14.8.2009 | 16:42
Góða veðrið að trufla!!
Kæra dagbók kærustuparið fór snemma í morgun í eftirlit upp á sjúkrahús og allt er í góðu gengi . Blóðið á góðu skriði og sveppurinn á undanhaldi og dregið úr lyfjanotkun, sem sé framfarir góðar .
Eftir sjúkrahúsheimsóknina, sem var nokkuð löng m.a. vegna þess að apótekið var heimsótt, var farið út að borða. Prinsessan var nú búin að bíða spennt eftir því en hvað gerist í apótekinu, prinsessan náði varla að byrja að bíða þegar hún var kölluð upp og var ekki vísað frá til að bíða í næstu biðröð heldur afgreidd strax og engin vandkvæði, "svo bregðast krosstré sem aðrir raftar" .
Eftir góðan mat var það göngutúr og svo kaffihús og beint heim. Þegar kærustuparið stóð á tröppunni við útidyrahurðina skall á haglél, fyrst hélt prinsessan að þetta væru svona stórir regndropar eftir sólina og hitann en sá svo að þetta voru klakahögl, eins gott að verða ekki fyrir þessu .
Nú er það bara prinsessulíferni, rólegheit og góður matur heim, prinsessan vinnur nefnilega að því hörðum höndum að láta ekki fallþunga kærustuparsins verða minni við heimkomu en brottför þó kærastinn hafi tapað töluverðum fjölda kílóa í fyrstu12 vikurnar .
Bless kæra dagbók og ég get huggað þig á því að krónprinsessa prinsessunnar á bauninni fær afmælisgjöf þegar kærustuparið kemur heim .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1055
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ, til hamingju með litlu prinsessuna! hún hefur örugglefa þolinmæðina frá foreldrum sínum og bíður rólef eftir pakkanum sínum hér er núna fallegt veður´ekta til að skella sér Helgafellið. Þyngsti og léttasti karlmaðurinn hér á heimilinu eru farnir norður í sveitina og ég nýkomin úr vinnunni og er að hugsa um hvort ég eigi að fara og hreyfa mig aðeins´eða laga til .........hummm fyrri kosturinn er aðeins meira spennandi.......vá hvað það er stutt í heimkomu..... hafið það sem allra best
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 21:18
VÁ ég hef greinilega staðsett mig vitlaust á lyklaborðinu....f í stað g ég er EKKI búin að fá mér rauðvínsglas heheheh
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.