði, dreypti á rauðvíni, snæddi osta og fékk þetta líka æðislega heimagerða konfekt, bara lúksus á prinsessunni eins og vera ber Grin.

Bestu kveðjur frá kærustuparinu og fljótlega fara nú eflaust að berast fréttir af framhaldinu Kissing.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband