Skjaldbaka eða ekki skjaldbaka!

Góðan daginn kæra dagbók Wink enn situr prinsessan á sjúkrahúsinu og faðmar fartölvuna Smile.

Engar nýjar fréttir eru af kærastanum og ekki væntanlegar fyrr en eftir einhverja daga, hann er svipaður, slappur en gerir sína "rúmleikfimi" og fór út í smá göngutúr í gær Blush.

Prinsessan er mikið að velta því fyrir sér að gera alvöru úr því að taka skjaldbökuna til fyrirmyndar Woundering. Þannig er nefnilega að ekki hreyfir skjaldbakan sig mikið en verður þó 200 ára og prinsessan fór í morgun og hreyfði sig örlítið í ræktinni og er dauðuppgefin á eftir Sick sér ekki fram á að verða 200 ára með þessu áframhaldi!

Í gærkvöldi fór prinsessan á púttmót hjá kvennadeild Keilis, já kæra dagbók prinsessan er í golfklúbb og spilar golf þó litlar sögur fari af árangri og afrekum Whistling. Prinsessan mætti ásamt góðri vinkonu á svæðið og skráði sig inn en lenti ekki í sama hóp og vinkonan. Leiknar voru tvisvar sinnum átján holur og eftir því sem meðspilarnir sögðu þá stóð prinsessan sig mjög vel og var að vonum nokkuð ánægð með eigin frammistöðu Cool. Vinkonan hefur ekki verið eins natin við golfið og prinsessan þó að þær hafi byrjað saman í upphafi og prinsessuna fýsti að vita í lok leiks hvernig vinkonunni hefði gengið. Vinkonan virtist ekkert forvitin og ósköp róleg yfir sínum árangri en sagði þó "ja Erla sagði að mér hefði gengið vel". Já já prinsessan sá fyrir sér að vinkonan hefði klárað án þess að verða sér til skammar svo prinsessan var fljót að segja "ég fór á 33"  "já ég fór á 34" var þá svar vinkonunnar Sideways sem sé vinkona prinsessunnar er bara mun betri en hún hefur sjálf haldið fram og má bara vera mjög ánægð með sinn árangur W00t.

Nú er prinsessan orðin svöng eftir "allar" æfingarnar í morgun og því verða fleiri fréttir af henni að bíða betri tíma því prinsessan er með eindæmum skapstygg fái hún ekki sína næringu Crying.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá kærustuparinu sem jafnfram þakkar fyrir góðar kveðjur og góðar heimsóknir Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin í skjaldbökuhópinn

Gangi ykkur allt í haginn, kveðja, Anna Björg.

Anna Björg (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 19:12

2 identicon

Sendi ykkur skötuhjúunum baráttukveðjur og sé þig vonandi í púttinu Rannveig ef veðrið leyfir þér og "annríkið" mér  

Sigrún Björg Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 815

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband