12.8.2009 | 08:15
Jahérna!!
Kæra dagbók eftir að hafa fengið sér ágætan hádegisverð í gær varð prinsessan svo þreytt og syfjuð að það var eitthvað óeðlilegt við það enda leið ekki á löngu þar til á skall hellirigning. Þessi rigning var virkilega blaut og eflaust dreymir marga um að hafa svona góðan sturtuhaus á baðherberginu hjá sér. Já prinsessan veit nefnileg nákvæmlega hve mikið helltist niður á fersentimetra því hún var á leiðinni heim úr "kuffulaginu" á stuttbuxum og stutterma skyrtu og með derhúfu til varnar sólinni og derhúfur koma sér líka vel í rigningu það er nokkuð ljóst núna . Þegar prinsessan kom inn var andlitð það eina sem var þurrt, allt annað blautt. Prinsessan skellti sér þá bara í aðra sturtu aðeins hlýrri . Rigningin hélt áfram svo prinsessan er búin að hreinsa íbúðina, skipta á rúmum, þvo allan þvott og merkilegt nokk þetta beið allt eftir henni á meðan sólin skein og var á sínum stað þega prinsessan gaf sér tíma til að sinna þessu málefnum, það er nefnilega sumt í þessari veröld sem er alveg hægt að treysta á .
Kærastinn á svolítð erfitt núna, er með sveppasýkingu í munnholinu og það er ekki þægilegt. Reyndar þekkir prinsessan þetta af eigin raun og reynir að vera voða góð við kærastann, hún er jú svo skilningsrík . Búin að þylja upp öll húsráð, minnir hann á lyfin í tíma og ótíma og lætur hann borða en það er einmitt svo þægilegt þegar maður er slæmur í munnholi, alltaf jafn elskuleg þessi prinsessa .
Bless kæra dagbók nú er um að gera að hreyfa sig ekki, borða ekkert heima og bara fara á hótel til að óhreinka ekki hér heima .
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér líst best á síðustu tvær línurnar.
Edda (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 17:12
Þið eruð svo dugleg! og ótrúlegt hvað þú getur munað margt og mikið Rannveig! Vona að Eyjólfur komist hratt yfir þetta sveppavesen. Knús til ykkar....danska þemað er aðeins komið í umræðuna...allar hugmyndir vel þegnar (getur þú kannski fengið dönsku hirðina til að ferðast með ykkur til Íslands? við gætum kannski fengið hana til að sjá um kvöldið:-))
knús til ykkar!
Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.