1.9.2009 | 08:11
Sir á heimleið!
Kæra dagbók það sem Svíarnir eru heppnir þeir fá að njóta þess að hafa prinsessuna og hennar kærasta í nokkra daga í viðbót en Sir bróðir fer heim í dag. Kærastinn krækti sér í lungnabólgu, fékk háan hita og var drifin strax upp á sjúkrahús af prinsessunni. Hann var þægur eins og endranær og lét þetta yfir sig ganga þó að sjúkrahúsið hafi ekki verið óskastaðurinn svona daginn fyrir áætlaða heimferð . Hann var drifin strax í lyfjagjöf og hitinn var fljótur niður og hann er fínn í dag en þarf að fá lyfið í æð aðeins lengur svo Svíarnir fá að njóta kærustuparsins aðeins lengur en Íslendingar verða bara að halda áfram að bíða spenntir . Sem betur fer fékk kærustuparið að halda íbúðinni lengur en henni átti að skila klukkan 10 þann fyrsta september og það hefði sko ekki verið gott.
Þar sem að kærastinn var í öruggum höndum þá dreif prinsessan sig með bróðuinn í bæinn til að hann gæti túristast aðeins meira og keypt einhver minjagrip . Gamli Stan og Drottningagatan voru heimsótt og endað á Hard Rock Café því þá var prinsessan farin að urra af hungri .
Prinsessan ætlar að koma Sir bróður út á flugvöll á eftir og drífa sig svo upp á sjúkrahúsið og reyna að klára peysuna sem hún er að prjóna .
Bless kæra dagbók og það er stutt í að kærustuparið heiðri Ísland með komu sinni þó að ekki verði það í dag .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1053
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ, gott að heyra að hitinn sé að lækka og auðvitað skynsamlegt að kærastinn jafni sig áður en hann leggur í heimferð. Er peysan sem þú ert að prjóna ein af flíkunum sem verður seld í búðinni okkar með flottu gallabuxunum? Gangi ér vel að skila sirnum
Knús til ykkar
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.