Jamm og jæja!

Kæra dagbók þá er kominn 6. september og 20°C sem er mjög gott Smile. Kærustuparið fékk frí frá sjúkrahúsinu í gær um klukkan fimm og hélt heim í íbúð en var svo mætt aftur klukkan tíu í morgun á sjúkrahúsið. Mikið rosalega hafði kærustuparið gott af fríinu, góður matur og þægindi í sófanum við sjónvarpsgláp og prjónaskap.

Kærustuparið er svolítið í lausu lofti og veit ekkert hvenær hægt verður að bregða sér í farþegaþotu sem ber parið heim á Íslandsstrendur Cool. Síðustu sex daga hafa læknar talað um að kærastinn verði útskrifaður til Íslands fljótlega, á morgun eða hinn Woundering það þurfi bara aðeins að skoða þetta eða hitt. Svo er skoðað og skoðað og mælt og mælt sem betur fer hefur ekkert alvarlegt komið út en alltaf er það eitthvað sem þarf að athuga betur Sideways "better save than sorry" segja læknarnir og kærastinn virðist vera mjög áhugavert og óvanalegt tilfelli og læknarnir hafa lært heilmikið af honum og bætt um leið sinn viskubrunn. Prinsessan er náttúrulega mjög ánægð með að ekkert alvarlegt hefur komið í ljós og eftirlætur rannsakendum að skoða kærastann meira og meira og meira bara að þeir skili honum í góðu ástandi prinsessunni til góða Wink. Síðan væri nú gott að kærustuparið færi að komast heim til að knúsa "litlu" börnin sín Grin.

Bless kæra dagbók og þér að segja þá er þetta blogg svolítið seint á ferðinni þar sem að kærastinn náði tölvunni og fór að lesa Moggann en góðar kveðjur og óskir um góða heilsu til allra heima Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á ekki af ykkur að ganga. Síðastliðna daga hef ég verið að kíkja yfir girðinguna háu frá Hjallabrautinni og reynt að spotta andlit í glugga en ekki séð neitt kunnuglegt. 

Datt ekki í hug að kíkja á bloggið fyrr en í dag. Þvílikar fréttir. Eins gott að við hjónin fórum ekki í VASAsafnið þarna um daginn í stórborginni. Við hefðum kannski haft verra af.

 Það væsir nú ekki um ykkur í íbúðinni hún er nú bæði björt og falleg á sænska vísu. En við sjáum að ekki veitir af ítrekun við alvaldið um yfirhalningu á heilsufari kærastans. Svo þið komist heim í knús og kram fjölskyldunnar. Samt sem áður er hitastigið svo miklu jálvæðara hjá ykkur en okkur. Það er þó bót í máli fyrir prinsessuna þegar kemur að utanhússferðum.

Óskum ykkur samt góðrar heimkomu og ég mæli ekki með að hafa lofttúðuna opna í vélinni á leiðinni heim. Fullt af óþekktum sýklum þar.

Bið að heilsa í ykkar rann  kærleikskveðjur Kristbjörg

Kristbjörg Einars (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 13:28

2 identicon

Jæja allt gekk að óskum á uppskeruhátíðinni tvær nýjar gelgjur unnu sér inngöngu í hópinn með nokkrum þrautum sem hafa hækkað í erfiðleikastigi eftir að kreppan skall á. (þær Halldóra og Rannveig). Kínamúrinn var ekki í boði núna en annar rauður fordrykkur sem var ekki alveg eins slæmur. Það gekk vel að koma öllum heim og ég gat ekki betur séð en allir hafi lokað á eftir sér hurðum í þetta skiptið. Margrét Danadrottning hélt verndarhendi yfir okkur eins og Anna Ding Dong og Leoncie höfðu gert á árunum á undan.

Það var gott að þið komust í íbúðina í gær og vonandi fara menn að komast að niðurstöðu ym hvað skuli gera næst því biðin hlýtur alltaf að vera erfið og eftirvæntingin yfir að komast heim mikil. En þið eruð svo ótrúlega jákvæð og frábær og dugleg og og og og.............. það er endalaust hægt að halda áfram og ég segi nú bara eins og rétt fyrir leik (en þarf nú væntanlega ekki að nefna við ykkur;-) )- berjast, berjast, berjast.

Kærar  kveðjur

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 15:09

3 identicon

Já, ég tek bara undir með Söndru, allt gekk vel í partýinu danska, enda ekki við öðru að búast þegar danskir fánar voru út um allt, Margrét Þórhildur hékk upp á vegg og partýskinka snædd og frábær eftirréttur að ekki sé talað um drykkina, rautt, já auðvitað rautt freyðivín, gammeldansk, allar tegundir af dönskum bjór og svo ýmislegt annað sem fólki datt í hug að bergja á... Hlaupin, já hlaupin, þau gengu vel hjá þeim fáu sem hlupu og margrét Ólöf og Heimir stóðu sig extra vel hlaupandi 1/2 maraþon og svo fór að lokum að hann hreppti hinn fagra og eftirsótta gullskó Nú þarf bara að upphugsa eitthvað gott þema fyrir næsta ár Tek líka undir með Söndru um dugnaðinn, bjartsýnina og,og, og... baráttukveðjur, hlakka til að sjá ykkur, saknaðarkveðjur

Herdís Snorradóttir (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband