Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
28.2.2010 | 14:13
Netið hvað!
Góðan daginn kæra dagbók af prinsessunni er bara góða fréttir Hins vegar er nettenginginn hennar afskaplega leiðinleg fyrir utan að vera fokdýr á Íslenskan mælikvarða líka. Nú situr prinsessan á Mangó bar en þar er boðið upp á þráðlausa tengingu sem er í þokkabót gestum að kostnaðarlausu. Þannig að prinsessan situr með steik, rauðvínsglas og tölvu og nýtur sín .
Veðrið hefur verið mjög gott að undanförnu, alveg síðan að "stóra" systir fór heim . Annars hefur veðrið verið mun betra á Torrevieja-svæðinu en annars staðar á Spáni og prinsessan gerði aldrei ráð fyrir að vera að fara í 25°C og sól í fjóra mánuðu heldur svona meir Íslenskst sumar veður. Veðrið hefur verið heldur betra en gott Íslensk sumar þó það hafi rignt í viku meðan "stóra" systir var hér. Spánverjar kvarta hinsvegar mikið, ekki vanir þessum "kulda" og allir fréttatímar fullir af fréttum af veðri.
Prinsessan hefur aðeins verið að hitta Íslendinga síðustu daga og það hefur verið góða og skemmtileg tilbreyting annars er það "Soffia" sem er heimsótt allt að 4 sinnum í viku og svo góðir göngutúrar.
Bless kæra dagbók þá ætlar prinsessan að snúa sér alfarið að steikinni góðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.2.2010 | 18:49
Það ætlar ekki að þeim að ganga!
Kæra dagbók nú á prinsessan sko ekki orð og það gerist svo sjaldan að nákomnir muna ekki eftir að það hafi gerst . Ástæða þessarar orðafæðar prinsessunnar eru fréttir, bæði að heiman og þær spænsku. Síðastliðin mánuð hefur prinsessan heyrt kvartanir að heiman um að enginn vetur sé og að hnatthlýnunin sé agaleg. Prinsessan man þó ekki betur, og er hún nú nokkuð minnug, að hún hafi verið innilokuð í þrjár vikur áður en hún hélt til útlanda 5. janúar og eins í einhverja daga ef ekki vikur í október og nóvember og prinsessan fer nú út ef hitastigið fer yfir 2°C. Í fyrravetur voru þetta ekki svona margir dagar þó að prinsessan hafi verið á landinu fram til aprílloka .
Þegar að prinsessan var að æfa hjarta og lungu á æfingatækjunum í henni Soffíu morgun fullyrtu menn á erlendum fréttastöðvum að veðrið í norður Evrópu hefði verið einstaklega slæmt í vetur og vildu meina að Ísland væri með kaldari vetur en undanfarin ár og ekki öfundar prinsessan sunnlending þessa stundina. Það er hins vegar af aumingja Spánverjum að frétta að þar hefur veturinn verið með eindæmum slæmur og kuldaköstin í janúar og febrúar þau köldustu síðan mælingar hófust og snjóað á stöðum þar sem menn muna ekki eftir snjókomu og ekki hefur betra tekið við. Nú hefur rignt stanslaust yfir syðsta hluta Spánar nær látlaust í þrjár vikur. Sevilla er á kafi í vatni, fréttamenn eru að heimsækja fólk sem grætur í sjónvarpið því húsin þeirra eru mikið skemmd og jafnvel ónýt. Eðjuflóð og vatnsflóð hafa gengið yfir þorp og bæi og eyðilagt gamlar byggingar og nýjar. Í gær og í dag hefur svo gengið yfir gífurlegt rok og sjór gengið á land en einhverra hluta vegna hefur svæðið í kringum prinsessuna sloppið. Hér var baðstrandarveður í gær og prinsessan leit við á einni ströndinni vopnuð sólstól og bók og naut þessa að sitja í sólbaði á baðströnd í febrúar. Í dag hefur vindur blásið hressilega á prinsessuna en hitastigið hefur þó verið 21°C og prinsessan fékk sér góðan göngutúr með kaffi/súkkulaði húsa stoppi . Prinsessan er einstaklega hrifin af hnausþykku heitu súkkulaði sem hún dýfir appelsínum ofan í og snæðir af mikilli nautn, enda mjög hollt .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim í snjóinn og nú hljóta þeir að fara að opna í Bláfjöllum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2010 | 18:37
Nettengingarvandræði!!
Kæra dagbók þá er nú liðið aðeins síðan heyrðist frá prinsessunni síðast . Allt er svo sem gott af prinsessunni að frétta en netsambandið hefur eitthvað verið að stríða henni svo að erfitt hefur verið að setja inn fréttir. Nú er ástandi hins vegar gott og prinsessan horfir með öðru auganu á upprifjun frá spænskum keppendunum í "Júróvísión", nú á nefnilega að drífa sig í forval hér og verður eflaust spennandi að fylgjast með fyrir svona prinsessur. Prinsessan sá í upprifjuninni að Spánverjar hafa sent alveg jafn ef ekki meira hallærisleg atriði í keppnina á árum áður og Íslendingar og klæðnaðurinn eða ætti að segja útgangurinn, "KRÆST" . Mikið er nú prinsessan heppin að hafa aldrei keppt fyrir Íslands hönd, takið til dæmis Eyfa greyið, alltaf verið að sýna hann syngjandi í "rokinu" með tópaksklútinn um hárið og enginn fær tækifæri til að gleyma þessu atriði.
Prinsessan ákvað að leika húsmóður í dag í þeirri von að hún stæði sig betur í því hlutverki en sem gestgjafi, því þar stóð hún sig engan veginn . Prinsessan lét nefnilega rigna eldi og brennisteini yfir gestinn sem kom til Spánar til að hafa það gott í sólinni og ekki nóg með það heldur var prinsessan óvarkár gagnvart glúteini og var að farast úr magaverk og síðan kólnaði svo í rigningunni að prinsessan var orðin afar léleg vegna asma. Gesturinn lifði af og komst á flugvöllinn en varð víst fyrir einhverjum töfum á heimleiðinni en þar var prinsessan saklaus því að það var vegna flugvirkjanna sem ætluðu í verkfall en hættu svo við .
prinsessan hefur tekið því rólega í gær og í dag að vísu mætt í ræktinni því hún virðist haldinn þeirri áráttu hegðun að borga fyrir að láta pína sig. Í gær var það hið ljúfa líf og kaffihús en í dag þvottar og ýmis frágangur og sólbað á pallinum .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim í kuldann og farið nú vel með ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2010 | 13:14
Skilningu prinsessunnar eykst!
Kæra dagbók nú skilur prinsessan alveg af hverju "Kong Christian IV" lét byggja Sívalaturninn í Kaupmannahöfn með akvegi fyrir hestvagna nær alla leið upp . Í gær fór prinsessan nefnileg í kirkjuturn í afar sögulegri kirkju í "Elche/Elx" . Prinsessan dró "háaldraða", skít lofthrædda systur sína upp í turninn til að skoða útsýnið yfir borgina vitandi að út var mistur yfir öllu og útsýnið takmarkað. Þarna örkuðu systur upp 270 þrep og hvert þeirra var á hæð eins og hálfs þreps og stigagangurinn þrengdist eftir því sem ofar dró, mikið var nú gott að systur eru ekki meiri um sig en raun ber vitni. Efst uppi var alls ekki hægt að mæta neinum, ekki einu sinni hægt að snúa við, svo ef einhver hafi ætlað að snúa við þá var það ekki hægt . Útsýnið reyndist nú vera þó nokkuð þrátt fyrir mistur og pálmaskógurinn í Elche, sem er á Unesco skrá og má því ekki hrófla við, er ótrúlega stór. Prinsessan komst hins vegar að þeirri niðurstöðu þegar niður var komið að líkamlegt ástand hennar er ekki eins gott og hún hafði fulla trú á áður en uppganga hófst. Prinsessan skjálfandi í fótleggjum skoðaði þó kirkjuna á eftir og er hún stórfengleg eins og reyndar margar kaþólskar dómkirkjur eru en það "sniðuga" við þessa kirku er að hún hefur í gegnum tíðina nokkru sinnum skipt um hlutverk þ.e. verið Moska, Orthodokskirkja, Róm-versk kaþólsk og nokkru sinnum endurbyggð frá því um 420 e.kr.
Systur skröngluðust svo út úr kirkjunni og á fyrsta kaffihús sem reyndist heita "Café París", ekki fer sögum að því hvort að þetta er íslensk útrás eða tilviljun en kaffið var gott. Þarna eru "serveraðar" fleiri fleiri tegundir af kaffidrykkjum og sumir þeirra með áfengum mjöð út í. Þar sem prinsessan var akandi á "sinni" eðalbifreið þá valdi hún sér heitan kaffidrykk með ískúlu og þá var í lagi að fá sér ís, "stóra" systir var áræðnari í kaffivali og fékk einhvern göróttan kaffidrykk og var hann þeirri náttúrugæddur að ekki var möguleiki að fá sér nema einn skammt sökum sætleika en einn var víst góður .
Einu vandræðin sem systur lentu í voru þau að eftir þessa fótaáreynslu var lífsins ómögulegt að máta skó, hvað þá að versla þá þó að Elche/Elx sé mest skóframleiðsluborg Spánar og skóbúðir á hverju strái
Heimferðin gékk vel, allavega sváfu systur í sínu húsi í nótt!
Bless kæra dagbók nú á að bregða sér á pallinn, Soffía afgreidd, sólin skín og kannski best að bregða sér í göngutúr síðar í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.2.2010 | 13:09
I din´t.....
Kæra dagbók prinsessunni verður nú bara að orði eins og þjáningasystur hennar í leikfimi: " I didn´t come over here for this!" . Já já hér hefur rignt í nær fjóra daga og þeir sem eru í Torrevieja geta ekki kvartað því í Malaga, syðst á Spáni, eru þrumur og eldingar og allt á floti. Búið er að kalla út björgunarsveitir þar sem fólk er fast í húsum sínum sem eru umflotin vatni og í sjónvarpinu var verið að sýna frá þessu, fólkið beið við gluggana á efri hæðum húsa sinna og beið eftir björgun . Heilu fjöllin eru á faraldsfæti þarna suðurfrá og fólk á fótum fjör að launa að komast undan skriðuföllum og svo situr prinsessan og tuðar yfir smá rigningu hér. Annars fór töluvert fyrir brjóstið á systrum þegar þær sáu í sjónvarpinu myndir af flóðum inn í hús fólks og heilu vínkjallararnir voru á bólakafi . Norðar á Spáni og í fjöllunum er hins vegar allt á kafi í snjó og uppskerubrestu orðinn staðreynd víða, aumingja Spánverjar það ætlara ekki að þeim að ganga, fyrst fá þeir prinsessuna til sín og síðan skellur hver á óveðurshrinan eftir aðra .
Systur mættu í ræktina í morgun þrátt fyrir votviðri en það er hlýtt og nú hefur stytt upp svo ekki er ráð nema í tíma sé tekið svo næst á dagskrá er bíltúr í borgina Elche/Elx en þar er stærsti pálmaskógur Evrópu og fullt af gömlum byggingum allt frá tímum mára á Spáni. Borgin heitir Elche á spænsku en Elx á valíönsku sem er sér tungumál Valenciuhéraðs en færri og færri tala hana með hverju ári.
Bless kæra dagbók prinsessan er búin að grandskoða veðurspána og búast má við meiri bleytu næstu daga en þó 17-18°C sem er nú bara gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 13:09
Oft leynist sauður í hundsgæru!!!
Góðan daginn kæra dagbók hér rignir meira en góðu hófi gegnir en samt eru systur búnar í ræktinni og að minnsta kosti önnur tók virkilega vel á .
Dagur elskenda fór sko vel , prinsessan sem hefur svo óskaplega gaman af að hlusta á tónlist (annars héldist hún eflaust ekki við heima hjá sér) fór að hlusta á tónlist að sínu skapi, að vísu er til ýmislegt sem sumir kalla tónlist en er það ekki í eyrum prinsessunnar. Prinsessan er reyndar með vítt "tónlistarskemmtisvið" þ.e. hefur gaman af mismundandi tónlist og í gær var það "blues" sem varð fyrir valinu. Systur mættu um klukkan fjögur síðdegis á "Mangó-bar" en þar er maturinn einmitt svo góður, sá besti þar komu þær sér vel fyrir til að hlusta og síðan átti nú líka að innbyrða eitthvað. Prinsessan tók eftir hatti nokkrum og ljósum jakka, rétt eftir að hún settis, sem skaust um sviðið og kom fyrir snúrum hér og þar. Jakkinn tók síðan gítar í fang og þá kom í ljós undir hattinu andlit "negra" ekki þó þess sem var í Þistilfirði hér um árið en "negri" samt og inn í jakkanum reyndist fremur lítill búkur. Eftir skamma stund kom í ljós að sá jakkaklæddi kunni sko heldur betur að leika á gítarinn en með honum var hvítur maður sem lék á hljómborð og greip öðruhvoru í saxafón og kunni þessum hljóðfærum mjög góð skil. "Negrinn" hóf upp raust sína og þá kom í ljós að "negrinn" er ekki með neitt innvols, ekkert inn í búknum nema tóm sem hljómaði mikið og vel, , ótrúlega mikil hljóð úr ekki stærra boxi og svona líka flott hljóð. Þessir tveir léku rokkaðann blues í nærri þrjá klukkutíma af mikilli snilld og víst er að prinsessan á eftir að fara aftur að hlusta því þessir verða víst á hverju fimmtudagskvöldi á "Mangó-bar" fram á haust .
Eftir góða tónlist og að sjálfsögðu frábærann mat sátu systur ásamt fleiri mörlöndum fram eftir kvöldi á barnum og nutu félagsskapar hvers annars og var það virkilega ánægjuleg stund. Eflaust hefur "stóra" systir verið dauðfegin að geta talað við einhverja aðra en "litlu" systur sem hún hefur setið uppi með í tvær vikur . Allavega komust systur heim fyrir miðnætti og lenti prinsessan ekki í neinum vandræðum með að rata heim á "sínu" eðal-ökutæki því það reyndust vera þessi fínu ljós á Fordinum en Spánverjar eru ekki mikið fyrir það að kveikja á ljósastaurunum ef þeir yfirhöfðuð eru þá til staðar .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim og hættið svo að týna öllu þessu fólki upp á jöklum, því þar er svo kalt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2010 | 12:28
Dagur elskenda í dag.
Kæra dagbók gærdagurinn var tíðindalaus á heimsvísu hjá prinsessunni . Prinsessueiginleikarnir nuti sín til botns, úti var 12 stiga hiti, loft á hraðferð og rigning, prinsessan hélti sig inni. Að vísu fóru systur í göngutúr um nágennið en það var bara til að geta lagt sig á eftir. Dagurinn var nýttur í krossgátu- og suduku "leysingar" og gripið í bók öðru hvoru ásamt því að horfa á spænska sjónvarpið, t.d. " Rex lögguhund" á spænsku. Þetta var góður dagur, afslöppun eftir erfiði síðustu daga og allar hrukkur horfnar eftir nokkra "bjúdý" blunda .
Í dag er dagur elskenda hér á Spáni en prinsessan veit að á Íslandi eru allir dagar "dagur elskenda". Þar sem prinsessan hefur ekki upplifað svona dag ákváðu systur að nýta hann til hins ýtrasta, fara í "elskenda" kvöldverð Þar sem verður djassmúsik spiluð af "lifandi" mönnum en fyrst á að fara niður í Torrevieja og skoða hvernig spánskir elskendur haga sér á sínum degi. Fínt að koma við á kaffihúsi og fá kaffi framreitt með hjartasúkkulaði. Þetta er að verða svo spennandi að prinsessan ætlar að fara að koma sér úr náttfötunum, klæðast sómasamlega og drífa sig út í "elskenda daginn" .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim þar sem allir dagar eru svo góðir fyrir elskendur .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2010 | 10:15
Sambandsleysi!!
Kæra dagbók nú hefur þú verið vanrækt . Það er nú ekki vegna illkvittni prinsessunnar heldur hefur netsambandið eitthvað verið að hrella prinsessuna síðustu daga. Prinsessan er hins vegar búin að gera merkilega tækni uppgötvun og er að hugsa um að láta þá hjá spænska "internet-sambandinu" vita. Þannig er nefnilega að í janúar geysaði hér stíf norðanátt í nokkra daga, vindur blés norðan úr Evrópu og hér kólnaði svo að reynt var að finna samsvörun í veðurmælingum frá fyrri árum og komust menn að þeirri niðurstöðu að annað eins hefði ekki gerst síðan mælingar hófust og þessu var vel haldið að fólki í fjölmiðlum en ekkert minnst á "internetsambandið". Hvað gerist svo fyrir þremur dögum, jú það kólnaði og fjölmiðlar yfirfylltust af fréttum af þessu agalega ástandi og annað eins veður á þessum árstíma hafði ekki átt sér stað síðan 1889 og enn var ekkert minnst á "internetssambandið" hvort sem það var vegna skorts á upplýsingum um það frá 1889 eða að menn bara eru ekki að fylgjast almennilega með. Prinsessan sér sér því þann kost vænstann að fara að upplýsa Spánverjana um ástandið .
Systur hafa nú samt verið duglegar að njóta stundarinnar þráttt fyrir fjölmiðlavæl um veður. Síðasta miðvikudag héldu þær til Murcia, sem er borg aðeins lengra inn í landinu oghærra upp í fjöllunum. Veðrið var alveg ágætt sól og 13°C svo hægt var að kanna miðborgina fótgangandi án "pelsanna". Þegar komið var til borgarinnar var matsölustaðurinn "París" heimsóttur en hann er við hlið dómkirkjunnar og þessi matsölustaður kemur næstur á eftir Mango í matargæðum . Prinsessan valdi að aka eftir sveitarvegum, gegnum þorp á leiðinni til Murcia og það var virkilega skemmtileg leið og margt að sjá á leiðinni, heimleiðinni var hins vegar á hraðbraut að hluta og á þjóðvegi og reyndist þjóðvegurinn líka bjóða upp á fallega landssýn.
Þar sem að prinsessunni er meinilla við kulda og vind, sérstaklega úr norðri, þá er hún orðin sérfræðingur í veðursælum stöðum. Hér í Torrevieja hefur hún uppgötvað veitingahús, áður spilavíti, þar sem er skjól þó annars staðar blási og þangað hafa systur farið daglega og snætt "hádegisverð" um þrjúleitið og setið í sólinni og hitanum þar þó þær hafi ekki haft mikinn áhuga á að sitja á pallinum þar sem andrúmsloftið er á meiri hraðferð en á spilavítinu .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur frá systrum, hér er skýjað og spáð "light rain" en allt er þó þurrt enn og upplagt að skella sér í föngutúr ef nenningur finnst .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2010 | 11:20
Viðvörun!
Kæra dagbók þá ætlar prinsessan að senda út viðvörun !!! Ekki taka mark á svona yfirlitstölum um veðurfarsmeðaltöl!!! Prinsessan las það að í Torrevieja væru að meðaltali 360 sólardagar á ári og prinsessan gerir sér fulla grein fyrir því að það þýðir ekki að það séu engin ský á himni og veit líka að þau geta verið nokkur í sól. Samkvæmt útreikningum prinsessunnar ættu að vera fimm dagar, reyndar sex í hlaupári, fyrir rigningu . Samkvæmt þessum útreikningum verða næstu tvo ár rigningarlaus og allt útlit er fyrir að þau verði fleiri, því frá því prinsessan kom hafa ellefu dagar boðið upp á rigningu, mismikla að vísu en eitthvað rignt yfir daginn í þessa ellefu daga. Í morgun fór svo prinsessan að kíkja á veðurspána til að gera ferðaáætlanir fyrir systurnar og þá er bara spáð rigningu, miskmikilli þó, frá fimmtudegi til mánudags þetta gladdi ekki systur og eins ruddust áhyggjubylgjur að prinsessunni, aumingja Spánverjar verða vatnslausir eftir þetta ár og ferðamannaiðnaðurinn hrinur og það tekur mörg ár að byggja hann upp aftur .
Í gær var mistur yfir og systur ákváðu eða öllu heldur prinsessan skipaði svo fyrir að nú skyldi gömul kirkja hér í nágrenninu skoðuð og þorpið um leið. Til að sannfæra "stóru" systur sagði prinsessan að þorpið héti "San Miguel" eins og bjórinn og hann væri því örugglega framleiddur þarna og þá væri þar bjórverkssmiðja með krá þar sem bjórinn væri seldur á verksmiðjuverði. Þegar systur komu í þorpið voru miklar framkvæmdir þar í gangi og götur lokaðar og uppgrafnar. Ekki fundu systur kirkjuna né leiðavísi að henni og þar sem þetta var á síestutíma þá var ekki sála á ferðinni og ekki hægt að spyrja til vegar. Enginn merki um bjórverkssmiðju sáust og héldu því systur niður að strönd og snæddu þar á strandbar sem er eflaust frábær í sól og sumaryl en nú var mikill raki og ekki nógu hlýtt en góðar veitingar. Seinna um daginn komst prinsessan að því að það væri engin bjórverksmiðja í "San Miguel" svo "stóra" systir missti ekki af miklu.
Bless kæra dagbók og nú er bara að nýta þessa rigningalausu daga sem framundan eru áður en rigningu næstu ára fer að skella á
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2010 | 11:58
Kjötkveðjuhátíð!!
Kæra dagbók þá er "Soffía" búin í dag og var henni gerð nokkuð góð skil .
Í gær ákváðu systur að fara í góðan göngutúr og héldu fótgangandi niður í miðborg Torrevieja í sól og hita, léttklæddar og sprækar. Niður við strönd var sest á veitingahús og þar voru menn bara ekki með á nótunum, áttuðu sig ekki á því að prinsessa væri mætt á staðinn . Systur voru látnar bíða ansi lengi án þess að fá afgreiðslu, hvað þá eitthvað til að væta kverkarnar en að lokum sá þjónustufólkið að sér og báru fram gott salat og drykki. Svo heppilega vildi til að þegar systur snéru við í göngunni heyrðu þær músik og sáu að fólk gékk upp eina götuna í miðbænum svo systur eltu. Þar var þá í gangi skrúðganga mikil, "Carnival" eða kjötkveðjuhátíð, rosaflottir búningar og skemmtilegar uppákomur. Nú fá Spánverjarnir nefnilega ekkert kjöt fyrr en á Pásladag . Þar sem systur voru bara áhorfendur þá fá þær nóg kjöt. Prinsessan smellti af nokkrum myndum og síðan var farið á kaffihús sem er með ekta súkkulaði á bollum, margar tegundir og gerðir, eins er kaffið til í mörgum útgáfum og sumt bara ansi gott. Systur fengu sér heitt súkkulaði, það var þykkt og mjög gott með fullt af bráðhollum hitaeiningum .
Þá gengu systur áleiðisheim og þá var klukkan orðin sjö en að heiman fóru þær fyrir tvö svo þetta var orðin mjög góður göngutúr með smá milli setum!
Bless kæra dagbók og sólarkveðjur frá Spáni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar