22.8.2009 | 08:32
Vöðvar og ekki vöðvar!!
Kæra dagbók það var bara nokkuð erfiður dagur hjá kærustuparinu í gær . Þar sem kærustuparið er nú svo samtaka í öllu og sameinast í áhugamálunum þá tóku þau sig til og lögðu bæði gærdaginn í höfuðverk eiginlega höfuðkvalir. Prinsessan herti sig upp og hjólaði í næsta apótek og keypti vöðvaslakandi verkjalyf þar sem lang algengasta ástæða höfuðverkja eru vöðvaverkir og það reyndist rétt þannig að kærustuparið er á bata vegi. Vöðvaverkirnir komu að sjálfsögðu á réttum tíma því það hefur verið rok síðan í gærmorgun og svo bættist við rigning síðdegis og svo styttir upp um hádegi og sólin fer að skína því þá verður kærustuparið komið í gott lag .
Þar sem prinsessan notar leiguhjól frá Stokkhólmsborg, keypti kort sem sett er á skynjara sem svo úthlutar hjóli úr standi með fullt af hjólum. Hjólin eru gegnum gangandi í góðu standi og ekkert mál að skipta ef maður er ekki ánægður en í gær gerðist það að prinsessan fékk glænýtt hjól í frábæru standi . Þetta varð til þess að prinsessan vildi bara hjóla endalaust en var ekki í standi til þess en ætlaði ekki að tíma að skila hjólinu í standinn meðan hún fór í apótekið og að sjálfsögðu var hjólið farið þegar hún kom út og það sem meira var standurinn var tómur. Þá var bara að bregða undir sig betri fætinum og arka að næsta standi og þar beið hennar annað glænýtt hjól, heppin . Nú er bara að vona að þessi fínu hjól bíði eftir hádegi svo að gott verði að hjóla í hjólaferðinni í sólinni sem þá verður komin .
Væri prinsessan heima núna færi hún í Reykjarvíkurmaraþonið og skokkaði sína 10 kílómetra en þar sem prinsessan er vant við látin í höfuðborg Svíaveldis þá reddar hún málum með því að senda krónprinsessuna sína í hlaupið og gerir ráð fyrir að hraðinn verði töluvert meiri fyrir vikið, alltaf séð þessi prinsessa . Annars saknar prinsessan helst kaffisins og félagsskaparins eftir hlaupið .
Bless kæra dagbók og bestu kveðjur til hlaupara og menninganæturnjótenda, líka til þeirra sem eru bara í sveitinni .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ! aftur náði ég að stelast í tölvu. Ég var komin hingað norður um kl 22:00 í gær í brjáluðu roki og rigningu og 5 stiga hita snjór var í flestum fjöllum á leiðinni og á einhverjum stöðum var slydda....þegarvið vöknuðum í morgun var heiðskýrt og sól ég var að sjálfsögðu komin fyrst út úr húsi þar sem ég tími sko ekki að sofa þegar ég kem í sveitina, veislan í Koti byrjaðikl 15 í dag og það kom meira að segja prestur til að blessa húsið. Allt var flæðandi í góðum veigum flatbrauð með hangikjöti, hreindýrabollur, súkkulaðikaka, konfekt, og margt fleira ásamt drykkjum í öllum litum og nú eru holugrilluð læri að verða tilbúin. Kveikt verður svo á brennu á eftir og partyið verður örugglega fram á morgun, Krakkarnir njóta sín í botn og þeysast um á fjórhjólum. Jæja nú er ég að verða búin með drykkinn minn og þarf að drífa mig í að fylla á áður en lærin koma á borðið. Á morgun er svo planið að baka flatkökur (með logsuðutæki) en fyrst verður farið út í móa að tína fjallagrös sem eiga að vera í uppskriftinni. Vonandi eru vöðvarnir farnir að slakna svo að þið getið haldið áfram að hjóla um landareignina. kv Sj
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.