Nettengingarvandræði!!

Kæra dagbók þá er nú liðið aðeins síðan heyrðist frá prinsessunni síðast Shocking. Allt er svo sem gott af prinsessunni að frétta en netsambandið hefur eitthvað verið að stríða henni svo að erfitt hefur verið að setja inn fréttir. Nú er ástandi hins vegar gott og prinsessan horfir með öðru auganu á upprifjun frá spænskum keppendunum í "Júróvísión", nú á nefnilega að drífa sig í forval hér og verður eflaust spennandi að fylgjast með fyrir svona prinsessur. Prinsessan sá í upprifjuninni að Spánverjar hafa sent alveg jafn ef ekki meira hallærisleg  atriði í keppnina á árum áður og Íslendingar og klæðnaðurinn eða ætti að segja útgangurinn, "KRÆST" Crying. Mikið er nú prinsessan heppin að hafa aldrei keppt fyrir Íslands hönd, takið til dæmis Eyfa greyið, alltaf verið að sýna hann syngjandi í "rokinu" með tópaksklútinn um hárið og enginn fær tækifæri til að gleyma þessu atriði.

Prinsessan ákvað að leika húsmóður í dag í þeirri von að hún stæði sig betur í því hlutverki en sem gestgjafi, því þar stóð hún sig engan veginn Sideways. Prinsessan lét nefnilega rigna eldi og brennisteini yfir gestinn sem kom til Spánar til að hafa það gott í sólinni og ekki nóg með það heldur var prinsessan óvarkár gagnvart glúteini og var að farast úr magaverk og síðan kólnaði svo í rigningunni að prinsessan var orðin afar léleg vegna asma. Gesturinn lifði af og komst á flugvöllinn en varð víst fyrir einhverjum töfum á heimleiðinni en þar var prinsessan saklaus því að það var vegna flugvirkjanna sem ætluðu í verkfall en hættu svo við Sick.

prinsessan hefur tekið því rólega í gær og í dag að vísu mætt í ræktinni því hún virðist haldinn þeirri áráttu hegðun að borga fyrir að láta pína sig. Í gær var það hið ljúfa líf og kaffihús en í dag þvottar og ýmis frágangur og sólbað á pallinum Smile.

Bless kæra dagbók og bestu kveðjur heim í kuldann og farið nú vel með ykkur Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 835

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband