Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
1.5.2009 | 11:35
Einkamál.
Kæra dagbók! Núna er sko gott að eiga þig að til að trúa þér fyrir því sem enginn má frétta. Ég nefnilega vaknaði eiturhress klukkan 8 í morgun, reimaði á mig íþróttaskóna og hélt út að skokka. Ég segi ekki að hraðinn hafi verið það mikill að ég hefði getað séð í iljarnar á dönskukennurunum en ég náði að svitna. Eftir ca 40 mínútna útiveru (töluvert labb) hafði ég kynnst umhverfi mínu betur og hélt "heim" í sturtu, skellti í þvottavél og útbjó morgunverð fyrir mig. Þegar ég var hálfnuð með morgunverðin leit ég á klukkuna hún var 8:15!!!!!!!!!!!What!!!!!!!!! Ég hafði sem sé laumast út klukkan sjö, 7:00 og allir í hverfinu eru nú að ræða það hvort íslendingar séu svona skrítnir vegna bankahrunsins eða er þetta ástæða hrunsins. Þetta er ekki allt ég skildi heldur ekkert í því hvað allt var dautt á föstudagsmorgni, enginn á ferðinni og enginn mættur í skólana hér á svæðinu en veistu hvað kæra dagbók 1. maí er ekki bara um land allt og á Patró hann er líka í Svergie.
Núna sit ég og pikka á meðan verið er að dæla lyfi í Eyjólf og hann aflar sér fróðleiks um Stokkhólm til þess að verða mér góður leiðsögumaður. Við höfum það gott og áætlum að fara út á eftir, fáum alltað 4 tíma frí þá.
Bless bless kæra dagbók
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar