Kaþólska kirkjan!!

Kæra dagbók kærustuparið náði að bregða sér í hjólatúr í gær Smile og hjólaði alveg niður að uppáhalds bar prinsessunnar. Þar er nefnilega hægt að sitja í mjúkum sætum við sjóinn og horfa á seglbáta, hraðbáta, ferjur, skemmtiferðaskip, bátana í útsýnisferðirnar og bara allavega skemmtibáta á ferðinni. Þarna er líka fullta af fólki, ferðafólki og annarskonar fólki, sem skeiðar hjá á mismiklum hraða og mismikið utan við sig Blush. Prinsessan fær sem sé ekki bara kakó með rjóma á uppáhalds veitingahúsinu heldur líka þverskurðinn af mannlífinu í stórborginni, þverskurðinn af ferðafólkinu í stórborginni svo ekki sé talað um þverskurðinn af tískunni í stórborginni, þannig að þetta eru sannkallaðar háskólastundir fyrir prinsessun Happy.

Eitt er þó að valda prinsessunni hugarangir og það snýr að kærastanum FootinMouth! Þegar að farið er í bæinn þá vill hann alltaf stoppa á svona götuveitingahúsum og versla sér "munka" einn eða tvo eða þrjá. Það sem gerist næst er að kærastinn gengur um götur höfuðborgar Svíaveldis snæðandi "munk" . Prinsessan lifir náttúrulega í þeirri von að kaþólska kirkjan og páfinn í Róm séu ekki með útsendara á hverju götuhorni í borginni því ekki liti það vel út í skýrslunum í Páfagarði að Íslenskur herramaður gangi um götur einnar af höfuðborgum Norðurlandanna étandi "munk" Frown

Prinsessan á bauninni er búin að athuga tímann "sinn" í 10 kílómetra hlaupinu í Reykjavík í gær og er hann að vonum stórglæsilegur, mun betri en á fyrri árum og er bætingin yfir 10 mínútur, sem er mjög gott Grin. Þetta var flott hjá krónprinsessu prinsessunnar á bauninni Cool.

Bless kæra dagbók og nú getur þú farið að telja niður þar til kærustuparið lendir á Íslandi, reyndar á að ferðast með leynd svo öryggiskerfið brenni ekki yfir um Kissing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl, mikið verður gott og gaman þegar þið komið heim.  Rannveig ég á eftir að sakna þessa að lesa ekki bloggið þitt, það er eitt að því fyrsta sem ég geri þegar ég opna tölvuna er að lesa dagbókina þína.  Þú verður bara að halda áfram með hana!!!! Menningar nótt fór vel fram að ég held, við hjónin fórum á rölt um miðjan dag og var mikið um að vera og veðrið bara þokkalegt.  Flugeldasýningin góð, sáum hana héðan af 7. hæð.  Nú er skólinn byrjaður og hefur verið mikið at hjá mér og verður næstu tvær vikurnar.  Prinsinn er líka að byrja en skrapp til Köben og var þar nokkra daga, hann heimsótti systur sína og fjölsk. en þau eru ný flutt út. 

Annars er bara allt gott að frétta, kíki í kaffi í september.

Kveðja frá okkur á Völlunum.

Anna Stína

anna stína (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Rannveig Vigfúsdóttir
Rannveig Vigfúsdóttir
Kennslulkona í leyfi frá störfum. Með mikla hreyfi þörf og ferðafíkill en sækist mest eftir hlýju loftslagi.

Færsluflokkar

Nýjustu myndir

  • Kærustuparið!
  • Taka tvö af Kærustuparinu!
  • Prinsessan!
  • Jón Leifs!
  • myndir student 055

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband