Góða veðrið áfram!

Kæra dagbók þá sitjum við kærustuparið upp á sjúkrahúsi Wink.  Kærastinn er svo merkilegur og sérstakur að það er verið að rannsaka hann hátt og lágt, hann er reyndar með lugnabólgu en Svíarnir vilja skila honum til Íslands í toppstandi og leggja því mikla áherslu á að ekkert fari framhjá þeim Woundering sem er mjög gott.

Prinsessan dreif sig í íbúðina í gærkvöldi til að þvo, áætlanir gerðu ráð fyrir að ekki yrði þvegið fyrr en á Íslandi. Þar semað dvölin lengist og prinsessan ekki sérlega illa innrætt ákvað hún  að gera Svíum það ekki að spranga um á skítugum nærbuxum og svitalyktarbolum og dreif sig því í húsmóðurgírinn Cool.

Úti er glaða sólskin en það ringdi vel í morgun og spurning hvort prinsessan ætti að smella sér í göngutúr og heilsa upp á snákana Frown allavega ætlar hún að hugsa málið!

Bless kæra dagbók og hafið það sem allra best á Íslandi og vonandi eru sumir duglegir að æfa sig í dönsku og dönskum hirðsiðum, hægt að sleppa hlaupum til æfina Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ kærustupar! kannski var það bara ágætt að þið fóruð ekki degi fyrr heim því þá hefðuð þið verið komin svo langt frá læknunum sem þekkja ykkur í bak g fyrir og kærastinn fær líklega þá bestu þjónustu sem völ er á.

Hugulsöm ertu að skipta um naríur ef ferðin dregst um marga daga

Flestir ef ekki allir eru að æfa sig í dönskunni og ég man ekki hvort ég var búin að segja það en ein af okkur tók þessu svo alvarlega að hún byrjaði á danska kúrnum maður fór augnablik að hafa áhyggjur af því að matseðillinn yrði bara grænmeti en svo er ekki því það er kominn þessi flotti matseðill sem er algjörlega danskur

Hér er byrjað að rigna en ágætis veður. Bíðum spennt eftir að fá ykkur heim og þá endurtökum við danska þemað ef þið missið af því

 Knús og baráttukveðjur áfram til ykkar!!!

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 20:02

2 identicon

Hæ  Við sendum ykkur baráttukveðjur héðan úr Firðinum.  Ég er alveg sammála það borgar sig að hafa Prinsinn í besta lagi þegar þið farið frá Svíaríki.  Verst að þið eruð svo langt í burtu, hefði gjarnan vilja gera eitthvað til að hjálpa, sendum bara góða strauma í staðinn.  Allt gott að frétta af okkur, bara ekkert gaman að nú er ekki lengur farið í útilegur (það var sko gaman).  Strax farin að hlakka til næsta sumars.  En það veitir víst ekki af að byrja á því að taka hendinni til á heimilinu eftir að hafa verið að heiman, meira og minna, í sumar.  Ég er í því að mála bílskúrinn og ætla síðan að moka út úr "tölvu/rusla" herberginu svo að Elías Kári geti fengið sér herbergi.  En við tökum þessu bara rólega, planið er að klára fyrir Jól

Biðjum rosavel að heilsa ykkur báðum, sendum kossa og knús.

Sólveig og Co.

sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1053

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband