Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Leigubílar og prinsessan!!

Kæra dagbók prinsessan getur ekki hætt að dást að Svíunum Wink. Hér eru vikulega þættir í sjónvarpinu þar sem þekktir sænski skemmtikraftar og ótal Svíar á öllum aldri mæta á Skansen og syngja saman dægurlög. Það er svo gaman hjá öllum, allir brosandi og allir að syngja með og sést ekki vín á nokkrum manni. Prinsessan sér þetta ekki alveg fyrir sér á Íslandi þar sem yfirleitt gengur illa að fá fólk til að syngja með fyrr en á annarri flösku og þá í rútu eða í brekkusöng á útihátíð Sideways. Þessum þáttum er sjónvarpað vikulega á sumrin og síðan er annar svo til eins þáttur á annari sænskir stöð og þá kemur það frá Liseberg í Gautaborg og allir jafn glaðir og kátir LoL.

Kærustuparið tók leigubíl í gær niður í bæ og hugðist ganga þar aðeins um og fá sér einhvað gott að borða. Þetta var sko ekki leigubíll fyrir prinsessu nei nei! Prinsessan varð að sitja í spíkat, já hræðilega útglent, því bílstjórasætið var upp við aftursætið. Prinsessan var í pilsi og fyrir siðsemissakir hélt hún "galdratöskunni" á milli fóta sér en lærin voru nokkuð ber, allavega neðri hlutinn. Áklæðið í bílnum var alls ekki við prinsessu hæfi því það stakk, já aumingja prinsessan var sár, rauð og upphleypt á lærunum eftir nokkra mínútna bílferð Crying. Næst verður kærastinn sendur fyrst inn í bíl til að kanna aðstæður því þetta er nú ekki prinsessu bjóðandi FootinMouth. Kærustuparið reyndi að láta þessar hamfarir ekki á sig fá og fékk sér ágætan hádegisverð og hélt síðan í göngutúr.  Þá komst prinsessan að því að þessi hádegisverður nægði kærastanum engan vegin, hann keypti sér Fanta og kelinuhring og litlu seinna ís, ja hérna. Þá þótti prinsessunni nóg komið og dreif kærastann heim í upphitaða snúða og hvíld. Það var nefnilega prinsessan sem þurfti hvíld eftir meðferð dagsins Gasp.

Bless kæra dagbók nú þarf prinsessan að skreppa í "kuffulagið" því horfur eru á sólarblíðu í dag og þá er eins gott að eiga eitthvað í gogginn!!Kissing

 


« Fyrri síða

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband